Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Side 6

Fréttatíminn - 29.05.2015, Side 6
– fyrir lifandi heimili – R e y k j a v í k o g A k u r e y r i E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s ÚTSALA Sumar3 60% ALLT AÐ AFSLÁTTUR MARS&MORE púðar MIKIÐ ÚRVAL – 50% AFSLÁTTUR ÚTSALA Sumar3 FRÁ 2.495 FULLT VERÐ FRÁ: 4.990 KR. BLAISE barborð 58% AFSLÁTTUR ÚTSALA Sumar3 14.990 FULLT VERÐ: 34.990 KRÓNUR IVV skálasett 30% AFSLÁTTUR Glerskálar í setti með sex mismunandi litum. ÚTSALA Sumar3 11.193 FULLT VERÐ: 15.990 KRÓNUR Hall dór Ásgríms son, fyrr ver andi for sæt is ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, var bor inn til hinstu hvílu í gær. Útför hans var gerð frá Hall gríms kirkju. Séra Pálmi Matthíasson jarðsöng Hall- dór og sagði meðal annars: „Hall- dór Ásgrímsson var klettur í haf- inu - ekki óumdeildur í dagsins önn en þegar kom að trausti, tryggð og trúmennsku vissu allir, samherjar sem mótherjar, fyrir hvað hann stóð.“ Kist una báru, frá vinstri: Sig- mund ur Davíð Gunn laugs son for sæt is ráðherra, Finn ur Ing- ólfs son, fyrr ver andi ráðherra, Jón Kristjáns son, fyrr ver andi heil brigðisráðherra, Ein ar K. Guðfinns son, for seti Alþing is, Davíð Odds son, fyrrum forsætis- ráðherra og núverandi rit stjóri Morg un blaðsins, Guðmund ur Bjarna son, fyrr verandi ráðherra, Jón Sveins son lögmaður og Helgi Ágústs son sendi herra. Halldór Ásgrímsson jarðsunginn Ljósmynd/Hari Nauðsynlegt er að efla forvarnir og fræðslu um ofþjálfun ungmenna. Helstu einkenni ofþjálfunar geta verið líkamleg, andleg og félagsleg.  Íþróttir Efla þarf forvarnir og fræðslu Ný rannsókn bendir til að ofþjálfun í íþróttum sé klínískt vanda- mál meðal íslenskra ungmenna. Íþróttaþjálfarar og sjúkraþjálf- arar telja nauðsynlegt að efla forvarnir og fræðslu meðal iðk- enda, foreldra, þjálfara og sjúkraþjálfara. Rannsóknin er hluti af útskriftarverkefni Þóru Hugósdóttur og Ágústu Ýrar Sigurðar- dóttur við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, en sambæri- leg könnun hefur ekki verið framkvæmd hér á landi áður. v ið höfðum tilfinningu fyr-ir því að það væri ákveð-ið vandamál til staðar og fannst spennandi að rannsaka þetta, enda aldrei verið gert fyrr á Íslandi og auk þess er almennt lítið fjallað um þessi mál hér á landi,“ segir Ágústa Ýr Sigurðardóttir, sem vann rannsókn á ofþjálfun ungmenna ásamt Þóru Hugósdóttur. Ágústa og Þóra eru báðar menntaðir sjúkra- þjálfarar en rannsóknin er hluti af útskriftarverkefni þeirra við heil- brigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið hennar var að skoða hvort íþróttaþjálfarar og sjúkraþjálfarar telji ofþjálfun hafa verið klínískt vandamál meðal ungmenna á aldr- inum 13 til 18 ára í íþróttum á Ís- landi síðustu 12 mánuði. Vantar forvarnir og fræðslu Spurningalistar voru lagðir fyrir þjálfara sem þjálfa fimleika, frjálsar íþróttir, handknattleik, knattspyrnu og sund, og fyrir sjúkraþjálfara á verktakaskrá Félags sjúkraþjálfara. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að ofþjálfun meðal íslenskra ungmenna er klínískt vandamál, að mati sjúkraþjálfara og þjálfara og meirihluti þátttakenda telur fræðslu og fovarnarstarfi vegna ofþjálfunar vera ábótavant. „Það þarf klárlega að efla forvarn- ir og fræðslu í þessum efnum, bæði meðal iðkenda, foreldra, þjálfara og sjúkraþjálfara,“ segir Ágústa. „Það verður að vera teymi í kringum barnið sem er í þjálfun og samtal á milli allra aðila.“ Svefnvandamál og minnkuð matarlyst meðal einkenna Ágústa bendir á að foreldar og þjálfarar eigi að fylgjast með þeim tíu einkennum sem börn sýna séu þau undir of miklu andlegu eða líkamlegu álagi. Einkennin eru skert frammistaða í keppni miðað við væntingar, aukin fyrirhöfn við æfingar, þreyta, minnkuð matar- lyst, óútskýrt þyngdartap, svefn- vandamál, minni áhugahvöt, ójafn- vægi í lyndi, einkenni þynglyndis og krónískir stoðkerfisverkir. „Þeir þjálfarar og sjúkraþjálfarar sem við unnum með voru sammála okkur um að þetta væru helstu einkenni ofþjálfunar. Þetta eru hlutir sem verður að fylgjast með, sérstaklega þegar börn eru að æfa oft í viku og jafnvel fleiri en eina íþróttagrein. Þetta eru bæði líkamleg og and- leg einkenni en þau geta líka orðið félagsleg. Hluti af forvarnarstarf- inu væri að efla vitund fólks um þessi einkenni.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ofþjálfun vandamál meðal ungmenna Ágústa Ýr Sigurðardóttir. 6 fréttir Helgin 29.-31. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.