Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Side 8

Fréttatíminn - 29.05.2015, Side 8
MEXICO, GUATEMALA & BELIZE Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA 4. - 19. OKTÓBER Verð kr. 568.320.- Innifalið í verði: Flug, hótel, allar ferðir, skattar og íslenskur fararstjóri Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralífi og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída, gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo álúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið. Af þeim gjaldþrotum hluta- og einkahlutafélaga sem orðið hafa frá árinu 1998 eru 49,6% þeirra 6 ára eða yngri og 34,3% eru 7-12 ára. Einungis 16% félaga voru 13 ára eða eldri þegar þau fóru í þrot, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Ef aldur hluta- og einkahluta- félaga sem hafa verið tekin til gjald- þrotaskipta á árinu 2014 er skoð- aður, þá sést að 9,1% félaga eru 1-3 ára, 23,7% eru 4-6 ára og 30,6% eru 7-9 ára gömul. Gjaldþrot einkahlutafélaga síð- ustu 12 mánuði, frá maí 2014 til apríl 2015, hafa dregist saman um 20% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 769 félög tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Gjald- þrotum í flokknum Fjármála- og vá- tryggingastarfsemi hefur fækkað mest, eða um 22% á síðustu 12 mán- uðum. Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá maí 2014 til apríl 2015, hefur fjölgað um 8% sam- anborið við 12 mánuði þar á und- an. Alls voru 2.107 ný félög skráð á tímabilinu. Mest er fjölgun ný- skráninga í flokknum Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi, 44% á síðustu 12 mánuðum. -jh  Hlutafélög Nýjar tölur Hjá HagstofuNNi Gjaldþrot tíð á fyrstu árunum g reining Íslandsbanka gerir ráð fyrir því í nýrri þjóð-hagsspá að hagvöxtur verði hóflegur á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir að hag- vöxtur verði 4% á þessu ári, 3,7% á árinu 2016 og 2,4% árið 2017. Hagur heimilanna mun, sam- kvæmt spánni, halda áfram að vænkast næstu misserin með auknum kaupmætti, minna at- vinnuleysi og hækkun eignaverðs. Einkaneysla mun vaxa um 3,8% að jafnaði á næstu þremur árum og fjárfestingar heimila í íbúðarhús- næði munu vaxa næstu þrjú árin eða um 18,5% í ár,16,3% á næsta ári og 11% árið 2017. Gert er ráð fyrir 7,0% raunverðshækkun íbúðarhús- næðis á þessu ári, 3,4% á næsta ári og 1,9% árið 2017. Efnahagsumhverfi fyrirtækja hefur batnað undanfarin ár, m.a. með aukinni innlendri sem erlendri eftirspurn og bættum viðskiptakjörum. Reiknað er með því að umhverfi þeirra muni halda áfram að styrkjast. Því er spáð að fjárfestingar atvinnuveganna auk- ist á næstunni og er gert ráð fyrir 16,9% vexti í ár, 18,8 á næsta ári en einungis 1,7 vexti árið 2017. Gert er ráð fyrir góðum vexti í útflutningi á vöru og þjónustu á tímabilinu, m.a. vegna vaxtar í ferðaþjónustu og útflutningi sjávarafurða. Spáir deildin 4,7% vexti útflutnings í ár, 3,4% á næsta ári og 3,5% árið 2017. Þrátt fyrir góðan útflutningsvöxt er gert ráð fyrir hraðari vexti innflutnings á tímabilinu og verður framlag utan- ríkisviðskipta til hagvaxtar nei- kvætt á tímabilinu. Afgangur vöru- og þjónustuviðskipta minkar. Gengi krónunnar verður stöðugt en flökt gengisins mun aukast samhliða þeim skrefum sem hugs- anlega verða tekin á tímabilinu í afnámi fjármagnshafta. Gert er ráð fyrir að raungengi krónunnar muni hækka á tímabilinu vegna mikillar innlendrar kostnaðarverð- hækkunar og aukinnar innlendrar verðbólgu. Sú hagfellda verðbólguþróun sem hefur hér undanfarið mun taka enda á næstunni og verðbólga mun færast í aukana. Spáð er að verðbólga verði að jafnaði 1,9% á yfirstandandi ári, 3,6% á því næsta og 3,7% árið 2017. Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabank- ans bregðist við versnandi verð- bólguhorfum, launahækkunum og aukinni spennu í hagkerfinu með hækkun stýrivaxta bankans um 1 prósentustig fyrir lok þessa árs, um annað prósentustig á næsta ári og um 0,5 prósentur á árinu 2017. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  EfNaHagsmál grEiNiNg ÍslaNdsbaNka Hóflegur hagvöxt- ur næstu tvö ár Bættur hagur heimila og fyrirtækja en verðbólgudraugurinn rumskar. Í þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir vexti í útflutningi á vöru og þjónustu, m.a. vegna vaxtar í ferðaþjónustu og útflutningi sjávarafurða. Efstiás 22 í Svínadal HVALFJARÐARSVEIT Fallegt og fullbúið sumarhús á mjög góðum stað við Eyrarvatn í Svínadal Hvalfjarðarsveit aðeins í 45 mín akstri frá höfuðborgarsvæðinu. Húsið stendur í suðurhlíð á 7,300 fm enda- leigulóð með fallegu útsýni yfir vatnið. Lóðin er mjög gróin með 63 fm verönd. Steypt plata með gólfhita. Þrjú svefnherbergi og gestahús. Eldhús og stofa eitt opið rými með gegnheilu eikarparketi. Baðherbergi með sturtu og útgengi út á verönd með heitum potti. Hitaveita á staðnum. Heimilt er að byggja annan bústað og tvö gestahús á lóðinni sem er tilvalið til útleigu í ferðaþjónustu. STÆRÐ: 85 FM SUMARHÚS HERB: 5 23.900.000 Heyrumst Þórunn Gísladóttir Löggiltur fasteignasali 510 7900 thorunn@fastlind.is Heyrumst Jóhanna Gústavsdóttir Sölufulltrúi 698 9470 johanna@fastlind.is OPIÐ HÚS 31. maí 15:00 – 16:00 Helgin 29.-31. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.