Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 9

Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 9
FLUTTIR Velkomin í einn stærsta sýningarsal notaðra bíla á landinu að Kletthálsi 13. Enn betri þjónusta í enn betra umhverfi. HeklaNotadirBilar.is Klettháls 13 590 5040 VW Bjalla Turbo Sport 200 hö 5.950.0002014 6 30 Audi A4 Avant 2.0 TDI 5.390.0002012 29 Mercedes-Benz E200 CGI 4.980.0002009 68 Skoda Octavia Combi 1,6 AT 3.290.0002013 120 Hyundai I30 Comfort Wagon 2.190.0002009 88 Ekinn þús. km. Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll Toyota Auris 1400 Sol MM 1.890.0002008 80 Ágúst Bjarni Garðarsson.  Stjórnmál ráðinn í atvinnuvegaráðuneytið Ágúst aðstoðar Sigurð Ágúst Bjarni Garðarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, að því er fram kemur á síðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins. Ágúst hefur starfað sem stundakennari, verkefnisstjóri og nú síðast á skrifstofu utanríkis- ráðherra. Hann lýkur meistara- prófi í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík í næsta mánuði. Ágúst er í sambúð með Áslaugu Maríu Jóhannsdóttur sálfræðinema og saman eiga þau dreng. t il að tryggja að íslensk nátt-úra og öflug ferðaþjónusta geti blómstrað samtímis hefur ríkisstjórnin samþykkt að verja í sumar 850 milljónum króna til brýnna uppbyggingar- og vernd- araðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins, að því er fram kemur á síðu um- hverfis- og auðlindaráðuneytisins. Þar segir að íslensk náttúra hafi lagt grunninn að öflugri ferða- þjónustu, sem nú skapar meiri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnur atvinnugrein. „Vöxtur greinarinnar hefur skapað mörg tækifæri, en einnig áskoran- ir vegna mikillar ásóknar ferða- fólks á viðkvæm náttúrusvæði,“ segir enn fremur. Ráðist verður í 104 verkefni á 51 stað á landinu, auk þess sem við- bótarfé verður varið til aukinnar landvörslu um allt land. Hæsta upphæðin, 160 milljónir króna, fer í framkvæmdir í Skaftafelli. Fram- kvæmt verður fyrir 156,5 millj- ónir á Þingvöllum, 50 milljónir við Geysi, 38,5 milljónir í Dimmuborg- um, 34,5 milljónir við Dynjanda, 34 milljónir við Gullfoss, 31 milljón við Dyrhólaey, 30 milljónir við Stöng í Þjórsárdal og 25 milljónir við Dettifoss. Megináhersla er lögð á framkvæmdir vegna göngu- stíga, útsýnispalla, bílastæða og salernisaðstöðu. Fyrirliggjandi framkvæmda- áætlun fyrir þetta ár var unnin í samstarfi forsætisráðherra, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra og um- hverfis- og auðlindaráðherra. -jh Mest framkvæmt á ásetnustu stöðunum Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja 850 milljónum króna til að vernda ferðamannastaði í eigu og umsjón ríkisins. Í sumar verða lagðar 850 milljónir króna til uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum í eigu ríkisins.  FerðamennSka 850 milljónum úthlutað Helgin 29.-31. maí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.