Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 10

Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 10
M Meginlínur hafa verið lagðar í kjarasamning-um almennt með þeim samningsdrögum sem lágu fyrir, þegar blaðið fór í prentun í gær, fimmtudag, milli VR, LÍV, Flóafélaganna og StéttVest annars vegar og Samtaka atvinnu- lífsins hins vegar. Samningarnir, gangi allt eftir, fara síðan í atkvæðagreiðslu félags- manna en forystumenn beggja vegna borðs hafa lýst því yfir að forsendur samningsins séu kaupmáttaraukning. Með samningunum sé farið fram með ábyrgum hætti, að stöðugleiki haldist án mikillar verðbólgu. Samið er til langs tíma, til ársloka 2018, en aðaláherslan lögð á hækkun lægri launa og að verja milli- tekjur. Samningurinn gerir ráð fyrir að 300 þúsund króna lág- markstekjutrygging náist innan þriggja ára. Aðkoma ríkisins að kjarasamningunum var enn til umfjöllunar í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að tíminn muni leiða í ljós áhrif samn- ingsins á verðbólgu. Samningurinn muni reyna talsvert á þolmörk fyrirtækja til launa- hækkana en hann metur það svo að um skyn- samlega lendingu hafi verið að ræða og góðar líkur á því að samningurinn leiði til kaupmátt- araukningar. Þegar til lands sást í samningagerðinni frestuðu ofangreind stéttarfélög boðuðum verkföllum sínum um fimm daga. Þótt verk- föllum þessara félaga hafi ekki verið aflétt, vegna atkvæðagreiðslunnar sem fram und- an er, ríkir þó bjartsýni um að aðilar sjái sér hag í þeim samningi sem fyrir liggur og ekki komi til verkfallanna. Slíkt allsherjarverkfall hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér og stórkostlegan samfélagslegan skaða. Því er afstaða samningsaðila ábyrg. Hið sama á við um Starfsgreinasambandið en samninganefnd þess gekk á miðvikudag- inn frá samkomulagi við Samtök atvinnulífs- ins um að fresta verkföllum um sex daga. Í til- kynningu Starfsgreinasambandsins sagði að ljóst væri að viðræður væru hafnar af fullum þunga og því væri það mat samninganefndar- innar að gefa tíma til að reyna til þrautar að ná samningum. Fram kom að kröfugerð Starfs- greinasambandsins væri sem fyrr grundvöllur áframhaldandi viðræðna en líklegt má telja að samningar sambandsins og Samtaka atvinnu- lífsins fari í svipaðan farveg og samningur- inn við hin stóru stéttarfélögin. Meginkrafa Starfsgreinasambandsins var að ná 300 þús- und króna lágmarkslaunum innan samnings- tímans – líkt og fyrir liggur í samningi hinna. Óþolandi ástand er hins vegar að skapast þegar litið er til hins þáttar vinnumarkaðar- ins, það er að segja hins opinbera. Nokkrar stéttir BHM hafa verið í verkfalli í nær tvo mánuði, meðal annarra stéttir í heilbrigðis- kerfinu. Í vikunni bættust hjúkrunarfræðing- ar í verkfallshópinn og gerbreyttu stöðunni. Verkfall lækna á liðnum vetri, heilbrigðisstétta innan BHM undanfarnar vikur og nú hjúkr- unarfræðinga hafa sett heilbrigðiskerfið úr skorðum. Ástandinu á Landspítalanum er lýst með þeim hætti að nú sé þar aðeins sinnt lífs- bjargandi þjónustu. Loka hefur þurft deildum og senda sjúklinga heim. Læknaráð spítalans segir ástandið fordæmalaust og áhrif verkfall- anna á sjúkrahúsið séu gríðarleg. Óásættan- leg töf hafi orðið á öllum þáttum í meðhöndl- un sjúklinga og uppsafnaður verkefnalisti sé langur. Landlæknir gengur enn lengra og segir verkfall hjúkrunarfræðinga ofan á önn- ur verkföll í heilbrigðiskerfinu stofna lífi og heilsu sjúklinga í hættu. Ekkert heilbrigðis- kerfi þoli svona ástand. Í þeirri stöðu sem við erum nú sér land- læknir ekki fram á það að öryggi sjúklinga verði tryggt. Við slíkt ástand verður ekki unað. Ábyrgð deiluaðila er því þung. Líf og heilsa fólks vegur þyngra en rétturinn til þess að leggja niður störf í kjarabaráttu. Því hljóta menn að greiða úr þessari flækju áður en hún verður óleysanleg. Landlæknir segir að ein- ungis Alþingi geti greitt úr deilunni ef ekki semst í kjaradeilunni. Leið lagasetningar er hins vegar neyðarúrræði sem varla er í þágu deilenda. Þeir hljóta því að hysja upp um sig buxurnar og leysa heilbrigðiskerfið úr her- kvínni – og sama gildir um aðrar stéttir BHM sem vikum saman hafa verið í verkfalli. Greiða þarf úr sérmálum hverrar stéttar en fyrir ligg- ur að heildarkjaralínur hafa verið lagðar. Almennur og opinber vinnumarkaður Meginlínur hafa verið lagðar Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS FamilyCamp er íslenskur tjaldvagn sem er hannaður og smíðaður til að standast íslenskar aðstæður. Kassinn á FamilyCamp er smíðaður úr trefjaplasti með 15 mm einangrun í hliðum og 10 mm í loki. Undir rúmi er geymsla og hægt er að lyfta rúmbotni upp til að komast í hana en geymslan virkar einnig sem einangrun undir rúmi. Seglið er saumað úr 100% bómull sem gerir FamilyCamp einstaklega hlýjan og notalegan. FamilyCamp er með svefnpláss fyrir fjóra í tveimur herbergjum. FamilyCamp er léttur aðeins 310 kg. en með burðargetu upp á 240 kg. hann er á galvaniseraðri grind með AL-KO flexitorum og 13” felgum. Það tekur ekki nema örfáar mínútur að reisa vagninn og setja upp fortjaldið. Verð kr. 1.470.000,- með fortjaldi. ALICANTE f rá Tímabil: júní, september og október 10.999 kr.* AFMÆLISTILBOÐ - TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI! * Aðeins bókanlegt á wowair.is. Verð miðast við flug aðra leið ásamt sköttum & gjöldum. 5 kg handfarangur innifalinn. BILLUND f rá Tímabil: júní 7.999 kr. AFMÆLISTILBOÐ - TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI! * Aðeins bókanlegt á wowair.is. Verð miðast við flug aðra leið ásamt sköttum & gjöldum. 5 kg handfarangur innifalinn. * 10 viðhorf Helgin 29.-31. maí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.