Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 12

Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 12
11 kg2 kg 5 kg 10 kg Smellugas er einfalt, öruggt og þægilegt! Gas fyrir grillið, útileguna og heimilið Vinur við veginn É g byrjaði ung að læra á fiðlu og tónlist hefur alltaf verið hluti af mínu lífi,“ segir tón- listarkonan Ingibjörg Friðriksdótt- ir sem hlaut á dögunum Fulbright styrk til að stunda framhaldsnám í tilrauna-tónsmíðum við Mills-Col- lage í San Fransisco. Auk þess að læra á fiðlu hefur Ingibjörg alltaf verið í kór og stundað söngnám meðfram námi og tók burtfararpróf frá Söngskól- anum í Reykjavík á sama tíma og hún lauk stúdentsprófi frá Verzl- unarskólanum. „Í gagnfræðaskóla fór áhuginn á klassískri tónlist að minnka og þá færði ég mig yfir á djass- og rokkbrautina í FÍH. Ég var alltaf á fullu bæði í skólanum, söngnum og á fiðlunni en þegar ég byrjaði í Versló þurfti ég að minnka aðeins við mig svo ég gæti líka tekið einhvern þátt í félags- lífinu. En svo lenti mamma mín í hestaslysi þegar ég var á öðru ári og eftir það breyttist allt,“ segir Ingibjörg. Fullfær um að gera alla hluti sjálf Ingibjörg Friðriksdóttir hefur starfað við tónlist síðan hún útskrifaðist úr tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands fyrir tveimur árum en hún hlaut nýverið Fulbright styrk til að stunda framhaldsnám í til- rauna-tónsmíðum. Ingibjörg hefur reynt margt um ævina þrátt fyrir frekar ungan aldur. Hún hefur ferðast um tvær heimsálfur, hannað fatalínu og rekið hótel auk þess að gera tilraunir með tónlist og koma fram sem djasssöng- kona. Aðeins 18 ára gamalli tókst henni að fjármagna tækjakaup fyrir Grensás, endurhæfingardeild Land- spítalans, þar sem móðir hennar dvaldist áður en hún lést eftir alvarlegt slys. fór í endurhæfingu. Þar var hún í eitt og hálft ár eða þar til hún lést árið 2008. Mamma var dómstjóri í Héraðsdómi Reykjaness þegar hún lenti í slysinu og var fyrsta konan til að gegna því embætti á Íslandi,“ segir Ingibjörg stolt. „En hún var líka mikil listakona. Eftir að hún lamaðist fór hún að mála með munninum og var fyrsta manneskj- an til að gera það á Íslandi. Vinur hennar og listamaðurinn Derek Mundell hjálpaði mömmu við að ná tækninni og seinna vann hann með Eddu Heiðrúnu Backman en mamma arfleiddi hana að öllu málningadótinu sínu þegar hún dó.“ Safnaði 5 milljónum fyrir Grensás „Mamma var með ótrúlegan vilja- styrk sem smitaði alla í kringum hana, líka mig og ég held að það hafi verið hennar kraftur sem gaf mér kraft til að standa ein að risa- stórri fjáröflun þegar ég var bara 18 ára. Ég sé núna eftir á hversu galið þetta var. Ég hafði verið að hanna og sauma frá því ég var lítil og ég ákvað að hanna fatalínu og selja svo fötin til að ná að safna fyrir tæki sem hjálpar lömuðu fólki við endur- hæfingu. Ég var í raun bara að leita eftir öllum mögulegum leiðum sem gætu aðstoðað mömmu við endur- hæfinguna og auðvitað annað fólk í leiðinni. Ég var daglegur gestur hjá mömmu á meðan hún var á Grens- ásdeildinni og það eru algjör for- réttindi að hafa fengið að kynnast starfseminni þar og mig langar að nota tækifærið hér og benda á tón- leikana á laugardaginn í Háskóla- bíói sem eru til styrktar deildinni,“ segir Ingibjörg sem skipulagði ein síns liðs tískusýningu í Saltfélag- inu og var með uppboð á Myspace og náði á endanum að safna þeim 5 milljónum sem þurfti til að kaupa tækið. „Þetta var nú allt mikið til mömmu að þakka því hún gaf mér eitt besta veganesti sem hægt er að fara út í lífið með. Hún kenndi mér að bíða aldrei eftir því að aðrir geri hlutina fyrir þig. Þú ert fullfær um að gera hlutina sjálf.“ Fann sína leið í Asíu „Tíu dögum eftir sýninguna dó mamma og það var mikið áfall. Við bjuggumst aldrei við því að hún myndi fara því Grensás er auð- vitað endurhæfingarstöð þar sem maður býst við að sjá framfarir,“ segir Ingibjörg sem hélt áfram í skólanum eftir áfallið. Það var ekki fyrr en eftir útskrift úr Verzlunar- skólanum og Tónlistarskólanum sem hún ákvað að taka sér frí og ferðast til Asíu með vinkonum sínum. „Ég tók líka að mér ýmis sauma- verkefni með náminu en fékk samt fljótlega leið á þeirri vinnu þar sem að ég var saumakona að framkvæma hugmyndir annarra, en ekki hönnuðurinn. Þess vegna hætti ég því og í dag sauma ég að- allega á sjálfa mig. Eftir ferðalagið til Asíu vissi ég að mig langaði í meira tónlistarnám því ég hef alltaf haft brennandi áhuga á tónlist en mig langaði ekki að halda áfram í klassísku söngnámi. Ég vissi líka eftir alla þessa reynslu með tísku- sýninguna að fyrir mig er mikil- vægt að fá að skapa sjálf svo ég endaði með að sækja um í Listahá- skólanum.“ Með sjötíu bolta á lofti í einu Ingibjörg ákvað að fara á nýmiðla- braut, auk almennu brautarinnar, og halda áfram í söngnáminu líka. Hún segir Listaháskólann hafa opnað sér nýjar víddir og kennar- ana þar veitt sér mikinn innblástur. „Ég kynntist þarna alveg nýrri teg- und af tónlist og kennarinn minn á síðasta ári, Jesper Pedersen, hafði mikil áhrif á mig. Hann kom mér inn í „Fengjastrút“ sem er hópur tónskálda sem flytur verk sem krefjast óhefðbundinnar túlkunar. Við höfum meðal annars tekið þátt í „Tectonics“ og „Jaðarber“,“ segir Ingibjörg sem hellti sér út í ýmis verkefni fljótlega eftir útskrift og hefur verið virk í sköpun og tón- leikahaldi síðan auk þess að hafa gengið í hin ýmsu störf á hótelum föður síns, þar á meðal verið hótel- stjóri á Hótel Hálandi. Hún hefur sungið mikið með djasslistamönnum, samið tónlist fyrir stuttmyndir auk þess að hafa tekið þátt í „Myrkum músík- dögum“ og fengið mikið lof fyrir, meðal annars hjá tónlistargagn- rýnanda The Times. „Það eru allskonar misjöfn verkefni í gangi hjá mér og ég held að leiðin til að geta starfað sem tónlistarmaður sé að vera með sjötíu bolta á lofti í einu.“ Komst inn í fimm skóla „Það sem ég hef mikinn áhuga á, og það sem ég fjallaði um í útskriftarverkinu mínu, eru tækifæri og takmarkanir virkrar nótnaskriftar (animated notation) en það er öll nótnaskrift sem er varpað á skjá, oft keyrð af tölvu- forriti. Þetta er í raun ný tegund af nótnaskrift og það sem heillar mig er hvaða nýju möguleikar geta skapast við að nota tækni í tónlist,“ segir Ingibjörg sem fer öll á flug þegar hún ræðir um þessi mál. Tónlistin er augljóslega ekki bara vinnan hennar heldur miklu frekar ástríða og kannski ekki skrítið að henni hafi verið úthlutað Fulbright styrk til að nema þessi tengsl tónlistar og tækni frekar í Bandaríkjunum. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir þennan styrk og það kom mér skemmtilega á óvart að vera valin, að nefndin hafi ákveðið að styrkja mig í framhaldsnám í tilraunatónlist, því það er alls ekki allra og kannski fáir partur af þeim heimi. Ég sótti um í fimm skólum og komst inn í alla en valdi þennan í San Fransisco því ég er mjög spennt fyrir honum en svo er ég líka viss um að San Fransisco sé góður staður. Ég tók mér smá frí eftir útskrift- ina fyrir tveimur árum og ferðaðist um Suður-Ameríku og heillaðist af menningunni þar. Ég held það verði gott að vera í Kaliforníu því hún er nálægt Mexíko sem ég stefni á að heimsækja. Svo er borgin mjög evrópsk og örugglega full af spennandi tækifærum.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ingibjörg Friðriksdóttir í stúdíóinu sínu, sem hún smíðaði sjálf. Ingibjörg fékk nýlega Fulbright styrk til að nema tilraunatónlist í San Fransisco. Hún flytur út í haust og bíður spennt nýrra ævintýra. Slysið sem breytti öllu Móðir Ingibjargar hét Ólöf Péturs- dóttir en faðir hennar er Friðrik Pálsson, oft kenndur við Hótel Rangá. Ingibjörg segir fjölskylduna hafa verið mjög samrýmda. „Við höfðum verið í hestunum síðan ég man eftir mér og við, mamma, pabbi og ég, vorum í útreiðartúr þegar hesturinn hennar mömmu hnaut og hún datt af baki með þeim afleiðingum að hún hálsbrotnaði. Hún lamaðist fyrir neðan háls og var lögð inn á Grensás þar sem hún 12 viðtal Helgin 29.-31. maí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.