Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Page 20

Fréttatíminn - 29.05.2015, Page 20
Strákarnir í Rythmatik tóku upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ á dögunum og fyrsta lagið frá þeim upptökum fer í spilun í næstu viku. Frá vinstri eru Eggert, Hrafnkell, Pétur og Valgeir. Ljósmynd/Hari Flytja í bæinn þegar sauðburði lýkur Strákarnir í hljómsveitinni Rythmatik sigruðu í Músík- tilraunum í vor og senda á næstu dögum frá sér fyrsta lag sitt. Þeir hafa ákveð- ið að flytja frá 300 manna sjávarþorpi fyrir vestan og til höfuðborgarinnar til að einbeita sér að framgangi hljómsveitarinnar. Með- limir sveitarinnar fengu gott tónlistaruppeldi – ekki síst vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem veitti þeim ómetanleg tækifæri til að koma fram. V ið vildum ekki enda eins og flestar vestfirskar hljómsveitir, þegar einn flytur suður grefur það svolítið undan bandinu og þetta fellur um sjálft sig. Við ákváðum því að fara allir suður og láta á þetta reyna,“ segir Valgeir Skorri Vernharðsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Rythmatik sem sigraði í Músíktil- raunum í vor. Fyrsta lag sveitar- innar kemur út í næstu viku og mikið tónleikahald er fyrirhugað. Bestu vinir frá því þeir voru með bleiur Auk Valgeirs skipa sveitina Hrafnkell Hugi, bróðir hans, sem spilar á gítar, Pétur Óli Þorvalds- son bassaleikari og Eggert Niels- son gítarleikari. Þeir eru á bilinu 18-21 árs og hafa verið búsettir á Suðureyri. Nú hafa þeir hins vegar ákveðið að venda kvæði sínu í kross og flytjast til Reykjavíkur. „Við verðum að nýta þetta ár sem við berum titilinn, hamra járnið meðan það er heitt,“ segja þeir bræður. Þeir lýsa strákunum í bandinu sem nánum vinum. Valgeir segir til að mynda að þeir Pétur séu búnir að vera bestu vinir frá því þeir voru með bleiur. „Það er gam- an að vera í bandi þegar allir eru nánir vinir. Við erum heldur ekki í öðrum hljómsveitum, við leggjum bara allt í þetta band og það hefur gengið ágætlega hingað til. Við vonum bara það besta.“ Og nú er komið að því að taka næsta skref. Yfirgefa 300 manna fiskibæinn og flytja suður. Valgeir og Hrafnkell hafa verið að vinna í bókabúð að undanförnu en Pétur hefur verið í sauðburði. Eggert hefur verið í skóla og meðal ann- ars starfað sem kokkur. Eggert og Pétur fá inni í íbúð sem foreldrar Eggerts eiga í Reykjavík en bræðurnir munu búa í sitt hvoru lagi hjá systkinum mömmu þeirra. Valgeir segir að þeir ætli sér að fara í skóla í haust meðfram hljómsveitarstússinu. „Það er sniðugt að nota tækifærið. Við erum bara með báða fæturna á jörðinni enda veit maður aldrei hvað gerist næst.“ Þeir félagar heimsóttu höfuð- borgina á dögunum, tróðu upp á tónleikum með Diktu og skelltu sér svo í hljóðverið Sundlaugina til að taka upp. Hljóðverstímarnir voru sigurlaunin í Músíktilraunum og þeir fengu Axel „Flex“ Árnason til að taka upp. Útkoman var sex lög á fjórum dögum og stefnt er að því að fyrsta lagið fari í spilun eftir um viku. „Það verður sumar- smellurinn í ár. Planið er svo að gefa þetta allt út með haustinu,“ segja þeir. Auk þess er þegar búið að bóka Rythmatik á tónlistarhá- tíðarnar ATP og Airwaves. Þá fara strákarnir tvisvar út í sumar til að spila. Komu pabba aftur á kortið Valgeir og Hrafnkell eru synir Vernharðs Jósefssonar hljóðmanns sem á árum áður var í hljómsveitum á borð við Geirfuglana og Miðnes. „Við höfum aðeins verið að stríða honum að hann sé aftur farinn að skipta máli eftir sigur okkar í Músíktilraunum. Hann er stundum nefndur í útvarpinu og Óli Palli spil- aði lag með honum um daginn. Við grínumst með að við séum að koma honum á kortið,“ segja þeir bræður í léttum tón. „Það þekkja hann auð- vitað allir í bransanum, annað hvort sem hljóðmann fyrir vestan eða þá í gegnum þetta hljómsveitastúss. En hann fær dálítið að lifa í gegnum okkur núna.“ Þeir viðurkenna fúslega að hafa fengið gott tónlistaruppeldi frá pabba gamla. „Já, þetta efni sem við erum að spila er mikið úr plötuskápnum hans pabba. Það er ekki hægt að segja annað. Eggert kemur líka úr tónlistarfjölskyldu, foreldrar hans spila og eiga ógrynni af plötum. Það er ekki alveg sama með Pétur, ég hef verið Pétri í nokkrum böndum og það er alltaf ég sem dreg hann inn í böndin. Við stofnuðum fyrstu hljómsveitina þegar við vorum 12 eða 13 ára og það var ákveðið að hann væri með án þess að honum væri sagt það. Svo þegar honum var sagt að mæta á æfingu þá mætti hann bara út á fótboltavöll. Honum hefur alltaf verið sagt að hann eigi að vera með í böndunum en ég held nú reyndar að hann hafi fengið áhuga á þessu smám saman,“ segir Valgeir. Frábær tækifæri á Aldrei fór ég suður Þegar talað er um tónlistarupp- eldið fyrir vestan er erfitt að horfa framhjá þætti tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem haldin hefur verið síðasta áratug og rúm- lega það. Ef ekki væri fyrir hátíðina væru fá tækifæri fyrir unga tón- listarmenn til að koma fram. „Ég og Pétur vorum 14 ára þegar við spiluðum fyrst. Það var árið 2009 með unglingahljómsveitinni Brot og Pétur telur þetta ennþá vera hápunkt ferilsins. Þetta var rapp- rokk-grúppa í anda Rage Against the Machine. Eitthvað svona „fokk the police“,“ segir Valgeir. Hann segir að síðan hafi stefnan alltaf verið sett á að fá að spila á há- tíðinni. „Það var alltaf stefnan, að reyna að komast að. Það var upp- skeran á hverju einasta ári, stóra mómentið. Af því það er ekki mikið annað tónlistartengt í gangi.“ Voruð þið ekki álitnir skrítnir þarna á Suðureyri, hljómsveitar- strákarnir? „Nei, nei. Þetta er orðið hálfgerð listamannakommúna. Víkingur Kristjánsson leikari býr þarna núna og leiklistarhátíðin Act Alone er alltaf haldin þarna. Þetta hefur breyst mikið á síðustu árum, nú er meira að segja komið kaffihús fyrir 101-liðið sem mætir í bæinn. Það getur fengið latté og eitthvað með því,“ segir Valgeir. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is 20 viðtal Helgin 29.-31. maí 2015 Að lifa í jafnvægi Holl fæða hjálpar okkur að skapa stöðugleika í líkamanum og lífinu. ABT vörurnar fást í handhægum og þægilegum umbúðum og henta vel sem morgunverður eða millimál.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.