Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 29.05.2015, Blaðsíða 22
A ron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði tók á móti blaðamanni með soninn Óli- ver Breka, sem fæddist fyrir tveim- ur mánuðum, á flúruðum arminum á heimili tengdaforeldra sinna á Álftanesi. Aron og unnusta hans, Kristbjörg Jónasdóttir, hafa verið saman í um tvö ár og búa saman í Cardiff, höfuðborg Wales, þar sem Aron spilar með heimaliðinu. Við setjumst niður og Aron svæfir son- inn á arminum á meðan við tölum saman. Hann er greinilega mjög ánægður með hlutskipti sitt í þess- um aðstæðum. Aron er búinn að vera í fríi síðan 2. maí þar sem Cardiff náði ekki að komast í umspil um sæti í ensku úr- valsdeildinni á næstu leiktíð. Hann hefur verið mikið til heima á Íslandi síðan og æfir með Breiðabliki þang- að til landsliðið hittist í byrjun júní og hefur undirbúninginn fyrir leik- inn gegn Tékkum, þann 12. júní, af alvöru. Vanur barnastússi „Við ætluðum okkur upp, og vorum með háleit markmið,“ segir Aron. „En einhvern veginn klikkaði þetta, eins og gengur og gerist. Sem er ekki óalgengt hjá liðum sem eru nýkomin niður úr úrvalsdeildinni,“ segir hann. „Þetta er erfið deild og mikil keyrsla. Hún er erfiðari lík- amlega en úrvalsdeildin þó þar séu meiri gæði. Það er best í heimi að koma heim til Íslands eftir svona langt tímabil eins og er í þessari deild,“ segir Aron sem spilaði nán- ast alla leiki Cardiff á tímabilinu. „Sérstaklega þegar maður er kom- inn með svona lítinn prins eins og þennan,“ segir hann og horfir aðdá- unaraugum á frumburðinn í fang- inu.“ Hvernig gengur föðurhlutverkið? „Bara mjög vel. Ég er nokkuð vanur því að passa þar sem ég á 12 frændsystkini og systur mínar voru alltaf mjög duglegar við það að fá mig til þess að passa börn í gamla daga, svo ég fór ekki alveg í djúpu laugina,“ segir Aron. „Þetta gengur bara vel og hann er mjög góður og lítið hægt að kvarta. Það er samt svolítið spes að vera allt í einu kom- inn með eitthvað líf í hendurnar sem maður þarf að bera ábyrgð á,“ segir hann. „Þetta er mitt blóð og maður hefur kannski aðeins meiri þolinmæði fyrir sínu eigin en ann- arra. Ég viðurkenni það að ég lít á lífið öðrum augum, sem er jákvætt. Kristbjörg hefur líka staðið sig eins og hetja í þessu hlutverki og það er eins og hún hafi aldrei gert neitt annað,“ segir Aron en þau kynntust í gegnum sameiginlega vini. Þriggja ára samningur við Cardiff Aron var að klára sitt fjórða tímabil með Cardiff og þegar viðtalið var tekið var verið að leggja lokahönd á nýjan samning við hann sem tryggir hann í herbúðum félagsins næstu þrjú ár. Hann segir mikla stemningu í félaginu og klúbbinn vera af sömu stærðargráðu og margir klúbbar í ensku úrvalsdeildinni. „Ég fíla mig mjög vel í Cardiff og við erum búin að kaupa hús þarna og líður mjög vel,“ segir Aron. „Nýr samningur er á lokastigi og þetta er í fyrsta sinn sem ég segi frá því í fjölmiðlum. Það er þriggja ára samningur og ég er mjög ánægður með hann,“ segir hann. „Þjálfarinn er búinn að spila mér í öllum leikjum síðan hann tók við sem er virkilega jákvætt fyrir mig og landsliðið,“ segir hann en þjálfari Cardiff, Russell Slade, tók við af Ole Gunnar Solskjær í októ- ber á síðasta ári. Þetta var ekki alveg að ganga upp hjá Solskjær, eða hvað? „Nei, það var erfitt fyrir hann að taka við af McKay sem var elskaður í Cardiff,“ segir Aron. „Erfitt að taka við klúbbi sem er nýkominn upp í úrvalsdeildina og fullt af nýjum leik- mönnum að koma. Mikið fjaðrafok var í kringum eigandann og svona eitt og annað sem gerði honum erf- itt fyrir,“ segir Aron. „Að fá svo nýj- an þjálfara eins og Slade sem hefur mikla trú á manni er gífurlega gott fyrir sjálfstraustið og mér líður vel. Ég var að spila mjög vel undir lok tímabilsins og var hundfúll að það var að klárast, því ég var í topp- standi,“ segir Aron. „Cardiff á að vera í úrvalsdeildinni. Félagið hef- ur allt til þess að bera. Stóran völl og góða stuðningsmenn, og það er alltaf takmarkið. Fólk vill sjá Cardiff í sömu deild og Swansea og það er stefnan á næsta tímabili.“ Tékkaleikurinn mikilvægi Íslenska landsliðið spilar nú í júní gríðarlega mikilvægan leik við Tékka á Laugardalsvelli og með hagstæðum úrslitum í þeim leik tekur liðið stórt skref í átt að því að komast á stórmót í fyrsta sinn. Aron hefur því þurft að halda sér í æfingu eftir að tímabilinu lauk á Englandi og æfir með Pepsideildarliði Breiða- bliks hér heima þangað til að lands- liðið hittist. Hann segir að þrátt fyrir að hann finni fyrir gæðamuni á Eng- landi og Íslandi sé mjög gott að hafa lið til þess að æfa með í fríinu. „Mað- ur finnur fyrir mun á tempói,“ segir hann. „Maður keyrir þetta þá aðeins meira upp sjálfur. Ég finn fyrir því að ungir strákar hér heima hafa gott af því, eins og ég. Ég vill sjá sem flesta leikmenn hérna heima fara út og þess vegna legg ég enn meira á mig á þeim æfingum, svo það kom- ist til skila að maður þarf að leggja mikla vinnu á sig til þess að komast í atvinnumennsku,“ segir Aron. „Ég valdi það að æfa með Blikunum því Gulli markmaður er góður félagi og hef alltaf æft þar sem hann er að æfa hverju sinni,“ segir Aron og talar þar um Gunnleif Gunnleifsson, mark- mann Breiðabliks. „Ég er voðalega lítið farinn að hugsa um Tékkaleik- inn en ég finn að þetta er að nálgast og er bara að halda mér í toppstandi Ég er vanur því að taka ábyrgð Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson segir ís- lenska landsliðið í knattspyrnu karla hafa alla þá burði sem til þurfi til að komast á stórmót. Í júní er gríðarlega mikilvægur leikur við Tékka þar sem landsliðið ætlar að taka stórt skref í áttina að takmarki sínu. Aron er nýbakaður faðir og kann hlutverkinu mjög vel. Hann segist hafa lært mikið og þroskast á þeim átta árum sem hann hefur verið í atvinnumennsku og er einn reyndasti leikmaður lands- liðsins þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 26 ára. Framhald á næstu opnu Aron Einar og Kristbjörg með soninn Óliver Breka. Ljósmynd/Hari 22 viðtal Helgin 29.-31. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.