Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 29

Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 29
kostnað vegna matarsóunnar má ætla að meðal-Íslendingurinn hendi mat fyrir um 29 þúsund krónur á ári. Því til viðbótar er sóað og hent mat fyrir um 61 þúsund krónur á ári á hvert mannsbarn við framleiðslu, flutning og sölu á mat; samtals 90 þúsund krónur á íbúa. Það gera rétt tæpa 30 milljarða króna á ári fyrir landsmenn alla. Ef Íslendingum tækist að færa sóunina niður á stig Suðaustur-Asíu þyrfti ekki að fram- leiða, dreifa eða selja matvæli að verðmæti um 17 milljarðar króna. Það jafngildir fasteignamati Hörpu og er nærri því sama upphæð og verðmæti útflutnings járnblendis var í fyrra. Nokkur fjöldi fólks myndi því missa vinnuna ef okkur tækist að hemja sóunina – allavega tímabundið þar til það tæki upp gáfulegri störf en að framleiða mat fyrir ruslatunnurnar. Andleg kreppa mannsins Í síðustu viku skrifaði ég á þessum stað um þá hugmynd að félagslegir og efnahagslegir ágallar samfélags- ins kynnu að vera birtingarmynd einhverskonar skekkju í undir- stöðum þess, sem brenglaði allt sem kæmi þar á ofan. Félagslegt ranglæti, efnahagsleg kreppa og stjórnmálaleg stöðnun væru þannig mismunandi birtingarmyndir and- legrar kreppu. Samfélagið virkaði ekki vegna þess að enginn vissi í raun hver staða hans innan sam- félagsins væri; hvar ábyrgð hans lægi, hverjar skyldur hans væru og hvers hans gæti vænst af öðrum. Samfélagið hefði tapað tilgangi sínum. Það væri ófrjótt. Afrakstur þess ynni í raun gegn hagsmunum fólks; þrátt fyrir mikið erfiði, mikla tæknikunnáttu og víðtæka upp- safnaða þekkingu væru afurðirnar geldar, lífvana, dauðar. Þessi hugmynd er í raun svar við vangaveltum um hvernig á því standi að samfélög, sem virðast hafa allt til alls og getu til að leysa hvern vanda, skuli ekki byggjast upp af réttlæti og kærleika. Hún byggir á þeirri vissu að maðurinn sé í raun góður – alla vega ekki ill- ur. Þótt hann sé syndaselur og spill- ist auðveldlega, þurfi eitthvað til að spilla honum. Hann sé ekki illur að upplagi. Og eins og hann geti spillst af illum aðstæðum þá geti hann líka blómstrað við góðar aðstæður. Andleg kreppa á Íslandi Margur Íslendingurinn hefur dund- að sér við að hugsa eftir þessum brautum eftir Hrun. Af umræðunni að merkja virðast þó flestir leggja mesta áherslu á upplag en minni á uppeldi. Vinsælasta skilgrein- ingin á Hruninu er að þar hafi fáir eðlisvondir menn vélað um örlög fjöldans, sem ekki hafði varann á. Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði á þessum nótum: Stefnan brást ekki heldur mennirnir. Þótt flokkurinn njóti ekki mikils fylgis um þessar mundir virðast flestir Íslendingar sammála flokknum að þessu leyti. Krafa Búsáhaldabyltingarinnar var um nýja ríkisstjórn, nýja stjórn Seðlabankans og nýja stjórn Fjár- málaeftirlitsins – semsé nýtt fólk, en ekki endilega nýja stefnu eða róttækt uppgjör. Búsáhaldabylt- ingin sigraði og byltingarfólkið fékk öllum sínum kröfum fram- fylgt. En líklega eru ekki margir í dag sem telja að uppfylling þessara krafna hafi nokkru breytt. Í öllum grunnatriðum er íslenskt samfélag það sama í dag og fyrir Hrun og það sama og fyrir búsáhaldabylt- inguna. En auðvitað er ekki hægt að ræða hrun samfélaga og and- legar kreppur að baki þeim út frá Hruninu á Íslandi eða afleiðingum þess. Áður en tvær setningar eru sagðar stendur einhver upp og hrópar: Icesave! Næsti ber í borðið og segir: Kvótinn! Og sá þriðji: Ný stjórnarskrá! Við skulum því halda okkur við matinn. Hann er eina umræðu- svæðið sem býður upp á þokkalega friðsamt samtal. Innan hans má ræða áhrif eins menningarsvæðis á næsta, ólíkar afurðir iðnaðar og handverks og meira að segja mikil- vægi náttúruverndar án þess að allt fari úr böndunum. Kannski eru það borðsiðirnir sem halda samræð- um um mat á siðuðum nótum. Það sættir sig enginn við borðfélaga sem hrópar eitthvað um Icesave með fullan munninn. Við skulum því halda okkur við hið augljósa hrun matvælafram- leiðslu, -dreifingar, -sölu og – neyslu. Hvað gekk eiginlega á áður en niðurstaðan varð þessi; að við búum til, dreifum, seljum, kaupum og berum heim næstum því þrisvar sinnum meiri mat en við getum borðað? Af hvers völdum varð kerfið svona firrt? Handabandskeðjan rofnar En áður en ég reyni að svara því vil ég skjóta inn útskýringu á hruni fjármálakerfis Vesturlanda. Þótt hrun fjármálaheimsins hafi komið aftan að flestum er nú almennt viðurkennt að sjá hefði mátt það fyrir. Rætur hrunsins eru taldar liggja í tilflutningi ábyrgðar innan kerfisins. Hinn hefðbundni banki byggði á þekkingu útibús- stjórans á viðskiptavininum. Með árunum byggði hann upp þekkingu á fasteignamarkaði, veikleikum og styrk atvinnulífsins á sínu svæði. Útibússtjórinn þurfti að vera leik- inn í að lesa fólk og þekkja. Hann þurfti að sá í gegnum óraunhæf áform og sjálfsblekkingu en varð líka að geta komið auga á einarðan vilja, þrek og þor. Hefðbundinn bankarekstur var þannig húman- ískt fag; byggði á mannþekkingu og -skilningi. Ofan á þessa þekkingu útibús- stjórans byggðist pýramídi banka- heimsins. Útibússtjórinn lánaði þeim sem hann þekkti, banka- stjórinn útibússtjóranum sem hann treysti og svo áfram upp í stærstu heildsölubankana. Þegar allt var brotið niður byggðust ógnarupp- hæðir fjármálalífsins upp á tröppu- gangi frá gamaldags samskiptum og handabandi fólks sem þekkti til hvers annars og var háð hvert öðru í daglegu lífi. Á síðustu árum síðustu aldar umbreyttist bankakerfið. Þá töldu menn sig hafa fundið formúlur sem gætu reiknað út áhættu svo varla skeikaði eyri. Bankakerfið átti með þessu að losna úr viðjum gamaldags viðskiptahátta sem byggðu á mannlegum samskiptum. Með formúlunum var hægt að taka ákvarðanir um að lána fólki sem enginn þekkti. Útibússtjórar lánuðu samkvæmt krossaprófi og fengu að selja frá sér ábyrgðina til næsta banka, sem aftur gat keypt sér tryggingar gegn tapi á láni til útibúsins. Áhættan var svo kirfi- lega mæld og vegin að hægt var að selja hana og kaupa. Bankastarf- semi var ekki húmanísk lengur. Hún var verkfræði. Að þekkja vandann en ekki leiðina út Allir þekkja afleiðingarnar. Eftir áratug byggðan á þessum formúl- um hrundi bankastarfsemin í heim- inum ekki aðeins til grunna heldur dró hún stærstan hluta efnahags- lífsins með sér í fallinu, atvinnulífið og helstu stofnanir samfélaganna. Nilfisk Gæði og góð þjónusta í 80 ár! 24.300 kr 24.300 kr 35.200 kr 46.900 kr 118.800 kr 82.600 kr 73.800 kr 29.900 kr 19.900 kr Það er meira af mat hent á Vestur- löndum en þyrfti til að brauðfæða alla fátæka og hungraða í veröldinni. Óhóf og sóun Vesturlandabúa er sú náttúru- auðlind sem gjöfulast væri að nýta til að sporna gegn náttúruspjöllum og fátækt. WASHINGTON, D.C. f rá Tímabil: september - desember 14.999 kr.* AFMÆLISTILBOÐ - TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI! * Aðeins bókanlegt á wowair.is. Verð miðast við flug aðra leið ásamt sköttum & gjöldum. 5 kg handfarangur innifalinn. TENERIFE f rá Tímabil: september - desember 12.999 kr.* AFMÆLISTILBOÐ - TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI! * Aðeins bókanlegt á wowair.is. Verð miðast við flug aðra leið ásamt sköttum & gjöldum. 5 kg handfarangur innifalinn. Eftirlitskerfi matsfyrirtækja og fjár- málaeftirlits reyndust gagnslaus. Þau voru hluti kerfisins og gátu því ekki komið auga á ágallana innan þess. Eftirlitsaðilarnir treystu á formúlurnar ekkert síður en bank- arnir og féllu því með þeim. Það magnaða við þessa sögu er sú staðreynd að eftir hrun banka- kerfisins var það endurreist í óbreyttri mynd og sömuleiðis eftir- litskerfin, efnahagslífið, atvinnu- lífið og allar helstu stofnanir sam- félagsins. Ástæðan var náttúrlega sú að þótt fólk hafi komið auga á hversu röng kerfin voru gat það ekki komið auga á hvað ætti að koma í staðinn. Slík staða kallast andleg kreppa. Fólk er þá lokað inn í veröld sem reynist því illa en það ratar ekki út. Það treystir svo á lögmál hins fallna heims að það getur ekki annað en endurbyggt hann að nýju. Í næstu viku langar mig að fjalla um hvernig andleg kreppa birtist í matvælaframleiðslu, -dreifingu, -sölu og –neyslu og hverjar eru hugsanlegar orsakir hennar. Það er nefnilega þannig að handabands- keðjan, sem slitnaði í bankaheim- inum á síðustu árum síðustu aldar, hafði slitnað mörgum áratugum fyrr í matvælaheiminum. Í raun er sá heimur löngu hruninn. Og við höfum lifað í rústum hans lengi. matartíminn 29 Helgin 29.-31. maí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.