Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Side 34

Fréttatíminn - 29.05.2015, Side 34
34 bílar Helgin 29.-31. maí 2015  ReynsluakstuR MeRcedes Benz cla shooting BRake Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð LÁGHITA MIÐSTÖÐVAROFNAR Gæði fara aldrei úr tísku AMSTERDAM f rá Tímabil: september - desember 7.999 kr.* AFMÆLISTILBOÐ - TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI! * Aðeins bókanlegt á wowair.is. Verð miðast við flug aðra leið ásamt sköttum & gjöldum. 5 kg handfarangur innifalinn. Mercedes Benz CLA Shoot- ing Brake er einkar fagur en jafnframt sportlegur. Að keyra hann er hrein unun og hann nánast svífur yfir veginn. Mikil natni er lögð í hvert einasta smáatriði þegar kemur að hönnun þannig að útkoman er sann- kölluð glæsikerra. Lagleg lúxuskerra B enz. Það er bara eitthvað al-veg sérstakt við Benz. Það er jafn sérstakt nú og þegar ég var lítil stelpa. Benz var og er stöðutákn. Nágrannar mínir eru að verða því vanir að ég sé alltaf á glænýjum bílum sem ég er að reynsluaka og þegar ég stóð á hlaðinu hóaði einn nágranninn í mig, gjóaði augunum á Benzinn og spurði áhugasamur hvort ég væri „á þessum“. Hann tók eftir því að bíllinn var ekki einfald- lega hvítur heldur var á honum ein- stakur rjómaglans. Ég bauð honum að líta inn í bílinn enda var ég æst í að hann sæi hvað þetta væri falleg- ur bíll. Klæðningin var hnotubrúnt leður, gamaldags og glæsilegar loft- túður sem setja svip sinn á innrétt- inguna og það þarf ekki meira en að koma við veglegt stýrið til að finna hvað mikið er lagt í öll smáatriði. CLA tilheyrir milliflokki bíla hjá Mercedes Benz því stærðarlega fellur hann á milli A-línunnar og C- línunnar. Raunar stendur CLA fyrir Coupé Light A-class. Hann er fimm dyra og gengur því sem fjölskyldu- bíll – sportlegur og töff fjölskyldu- bíll fyrir litla fjölskyldu. Ég myndi ekki mæla með því að fleiri en tveir sætu aftur í, svona dagsdaglega. Shooting Brake er síðan eilítið öðruvísi en hefðbundinn CLA og er hannaður til að vera hagnýtari og rúmbetri. Þetta nafn kann að vekja athygli en það var upphaflega not- að í byrjun 20. aldar í Englandi yfir farartæki sem rúmuðu veiðigræjur, jafnvel veiðihunda og svo bráðina á heimleiðinni. Í gegnum tíðina hefur síðan þróast nokkuð það sem kallað er „shooting brake“ en alltaf þykja þetta sérlega flottir bílar sem hafa tengsl við breska aðalstétt. Nokkuð langt frá hefðbundnum þýskum eð- albíl, en það er einmitt eðallinn sem tengir þetta allt saman. Til að sverja sig í ætt við nafið er Shooting Brake síðan með 25 lítra stærra farangurs- rými en hefðbundinn CLA. Að keyra þennan bíl er hrein unun og öll hönnun miðar að því að akstursánægjan sé sem best. Gír- stöngin er ekki á hefðbundnum stað heldur er hún við stýrið, þar sem yfirleitt er kveikt á rúðuþurrkunum. Vegna þessa skipti ég óvart um gír þegar byrjað að rigna, fór úr Drive í Neutral, en leiðrétti það strax. Jafn- vel þó bíllinn hafi verið sjálfskiptur og höndin því ekki mikið á gírstöng- inni er þetta þó miklu þægilegra en að hafa gírstöngina á þessum venju- lega stað og eftir daginn var ég hætt að gera ósjálfráðar tilraunir til að skipta um gír þegar það byrjaði eða hætti að rigna. Mercedes Benz CLA Shooting Brake nánast svífur yfir veginn, maður finnur ekki fyrir hraðanum og beygjurnar eru áreynslulausar. Þetta eru þægindi og lúxus alla leið í gegn. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Mercedes Benz CLA Shooting Brake er sérlega fallegur með sportlegt en jafnframt traustvekjandi útlit. Ljósmyndir/Hari Það gæti ekki verið einfaldara að stilla framsætin. Það er gert í hurðinni með því að ýta á þá „hluta“ sætisins sem maður vill færa. Þá er hægt að setja í minnið stillingar fyrir 3 mismunandi aðila. Gírstöngin er ekki á hefðbundum stað milli sætanna heldur við stýrið sem er mun þægilegra. Að innan er bíllinn allur hinn veglegasti, mælaborðið afar smekklegt og lofttúð- urnar sérstaklega elegant í hönnun. Mercedes Benz CLA 200 CDI Shooting Brake dísil 136 hestöfl 3,9-4,2 l/100 í blönduðum akstri 101-111 Co2 g/km Farangursrými 495 -1.354 l 9,9 sek 0-100 km/klst Lengd 4630 mm Breidd 1777 mm Verð frá 5.190.000 kr.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.