Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 29.05.2015, Qupperneq 44
44 heilsa Helgin 29.-31. maí 2015 Kryddjurtir má rækta allt árið um kring innanhúss, en nú er kjörinn tími til ræktunar þar sem daginn er tekinn að lengja. Líflegur kryddjurtagarður í eldhúsglugganum gefur góðan ilm í húsið og einstakt bragð út í matar- gerðina. Kryddjurtir eru hollar og góðar, en hvaða heilsusam- legu áhrif hefur hver og ein kryddjurt? Kryddjurtir sem bæta heilsuna Mynta: Fersk og frískandi. Stuðlar að betri meltingu, losar um stress, getur lagað höfuðverk og minnkað hósta og komið í veg fyrir andfýlu. Steinselja: Meinholl og fjölhæf kryddjurt. Hún inniheldur hlutfalls- lega meira C vítamín en appelsínur og bætir því ónæmiskerfið og styður líkamann í að vinna upp járn úr fæðunni og er því góð við blóðleysi. Steinselja örvar starfsemi nýrna, hjálpar við afeitrun líkamans og róar meltingarveginn. Hún léttir þannig á meltingartruflunum, ristilkrampa og vind- gangi. Basilíka: Ilmar dásamlega og býr yfir mörgum heilsusamleg- um eiginleikum. Basilíka hefur reynst vel gegn ýmsum meltingarkvillum og talið er að jurtin geti dregið úr ógleði. Hún hefur einnig bólgueyð- andi eiginleika og getur reynst vel við bólgusjúk- dómum í þörmum. Basilíka er einnig rík af magnesíum, sem hjálpar við slökun á vöðvum og æðum. Rósmarín: Inniheldur caffeicsýru og rósmar- ínsýru sem báðar stuðla að andoxun og eru auk þess bólgu- eyðandi. Rós- marín er einnig ríkt af e-vítamíni og olíum sem minnka þrengingu öndunarvegarins og geta þannig komið í veg fyrir astma og önnur ofnæmiseinkenni. Olíur eru allra meina bót Olíur er hægt að nota á marga vegu og í svo miklu meira en bara matargerð. Olíur hafa heil- næm áhrif á húðina og hárið og sumar olíur má nýta til að vinna bug á alls konar kvillum. Sumar ilmolíur er jafnvel hægt að nota eins og ilmvatn. Hér lítum við á nokkrar heillandi olíur sem má nota í ýmsum tilgangi. Flestar olíur er hægt að nálgast í heilsuvöruverslunum eða heilsuhillum stórmarkaðanna. E-vítamín olía E-vítamín er mikið notað í snyrtivörur, bæði vegna þess að það er náttúrulegt rotvarnarefni og einnig er það græðandi og mýkjandi fyrir húðina, ásamt því að varna öldrun. Olían hefur þykka áferð og er einstaklega næringarrík. Notkun: Á augun: Berið nokkra dropa af olíunni undir augun og á augnlokin. Á húðina: Berið nokkra dropa af olíunni á húðina og nuddið. E-vítamín olían hefur græðandi áhrif og því er gott að bera hana á ör og húðslit.  Eucalyptus ilmkjarnaolía Lyktin minnir á pipar- myntu, enda er eucalyptus einstaklega frískandi og kælandi olía. Olían er góð fyrir lungun og kinnholur og er einnig bakteríud- repandi. Notkun: Í baðið: Blandið dropum af olíunni út í grunnolíu (t.d. kókosolíu eða ólífuolíu), salt eða mjólk og setjið í baðvatnið. Til innöndunar: Setjið 3-6 dropa í skál af heitu vatni. Setjið svo handklæði yfir höfuðið og andið að ykkur í 5-10 mínútur. Innöndun olíunnar stuðlar að losun stíflunar í nefi.  Argan olía Upprunin frá Marokkó og er talin vera eitt besta geymda fegurðarleyndar- mál marokkóskra kvenna. Olían er rík af E-vítamíni og vatnskennd áferð hennar gerir það að verkum að húðin drekkur hana í sig án þess að fitna. Notkun: Í hárið: Setjið 1-2 dropa í lófann og berið í rakt hár. Einnig er sniðugt að útbúa hármaska með argan olíu, kókosolíu, avocado olíu og öðrum góðum olíum fyrir hárið. Á húðina: Nuddið nokkrum dropum á hreina húð. Talið er að argan olían viðhaldi sýrustigi í húð sem stuðlar að auknu jafnvægi.   Sítrónu ilmkjarnaolía Fersk og upplífgandi en jafnframt slakandi olía sem drepur bakteríur og styrkir ónæmis- og æðakerfið. Notkun: Út í baðvatnið: Setjið 5-10 dropa út í baðvatnið og finndu fyrir slakandi áhrifum olíunnar. Til innöndunar: Setjið 3-6 dropa í skál af heitu vatni. Setjið svo handklæði yfir höfuðið og andið að ykkur í 5-10 mínútur. Sem heimilisilm: Setjið 5-6 dropa í spreybrúsa með vatni. Blandan gefur heimilinu einstaklega ferskan blæ. Bio-tex þvottaefni og blettaeyðir Leikum okkur! KOSTA RÍKA NÁTTÚRUPARADÍS SEM Á EKKI SINN LÍKA 5. - 19. SEPTEMBER Verð kr. 565.940.- Innifalið í verði: Flug, skattar, hotel, allar ferðir, islenskur fararstjóri og aðgangur þar sem við á Ferðaskrifstofan hefur nú hannað í samvinnu við heimamenn sérstaka ferð sem saman-stendur af upplifun af náttúru landsins og dýralífi þess. Auk þess munum við kynnast fólkinu sjálfu sem landið byggir. Ferðin er ætluð brosandi og lifandi fólki sem vill upplifa ævintýri í ótrúlegu umhverfi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.