Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 50

Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 50
50 matur & vín Helgin 29.-31. maí 2015  Bjór Borg Brugghús í samstarf með NørreBro Bryghus Bruggararnir Valgeir Val- geirsson og Árni Long í Borg brugghúsi hafa tekið höndum saman við kollega sína í Nørrebro bryghus um gerð tveggja bjóra. Bjórarnir eru bruggaðir í sitt hvoru brugg- húsinu og sækja nafn sitt til frægasta ósigurs Íslendinga á knattspyrnuvellinum; 14:2 gegn Dönum. Þ etta var mjög góð heimsókn. Við áttum gott spjall um bjór og hvernig við gerum hann. Bruggarar eru nefnilega eins og stór fjölskylda, maður lærir alltaf eitthvað nýtt þegar maður hittir aðra bruggara,“ segir Peter Sonne, bruggmeistari Nørrebro bryghus í Danmörku. Peter og kollegi hans, Emil Ros- endahl, voru hér á landi á dögunum vegna samvinnuverkefnis þeirra og strákanna í Borg brugghúsi. Samstarf brugghúsanna tveggja felst í því að bruggaðir verða tveir bjórar, sá fyrri á Íslandi en hinn í Kaupmannahöfn síðar í sumar. Nöfn bjóranna eru sótt í einn frægasta knattspyrnuleik Íslandssögunnar, stórtap Íslendinga fyrir Dönum árið 1967. Bjórinn sem bruggaður var hér á landi á dögunum kallast 2:14 en sá sem bruggaður verður í Kaup- mannahöfn mun kallast 14:2. Sjaldséðir eru hvítir stoutar Bjórinn sem bruggaður var á okk- ar heimavelli er svokallaður „hvítur stout“ en hinn bjórinn verður dökk- ur stout. „Við hittumst í Kaupmannahöfn um daginn þegar Borgar-strákarnir voru að koma frá Belgíu og töluðum um hvað við myndum gera. Svo vor- um við í sambandi eftir það. Okkur datt í hug að það væri gaman að gera hvítan stout sem myndi samt bragðast eins og dökkur bjór. Þann- ig að ef þú myndir bragða hann með lokuð augun héldirðu að þú værir að drekka hefðbundinn stout en svo kæmi í ljós að hann væri alveg ljós. Svo á dökki bjórinn, sem við ger- um í Danmörku, að bragðast eins,“ segir Peter. Bjórinn er til að mynda kryddaður með kaffi, kakónibbum, móreyktu malti, stjörnuanís og bo- urbon vanillu stöngum. Valgeir Valgeirsson, bruggmeist- ari í Borg brugghúsi, segir að hvítur stout sé ekki algengur í bjórheim- inum. „Það er ekki auðvelt að búa hann til en við vildum auðvitað gera eitthvað sérstakt með þessum gestabruggurum. Það hafði enginn okkar bruggað svona bjór áður,“ segir hann. Valgeir segir jafnframt að í Borg hafi menn gengið lengi með það í maganum að efna til samstarfs við erlend brugghús. „Staðsetning Ís- lands gerir svona lagað hinsvegar frekar erfitt. Það kostar töluvert að fljúga á milli og fá gistingu auk þess að flytja svo vöruna á milli landa. En það er gaman að svona samstarfi.“ Hvenær megum við svo eiga von á að fá að smakka þennan bjór? „Við búumst við því að hvíti sto- ut-inn komi í ÁTVR um mánaða- mótin júní-júlí. Svo getur verið að hann dúkki upp á einhverjum kynn- ingum eða viðburðum fyrir það. En hinn kemur ekki fyrr en í haust, við eigum eftir að fara til Danmerkur og brugga hann í sumar.“ Dæmdu í keppni heimabrugg- ara Peter Sonne lætur vel af dvöl sinni hér á landi og samstarfinu við þá Valgeir og Árna Long í Borg. „Við gátum talað um ástríðuna í bjór- gerð og um nýjar leiðir til að gera spennandi bjóra. Svo gat maður séð fjöll út um gluggann á brugghúsinu. Ég er ekki beint vanur því í Kaup- mannahöfn!“ Peter og Emil kollegi hans voru fengnir til að vera meðal dómara í Brugga með frum- kvöðlum frá Danmörku Að sjálfsögðu var skálað að loknu góðu dagsverki. Emil, Árni, Peter og Valgeir kynntu sér bjóra hvers annars og voru ánægðir með útkomuna. Ljósmyndir/Anna Ellen Douglas Góðir gestir í Borg brugg- húsi. Að neðan eru þeir Peter Sonne og Emil Rosendahl frá Nørrebro bryghus. Í efri röð eru Valgeir Valgeirsson og Árni Long í Borg brugg- húsi. Brugg- húsin hafa tekið höndum saman um gerð tveggja bjóra. Ljós- myndir/Anna Ellen Douglas bjórkeppni Fágunar, félagi áhuga- bruggara á Íslandi. „Það var mjög gaman að smakka góða íslenska heimabruggaða bjóra. Það voru margir hæfileikaríkir þarna, það er enginn vafi á því. Svo var partí eftir á. Það var gaman að kynnast þess- ari senu á Íslandi, ég þekki vel til hennar í Danmörku,“ segir Peter sem kveður þá einnig hafa heimsótt nokkra bari hér og lofar gott bjórúr- val á þeim. Nørrebro bryghus hefur tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverk- efnum með öðrum brugghúsum í gegnum tíðina en áherslurnar hafa ekki verið á þeim að undanförnu. „En nú erum við byrjaðir aftur og vorum til dæmis að gera bjór með Lervig-brugghúsinu í Stafangri. Okkur fannst tilvalið að koma næst hingað í samstarf,“ segir Pet- er. Hann segir þá jafnframt hafa notað ferðina til að kanna jarðveg- inn með að þeirra bjór verði seldur á Íslandi. „Við vonumst til að finna dreif- ingaraðila innan tíðar,“ segir hann. Valgeir í Borg tekur undir það. „Nørrebro er eitt af upphafs brugg- húsunum í þessari kraftbjórsenu í Danmörku sem síðar smitaðist yfir til Íslands. Þeir eru með gæðabjóra sem gaman væri að fá í sölu hér. Bjóráhugafólk þekkir þessa bjóra og ég er viss um að fólk sem hefur verið í námi í Danmörku þekkir þá vel.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Veisluþjónusta að hætti Jóa Fel –allt fyrir útskriftina! Fylltar súkkulaðiskálar Pantanir í síma: 588 8998 Ítalskar snittur 12 eða 8 bita pinnaVeisla

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.