Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Side 56

Fréttatíminn - 29.05.2015, Side 56
 Bítlakrás styrktartónleikar í HáskólaBíói á laugardaginn Hollvinir Grensás halda bítlatónleika Styrktartónleikarnir Bít- lakrás fyrir Grensás fara fram í Háskólabíói á laug- ardaginn. Á tónleikunum verður safnað fyrir Grens- ásdeild Landspítalans. Þar koma fram margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar og á efnis- skránni verða eingöngu flutt lög Bítlanna, með yf- irskriftinni With A Little Help From My Friends, sem á vel við þar sem starfsemi deildarinnar hefur verið rekin að miklu leyti með framlögum hollvina. Allir gefa vinnu sína og rennur ágóði óskipt- ur til Hollvina Grensás- deildar sem um ára- bil hafa aflað fjár fyrir deildina með Eddu Heið- rúnu Backman fremsta í flokki. Í anddyri Háskóla- bíós verður sögusýning og kynnar verða þeir Helgi Pétursson og Bogi Ágústsson. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Björn Thorodd- sen, Ari Jónsson, Eyþór Ingi Gunn- laugsson & Lovísa Fjeldsted, Söng- hópur úr Domus vox, Á bak við eyrað, Hljómsveitin, Ólafía Hrönn, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Þuríð- ur Sigurðardóttir og Örn Gauti Jó- hannsson. Meðleikarar eru Óskar Þormarsson, Ingvar Alfreðsson, Ingi Björn Ingason og Gospelkór Jóns Vídalíns sem sér um raddir. Hljómsveitarstjóri er Davíð Sigur- geirsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 18 á morgun, laugardag, og er miða- sala á www.midi.is og í miðasölu Há- skólabíós. Jóhanna Guðrún kemur fram á Bítla­ krás fyrir Grensás. Þorvaldur Davíð Kristjánsson er meðal leikara í verkinu At sem verður sett á svið í Borgarleikhúsinu næsta vetur. Opinn samlestur fór fram í vikunni. Ljósmynd/Hari  leiklist samleikur fyrir gesti m eð hlutverk í leikritinu At, eftir Mike Bartlett, fara Eysteinn Sigurðarson, Valur Freyr Einarsson, Vala Eiríksdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Á samlestrinum í Borgarleikhúsinu kynntu leikstjóri, leikmynda- og búningahöfundar einnig hugmyndir sínar. Leikritið At fjallar um grimmileg átök á vinnustað. Þrír vinnufélagar bíða eftir mikilvægu starfsvið- tali og við þær aðstæður verður fjandinn laus. Fals og lygi svífa yfir vötnunum og persónurnar leggja sig fram um að atast hver í annarri af grimmilegu miskunnarleysi. Staðan er fullkomlega ótrygg og áhorfendur komast ekki hjá því að sogast inn í keppnina. Höfundur verksins er hinn ungi Mike Bart- lett sem er eitt helsta og afkastamesta leikskáld Breta um þessar mundir. Hann hefur sent frá sér fjöldamörg verk á undanförnum árum og var At frumsýnt fyrir tveimur árum og endursýnt í Yo- ung Vic leikhúsinu í London fyrr á þessu ári þar sem það hlaut frábærar viðtökur og var sýnt fyrir fullu húsi í margar vikur. At hlaut Bresku leik- listarverðlaunin árið 2013 sem besta nýja leikritið. Kristín Eiríksdóttir sér um þýðingu á verkinu og er leikstjórn í höndum leikhússtjórans, Kristínar Eysteinsdóttur. Hallur Ingólfsson sér um tónlist, Þórður Orri Pétursson um lýsingu og Ólafur Örn Thoroddsen um hljóð. Leikmynd og búningar eru í umsjón Gretars Reynissonar. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Opinn samlestur á leikritinu At, eftir Mike Bartlett, fór fram í Borgarleikhúsinu á dögunum. Starfsfólk, listrænir stjórnendur og leikarar komu saman og lásu leikritið upp fyrir gesti og er þetta liður í því að opna leikhúsið og skapa skemmtilegan formála að væntanlegum sýningum. Grimmileg átök í Borgarleikhúsinu DrainLine niðurfallsrennur Tilboð 66.900 Hitastýrð sturtu blöndunar- tæki með höfuð- og handúðara með nuddi. 56 menning Helgin 29.­31. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.