Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 29.05.2015, Qupperneq 56
 Bítlakrás styrktartónleikar í HáskólaBíói á laugardaginn Hollvinir Grensás halda bítlatónleika Styrktartónleikarnir Bít- lakrás fyrir Grensás fara fram í Háskólabíói á laug- ardaginn. Á tónleikunum verður safnað fyrir Grens- ásdeild Landspítalans. Þar koma fram margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar og á efnis- skránni verða eingöngu flutt lög Bítlanna, með yf- irskriftinni With A Little Help From My Friends, sem á vel við þar sem starfsemi deildarinnar hefur verið rekin að miklu leyti með framlögum hollvina. Allir gefa vinnu sína og rennur ágóði óskipt- ur til Hollvina Grensás- deildar sem um ára- bil hafa aflað fjár fyrir deildina með Eddu Heið- rúnu Backman fremsta í flokki. Í anddyri Háskóla- bíós verður sögusýning og kynnar verða þeir Helgi Pétursson og Bogi Ágústsson. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Björn Thorodd- sen, Ari Jónsson, Eyþór Ingi Gunn- laugsson & Lovísa Fjeldsted, Söng- hópur úr Domus vox, Á bak við eyrað, Hljómsveitin, Ólafía Hrönn, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Þuríð- ur Sigurðardóttir og Örn Gauti Jó- hannsson. Meðleikarar eru Óskar Þormarsson, Ingvar Alfreðsson, Ingi Björn Ingason og Gospelkór Jóns Vídalíns sem sér um raddir. Hljómsveitarstjóri er Davíð Sigur- geirsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 18 á morgun, laugardag, og er miða- sala á www.midi.is og í miðasölu Há- skólabíós. Jóhanna Guðrún kemur fram á Bítla­ krás fyrir Grensás. Þorvaldur Davíð Kristjánsson er meðal leikara í verkinu At sem verður sett á svið í Borgarleikhúsinu næsta vetur. Opinn samlestur fór fram í vikunni. Ljósmynd/Hari  leiklist samleikur fyrir gesti m eð hlutverk í leikritinu At, eftir Mike Bartlett, fara Eysteinn Sigurðarson, Valur Freyr Einarsson, Vala Eiríksdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Á samlestrinum í Borgarleikhúsinu kynntu leikstjóri, leikmynda- og búningahöfundar einnig hugmyndir sínar. Leikritið At fjallar um grimmileg átök á vinnustað. Þrír vinnufélagar bíða eftir mikilvægu starfsvið- tali og við þær aðstæður verður fjandinn laus. Fals og lygi svífa yfir vötnunum og persónurnar leggja sig fram um að atast hver í annarri af grimmilegu miskunnarleysi. Staðan er fullkomlega ótrygg og áhorfendur komast ekki hjá því að sogast inn í keppnina. Höfundur verksins er hinn ungi Mike Bart- lett sem er eitt helsta og afkastamesta leikskáld Breta um þessar mundir. Hann hefur sent frá sér fjöldamörg verk á undanförnum árum og var At frumsýnt fyrir tveimur árum og endursýnt í Yo- ung Vic leikhúsinu í London fyrr á þessu ári þar sem það hlaut frábærar viðtökur og var sýnt fyrir fullu húsi í margar vikur. At hlaut Bresku leik- listarverðlaunin árið 2013 sem besta nýja leikritið. Kristín Eiríksdóttir sér um þýðingu á verkinu og er leikstjórn í höndum leikhússtjórans, Kristínar Eysteinsdóttur. Hallur Ingólfsson sér um tónlist, Þórður Orri Pétursson um lýsingu og Ólafur Örn Thoroddsen um hljóð. Leikmynd og búningar eru í umsjón Gretars Reynissonar. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Opinn samlestur á leikritinu At, eftir Mike Bartlett, fór fram í Borgarleikhúsinu á dögunum. Starfsfólk, listrænir stjórnendur og leikarar komu saman og lásu leikritið upp fyrir gesti og er þetta liður í því að opna leikhúsið og skapa skemmtilegan formála að væntanlegum sýningum. Grimmileg átök í Borgarleikhúsinu DrainLine niðurfallsrennur Tilboð 66.900 Hitastýrð sturtu blöndunar- tæki með höfuð- og handúðara með nuddi. 56 menning Helgin 29.­31. maí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.