Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Side 58

Fréttatíminn - 29.05.2015, Side 58
Möguleikhúsið sýnir leikverkið Hávamál tvisvar næstkomandi sunnudag, 31. maí.  Leikhús MöguLeikhúsið Með þrjár sýningar Hávamál í Tjarnarbíói M öguleikhúsið sýnir leik-verkið Hávamál eftir Þór-arin Eldjárn og leikhópinn á Listahátíð í Reykjavík. Leikstjóri er Torkild Lindebjerg frá Danmörku, en hann leikstýrði sýningunni Tveir menn og kassi hjá Möguleikhúsinu, sem tilnefnd var til Grímuverðlauna 2004. Sýningin er unnin í samvinnu við Teater Martin Mutter í Svíþjóð, en þaðan kemur búningahönnuður verksins. Í verkinu kallast hin forna speki Hávamála á við ýmis atriði sem þekkt eru í daglegu lífi samtímans og glím- unni við veruleika hversdagsins. Unglingsstúlka og móðir hennar hafa villst á fjöllum. Þær koma að sérkennilegu tré þar sem þeim birt- ist dularfullur maður er kemur und- arlega fyrir. Er hann kominn til að hjálpa, eða aðeins til að rugla þær í ríminu? Er þetta geðsjúklingur, helg- ur maður, tröll eða jafnvel hinn forni guð, Óðinn? Hann skiptir sífellt um hlutverk, talar öðrum þræði í bundnu máli og misskiljanlegum heilræðum, en áður en yfir lýkur þurfa mæðg- urnar að horfast í augu við sjálfar sig og samskiptin sín á milli. Aðeins verða þrjár sýningar á Hávamálum í Tjarnarbíói. Verkið var frumsýnt á miðvikudaginn en tvær sýningar verða á sunnudaginn, 31. maí, klukkan 16 og 20. Miðaverð kr. 3.500, miðasala á midi.is og midasala@tjarnarbio.is -hf Halldóra Rut, Guðmundur Ingi, Hildur Magnúsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir og Laufey Elíasdóttir skipa RaTaTam. Ljósmynd/Laufey Elíasdóttir  Leikhús Leikhópurinn ratataM Með Leikverk í sMíðuM Viðtöl verða að leikriti Leikhópurinn RaTaTam samanstendur af sex leikurum sem vinna nú að gerð nýs leikrits sem tekur á heimilisofbeldi. Í verkinu mun hópurinn notast við ákveðna leikhúsaðferð sem nefnist Verbatim og hefur ekki verið notuð í miklum mæli hér á landi. Aðferðin byggir á því að leikararnir vinna texta út frá samtölum við þolendur, gerendur og aðstandendur heimilisofbeldis. Halldóra Rut Baldursdóttir, einn leikaranna segir að hópurinn sé um þessar mundir í heimildaöflun, að hitta fólk sem tengist heimilisofbeldi á einn háttinn eða annan og vinna úr viðtölum. Þessi vinna hefur verið í gangi síðan í janúar og enn er fólk að hafa samband sem vill tjá sig um þetta málefni. Verkið verður sýnt á leikárinu 2015-2016 undir leikstjórn Charlotte Bøving. r aTaTam-hópurinn, sem vinnur nú að gerð nýs leik-rits sem tekur á heimilisof- beldi, myndaðist að fullu núna í vor en hugmyndin að viðfangsefninu varð til fyrir nokkrum árum,“ seg- ir Halldóra Rut Baldursdóttir leik- kona. „Svo í vetur kom hún Hildur Magnúsdóttir heim úr leiklistar- námi þar sem hún hafði lært aðferð- ina í sínum skóla og fannst okkur aðferðin henta mjög vel til að koma málefninu og sögum fólksins vel til skila“ segir Halldóra. „Við auglýstum eftir viðmæl- endum í janúar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Við höfum fengið ógrynni af póstum og höfum varla undan við að svara fólki sem er það hugrakkt að deila sögu sinni með leikhópnum,“ segir hún. „Mest eru þetta þolendur og aðstandendur en einnig höfum við talað við gerend- ur sem vilja segja sína sögu,“ segir Halldóra. „Svo vinnum við úr við- tölunum og aðferðin gengur út á það í grunninn að segja sögu við- mælandans með hjálp leikhússins líkt og hann sjálfur stæði á sviðinu. Flestir viðmælendur eru fyrst að opna sig núna þegar þeir sjá að þeir geta sagt almenningi sína sögu, undir nafnleynd, í gegnum leikara og þannig látið rödd sína heyrast og um leið lagt sitt af mörkum í bar- áttunni gegn ofbeldi.” segir Hall- dóra. „Það virðast svo margir þekkja til heimilisofbeldis að það kemur okkur svolítið í opna skjöldu. Þessi tegund ofbeldis spyr ekki um þjóð- félagsstöðu eða kyn, heldur snertir alla. Okkur finnst því mikilvægt að sögurnar fái að heyrast í þeirri von að þær séu öðrum víti til varnaðar og að þær endurtaki sig ekki á öðr- um heimilum.“ RaTaTam mun á næstu dögum hrinda af stað söfnun á Karolina Fund til þess að fjármagna verk- efnið og stefnt er að því að frum- sýna á næsta leikári. „Sumarið fer í það að leggjast yfir þetta, fjármagna verkefnið, taka fleiri viðtöl og vinna úr öllum viðtölunum. Við erum enn að taka á móti sögum og hvetjum fólk áfram til að hafa samband við okkur,“ segir Halldóra Rut Baldurs- dóttir leikkona. Hægt er að hafa samband við RaTaTam á facebooksíðu hópsins undir nafninu RaTaTam eða senda póst á okkarsogur@gmail.com. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ormadagar í Kópavogi Ormadagar, barnamenningarhá- tíð Kópavogsbæjar, hófust á þriðju- daginn en þeim lýkur með hátíð í menningarhúsum bæjarins og í Kópavogskirkju um helgina, 30. og 31. maí. Yfir 2.000 leik- og grunn- skólabörn í Kópavogi hafa heimsótt menningarhús bæjarins í vikunni til að taka þátt í Ormadögum. Þema hátíðarinnar í ár er: Gamalt og nýtt og er áhersla lögð á gamla útileiki og gömul leikföng. Uppskeruhátíð Ormadaga er á morgun, laugardag, en þá verður hægt að fara í blöðrubolta, risa- keilu og aðra leiki á leik- og útivist- arsvæðinu við menningarhúsin. Þar verður einnig flugdrekanámskeið á vegum Bókasafns Kópavogs. Leikfangasýning með gömlu leik- föngum frá Árbæjarsafni verður á annarri og þriðju hæð bókasafns- ins. Ormadögum lýkur á sunnudag með barnamenningarmessu í Kópa- vogskirkju með kór Kársnesskóla og nemendum Tónlistarskóla Kópa- vogs. Nánari upplýsingar og dagskrá helgarinnar er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar. Uppskeruhátíð Ormadaga, barna- menningarhátíðar Kópavogsbæjar, er á morgun, laugardag. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 29/5 kl. 19:00 Fös 5/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 29/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson - síðustu sýningar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00 Síðustu sýningar Hystory (Litla sviðið) Sun 31/5 kl. 20:00 auka. Fim 4/6 kl. 20:00 aukas. Nýtt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur - síðasta sýning Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Lau 30/5 kl. 20:00 Síðusta sýning Shantala Shivalingappa (Stóra sviðið) Þri 2/6 kl. 20:00 Sýning á vegum Listahátíðar í Reykjavík Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl. leikhusid.is FJALLA-EYVINDUR OG HALLA – HHHH – SV, MBL HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Fös 29/5 kl. 19:30 Lokas. Allra síðasta sýning. Svartar fjaðrir (Stóra sviðið) Lau 30/5 kl. 19:30 5.sýn Sun 31/5 kl. 19:30 6.sýn Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 6/6 kl. 14:00 Lau 6/6 kl. 17:00 Sun 7/6 kl. 14:00 Áhugasýning ársins. María Ólafsdóttir leikur Ronju í Þjóðleikhúsinu. Ofsi (Kassinn) Fös 5/6 kl. 19:30 Lau 6/6 kl. 19:30 Aukasýningar komnar í sölu. MagnusMaria (Stóra sviðið) Mið 3/6 kl. 20:00 Ópera um rétt kyn eftir Karólínu Eiríksdóttur. Veitingastofurnar opnar alla daga frá kl. 11 – 17. Aðstaða fyrir fundi og móttökur af ýmsum stærðum. Nánari upplýsingar í síma 511 1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is Gestum og gangandi í Hannesarholti býðst að horfa á stutta heimildarmynd um Hannes Hafstein og uppvaxtarár Reykjavíkurborgar. Myndina eigum við bæði á íslensku og ensku. 58 menning Helgin 29.-31. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.