Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Page 60

Fréttatíminn - 29.05.2015, Page 60
 Í takt við tÍmann nökkvi Fjalar OrrasOn Dreymir enn um að verða atvinnumaður í fótbolta Nökkvi Fjalar Orrason er 21 árs Kjalnesingur sem vakið hefur athygli fyrir fram- göngu sína í sjónvarpsþáttunum Áttunni sem sýndir eru á Mbl.is. Nökkvi fer á allar myndir í bíó því hann kann ekki að dánlóda og klæðist hvítum fötum í ræktinni. Staðalbúnaður Ég er ekki hrifinn af því að kaupa föt sem ég hef séð aðra í og reyni því að finna eitthvað sem enginn annar á. Ég fer samt ekkert út fyrir þægindarammann. Núna er ég voða hrifinn af því að vera í svörtum gallabuxum sem eru hálfgerðar leðurbuxur og svo skyrtu við. Ég hugsa alveg um útlitið og reyni að vera snyrtilegur. Í ræktinni vil ég vera í öllu hvítu, kannski til að vera í stíl við hárið á mér. Hugbúnaður Vinnan er svo mikið áhugamál hjá mér að maður er alltaf að djöflast í henni. En svo finnst mér bara gott að vera með kærustunni eða mínum bestu mönnum. Ég er alveg bíó- sjúkur og fer á allar myndir. Stundum fer ég fjórum sinnum í viku í bíó. Það er kannski af því ég kann ekki að dánlóda. Ég hef aldrei smakkað áfengi og er því rólegur í næturlíf- inu. Ég kíki samt alveg út og fer þá oftast á Austur eða b5. Annars er ég frekar ofvirkur og á erfitt með að sitja kyrr. World Class er eiginlega mitt annað heimili þó ég sé ekkert rosalegur ræktargaur, mér finnst bara gaman að hreyfa mig. Draumurinn var alltaf að verða atvinnumaður í fótbolta og ég held enn fast í þann draum, þó ég sé bara að æfa með Vængjum Júpíters og hafi varla tíma til að mæta á æfingar. Vélbúnaður Ég er alveg heftur þegar kemur að tölvum en ég er símakall og er duglegur á samfélagsmiðlun- um. Ég hef alveg gífurlega gaman af að taka In- stagram-myndir og breyta þeim og hef verið að taka að mér að gera myndirnar hjá félögunum flottar. Ég er tiltölulega nýbyrjaður á Twitter og er ennþá alveg að skíta á mig þar en ég ætla að kynna mér þann miðil betur og verða sniðugri. Aukabúnaður Ég elska að borða og er hálfgerður matar- fíkill. Ég borða líka allt. Eina undantekn- ingin er þegar ég borðaði yfir mig af jóla- matnum fyrir nokkrum árum. Ég gat ekki borðað hamborgarhrygg í tvö ár á eftir. Dags daglega er ég mikið á ferðinni en ég reyni að vera í hollustunni. Ég er mjög hrifinn af Han- anum og er trylltur í vefju á Subway. Upp- áhaldið er samt Hereford, það er eðall. Ég spara peninga með því að vera ekki á djamm- inu og get þá leyft mér fína staði eins og Her- eford í staðinn. Sushi Samba er heldur ekki verra. Ég keypti mér nýjan Toyota Aygo um daginn og hann er gífurlega öflugur. Í sumar ætla ég að fara til Tyrklands með konunni og bróður mínum og kærustunni hans. Planið er að róa sig aðeins niður. Ég ætla meira að segja að kúpla mig alveg út með því að skilja símann eftir heima. Lj ós m yn d/ H ar i  myndlist spessi Í GallerÍ listamönnum l jósmyndarinn Spessi opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí Listamönnum að Skúlagötu 32 á laugardag. Myndirn- ar eru teknar á Fogo Island við Ný- fundnaland á austurströnd Kanada. „Á eyjunni eru ellefu fiskimanna- samfélög innflytjenda frá Bret- landseyjum sem settust þarna að til að veiða fisk þar til þorskstofninn hrundi fyrir um þremur áratugum. Punktar voru málaðir á hurðir fiski- skúranna til að hjálpa sjómanninum að rata rétta leið í morgunmugg- unni, ólæsi var algengt og sjómenn- irnir lögðu öll mið og leiðarlýsingar á minnið. Nú hrærist fólkið í minn- ingum um horfna tíma. Spessi skynjar sársauka þessa fólks betur en flestir aðrir, enda sjálfur fæddur og uppalinn í sjávarbyggð við Norð- ur-Atlantshaf,“ segir Elísabet Gunn- arsdóttir, stofnandi og fyrsti stjórn- andi Fogo Island Arts. „Hann les í umhverfið, skyggnist undir yfirborð ljúfmennsku þar sem erfið lífsbarátta, kúgun og grimm fátækt hefur skilið eftir sig djúp spor. Þetta fólk hefur lifað kynslóð fram af kynslóð í nánum tengslum við náttúruna, líf þess snýst um að verja sig gegn veðrinu, fjölga sér og sækja sér í soðið. Það er einhver frumveikleikastyrkur í kúltúr þessa fólks, einhver frumóþverrafegurð. Þau eru frumlega venjuleg, þau eru náttúran sjálf. Fjölskyldan er þeim allt og allt snýst um mat... og svo er það pósthúsið,“ segir hún enn- fremur. Spessi, eða Sigurþór Hallbjörns- son, er fæddur árið 1956. Hann lagði stund á ljósmyndun við AKI – Akademie voor Beeldende Kunst – í Hollandi og útskrifaðist þaðan 1994. Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum einka- og samsýning- um hér á landi og erlendis meðal annars í Frakklandi, Finnlandi, Sví- þjóð, Belgíu og Bandaríkjunum. Skynjar sársauka fólksins við sjóinn 60 dægurmál Helgin 29.-31. maí 2015 Samiðn - og aðildarfélög KJÓSUM UM VERKFALLSBOÐUN OG STÖNDUM ÞÉTT SAMAN!

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.