Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Page 62

Fréttatíminn - 29.05.2015, Page 62
Reykjavík Tweed Ride hjólreiðaviðburðurinn fer fram í fjórða skiptið í sumar.  Hjólreiðar reykjavík Tweed ride fer fram um Helgina Virðulegar hóphjólreiðar að breskum sið Nóg verður um að vera fyrir hjólafólk í sumar og segja má að hjólreiðasumarið hefjist formlega um helgina þegar hóphjólreiðaviðburðurinn Tweed Ride Reykjavík fram í fjórða skipti. Viðburðurinn er að breskri fyrirmynd, en árið 2009 tóku reiðhjólaáhuga- menn í London sig saman og stóðu fyrir hóphjólreiðum í borginni. Viðburðurinn snýst þó ekki eingöngu um að koma saman og hjóla, heldur klæða þátttakendur sig í klassísk föt og dragtir í anda breskra hefðarmanna og -kvenna. Hjólin eru einnig klassísk og virðuleg borgarhjól. Þegar viðburðurinn var haldinn í fyrsta skipti á Íslandi tóku um það bil 70 manns þátt og hefur þátttakendum farið fjölgandi milli ára. Lagt verður af stað frá Hall- grímskirkju klukkan tvö á laugardag. Hjólað verður um miðbæinn og út í Nauthóls- vík þar sem Satt Restaurant mun bjóða upp á hressingu. Hjólaferðin endar svo á Kex hostel þar sem verðlaunaaf- hending mun fara fram. Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar, Geysir shop og Reiðhjólaverzlunin Berlín munu leggja til verðlaun fyrir best klædda herrann, best klæddu dömuna og flottasta hjólið. Nánari upplýsingar um viðburðinn og skráningu má finna á Facebook síðu Tweed Ride Reykjavík og á heima- síðunni tweedridereykjavik. weebly.com Myndir af húðflúrunum sem í boði voru fyrir rúmum 70 árum.  Húðflúr maTTi á rás 2 gerir Heimildarmyndina „inked in iceland“ 74 ára gamlar húðflúrs- græjur komu í leitirnar Útvarpsmaðurinn Matthías Már Magnússon vinnur þessa dagana að heimildarmynd um sögu húðflúrs á Íslandi. Myndina vinnur hann í samstarfi við Eggert Gunnarsson kvikmyndagerðar- mann og í henni er talað við alla helstu flúrara landsins og leitað verður eftir uppruna listar- innar á landinu. Þegar Matthías fór að grennslast fyrir um málið komst hann að því að hingað til lands komu húðflúrbyssur og blek með bandarískum hermönnum á stríðsárunum. Hann segir íslenska húðflúrsögu ná aftur um 35 ár á pappírum, en með tilkomu þessara tækja vonast hann eftir því að komast í kynni við fólk sem ber eldra íslenskt húðflúr. Matthías Már Magnússon hefur haft áhuga á húðflúri í mörg ár. Ljósmynd/Hari m atthías Már Magnússon, út-varpsmaður á Rás 2, hefur lengi verið áhugamaður um húðflúr og skartar nokkrum sjálfur. Hann vinnur nú að heimildarmynd um sögu húðflúrs á Íslandi og var á dög- unum látinn vita af fjársjóði úr þessari sögu og langar að vita meira um málið. „Hann Össur á Reykjavík Ink sagði mér af gömlum flúrbyssum, nálum, bleki og myndum sem fundust fyrir einhverjum árum,“ segir Matthías. „Þetta fannst í dánarbúi sem antík- verslun hér í bæ komst yfir og þetta er núna í eigu Fjölnis Bragasonar flúr- ara,“ segir hann. „Ég fór að skoða þetta betur og á græjunum er herstimpill með áletruninni Indigo Base Comm- and. Ég gúglaði það og komst að því að það var nafnið á fyrstu bandarísku herdeildinni sem kom hingað til lands árið 1941, svo þetta eru 74 ára gamlar græjur,“ segir Matthías. „Þessi herdeild kom frá Chicago, sem á þessum árum var eins og Amst- erdam Bandaríkjanna og einhverra hluta vegna verður þetta eftir hér á landi. Á myndunum sem fylgdu þessu voru íslensk og bandarísk verð svo að öllum líkindum hefur Íslendingum verið boðið að húðflúra sig hjá banda- rísku hermönnunum, en það er alveg ný vitneskja í íslenskri húðflúrssögu,“ segir Matthías. „Hugmyndin að myndinni er að þræða sögu þessarar listgreinar á Ís- landi. Fyrsti flúrarinn hér á landi var Helgi „Tattoo“, sem byrjaði í kringum 1980, en engar heimildir eru um húð- flúr á Íslandi fyrir þann tíma. Áður fóru sjómenn til Hull eða Grimsby og létu flúra sig, en með þessari vitneskju um þessi gömlu tæki eru allar líkur á því að það hafi einhverjir á árum áður látið á sig flúr frá bandaríska hernum,“ segir Matthías. „Við erum að vinna að þessu og erum á byrjunarstigi myndar- innar og þess vegna viljum við biðla til fólks um að hafa samband við okkur ef það veit eitthvað meira um þetta,“ segir hann. „Það er aldrei að vita nema að þarna úti eigi einhver afa sem skarti 60 eða 70 ára gömlu húðflúri frá banda- ríska hernum,“ segir Matthías Már Magnússon. Heimildarmyndin Inked in Iceland hefur hafið fjáröflun á Karolina Fund og geta áhugasamir lagt verkefninu lið á heimasíðu sjóðsins. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Fleiri listamenn kynntir á Airwaves Airwaves-hátíðin verður haldin í sautjánda sinn dagana 4.-8. nóvember og í vikunni var tilkynnt um fleiri listamenn sem koma fram í ár. Meðal þeirra sem bættust í hópinn eru Sleaford Mods, Árstíðir, Gísli Pálmi, Felicita, Beach House, Battles, Low Roar, QT og Retro Stefson. Miðasala er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves. Matarmarkað- ur á Hlemmi? Dagur B. Eggertsson borgarstjóri galopnar hug- myndina um að matar- markaður verði settur á fót á Hlemmi í vikulegu fréttabréfi sínu í gær. Hug- myndir þessa efnis hafa oft komið fram en nú, þegar Reykjavíkurborg er að taka við rekstri Hlemms og Mjóddar af Strætó, er kannski von til þess að þessi skemmtilega hugmynd geti orðið að veruleika. Á næstunni verður auglýst eftir hugmyndum og rekstraraðilum fyrir Hlemm og Mjódd. Skyrbjór í Skagafirði Forvitnilegur bjór kemur í Vínbúðirnar í dag ef að líkum lætur. Hann kallast Skyr- gosi og er samvinnuverkefni bruggsmiðj- unnar Gæðings í Skagafirði og Evil Twin Brewing og Two Roads Brewing Company. Við gerð bjórsins var meðal annars notuð skyrmysa, skyr, birkireykt sjávar- salt og þari og fjallagrös. Sannarlega forvitnilegt samstarfsverkefni þar á ferð en til þess var stofnað þegar fulltrúar erlendu brugghúsanna sóttu The Annual Icelandic Beer Festival á Kex í lok febrúar. Aðeins verða 500 flöskur til sölu. Lækkun um eina milljón króna Samningur Reykja- víkurborgar við Iceland Airwaves um stuðning borgarinnar við hátíðina var kynntur í hátíðinni. Styrkurinn nemur níu milljónum króna í ár sem er lækkun frá fyrri árum. Síðustu þrjú ár hefur styrkurinn numið tíu milljónum króna á ári. Borgin hefur stutt Iceland Airwaves frá árinu 2000 og nemur stuðningurinn alls 77,5 milljónum króna. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ BOZZ sturtuklefi 80x80cm 41.990 Fást einnig í 90x90cm á kr. 43.990. Einnig eru til rúnnaðir 90x90 klefar á kr. 43.990 Sturtustöng og -brúsa fylgja. GÆÐAVARA Vatnslás og botnventill frá McAlpine seldur sér á kr. 1.290 Guoren-BO Hitastýrt tæki með niðurstút kr.13.990 62 dægurmál Helgin 29.-31. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.