Iðnaðarmál - 01.05.1961, Blaðsíða 9
pilplötujramleibsla
Framhaldsathugun IMSÍ á hugsanl^gri hagnýtingu úrgangstimburs
Eins og lesendum Iðnaöarmála er
kunnugt, hefur Iðnaðarmálastofnun-
in haft með höndum athugun á hugs-
anlegri hagnýtingu úrgangsviðar og
úrgangspappírs. í júní s.l. gaf stofn-
unin út fjölritaða yfirlitsskýrslu um
athuganir sínar á þessu sviði, en Loft-
ur Loftsson verkfræðingur hafði ann-
azt þær.
1 útdrætti, sem birtur er fremst í
skýrslunni, segir svo:
Þessi skýrsla er byggð á framhalds-
athugun IMSÍ á hugsanlegri hagnýt-
ingu úr gangsviðar og/eða pappírs,
sem til fellur hér á landi, en stofnun-
in hefur áður unnið að þessu máli.
Stofnunin hefur nú aflað upplýs-
inga um stofn- og rekstrarkostnað
verksmiðja, sem gætu unnið verð-
miklar vörur úr þessum úrgangi. Að-
allega hefur verið leitazt við að afla
upplýsinga um verksmiðjur, sem
framleitt gætu harðar trefjaplötur og
límdar flísaplötur (spónaplötur) úr
alls konar viðarúrgangi. Aðalvand-
kvæðin á þessari innlendu framleiðslu
eru þau að finna tiltölulega lítil og
tiltölulega ódýr tæki, sem henta hin-
um litla markaði hér, en sams konar
erlendar verksmiðjur eru að jafnaði
mun stærri, enda sniðnar fvrir stærri
markaði og hráefnislindir.
Samkvæmt þessum upplýsingum og
tilboðum eru gerðar nokkrar áætlanir
um rekstrarkostnað við framleiðslu
harðra trefjaplatna og límdra flísa-
platna. Niðurstöður þessara áætlana
sýna, að allgóðar líkur eru fyrir því,
að framleiða megi á samkeppnisfæru
verði slíkar plötur hérlendis, miðað
við núverandi verðlag og að um-
búða-, flutnings- og sölukostnaði }rrði
mjög stillt í hóf, en slíkt mætti líklega
gera, ef framleiðslan yrði staðsett við
aðalmarkaðssvæðið (Reykjavík og
nágrenni), og aðalsalan færi fram
beint úr verksmiðju.
Ekki hefur verið gerð raunhæf
rannsókn á því, hve mikið af úrgangs-
viði fellur til hérlendis, né því, hve
mikils mætti afla til plötuframleiðslu.
Aftur á móti hefur IMSÍ gert laus-
lega áætlun um það magn, sem afla
mætti til vinnslunnar í Reykjavík og
nágrenni. Samkvæmt þessari áælun
eru líkur fyrir því, að nægilegt hrá-
efni mætti fá hér í það magn af harð-
plötum, sem innlendur markaður er
fyrir.
Til þess að gefa lesendum Iðnaðar-
mála nokkra hugmynd um innihald
skýrslunnar er efnisyfirlit hennar birt
í heild hér á eftir:
I. Inngangur.
II. Hráefnið.
A. Viðarúrgangur.
1. Sag, spænir og bútar.
2. Ónýtt mótatimbur.
3. Niðurrif húsa og báta.
4. Umbúðakassar.
5. Urgangstimbur utan af
landi.
6. Annað úrgangstimbur.
7. Grisjuviður, rekaviður og
innfluttur viður.
Samanlagt áætlað magn af
úrgangstimbri.
B. Pappírsúrgangur.
C. Tuskuúrgangur.
III. Innlendar markaðshorfur.
A. Trefjaplötur, harðar og mjúk-
ar.
B. Límdar flísaplötur (spónaplöt-
ur).
C. Þak- eða byggingapappi.
D. Aðrar vörur.
IV. Vinnulýsingar.
A. Trefjaplötur.
Rásteikning.
1. Bútun.
2. Kvörnun.
3. Suða.
4. Kvoðun.
5. Kvoðuhreinsun.
6. Mótun.
7. Kaldpressun.
8. Heitpressun.
9. Hita-, olíu-, rakabað.
10. Kantskurður.
B. Mjúkar einangrunarplötur.
C. Límdar flísaplötur (spónapl.).
D. Ymsar byggingapappavörur.
V. Stofnkostnaður.
A. Trefjaplötur (harðar).
B. Mjúkar trefjaplötur.
C. Límdar plísaplötur.
D. Ýmsar byggingapappavörur.
E. Harðplötu-flísaplötuverk-
smiðja.
VI. Áætlanir um rekstrarkostnað.
A. Harðplötur (CtC).
1. Framleiðslumagn.
2. Hráefnin.
3. Orkan.
4. Vinnuafl.
5. Afskriftir, vextir og viðhald.
6. Rekstrarfé.
7. Ýmis óbeinn rekstrarkostn-
aður.
8. Verð og sala á innfluttum
harðplötum.
a. Áætlaður rekstrarkostnaður
CtC harðplatna. Ársframl.
1600 tonn. 4 vinnuvaktir
(315 d/ári). 80% afköst.
Samanburður kostnaðar-
liða erlendrar harðplötu-
plötuframleiðslu og inn-
lendrar CtC harðplötufram-
leiðslu.
b. Áætlaður rekstrarkostnaður
CtC harðplatna. Ársframl.
1200 tonn. 3 vinnuvaktir.
80% afköst.
c. Áætlaður rekstrarkostnaður
CtC harðplatna. Ársframl.
1200 tonn. 3 vinnuvaktir.
80% afköst. Framleiðsla
Fibrolon platna innifalin.
B. Mjúkar einangrunarplötur.
Framh. á 103. bls.
IÐNAÐ ARMÁL
87