Iðnaðarmál - 01.05.1961, Side 18
benda á þær breytingar á gerð og
srníði, er gerviefnin hafa valdið í á-
kveðnum greinum málmiðnaðarins.
Framtíðarþróun í málmplötuiðnaðin-
um er samt sem áður óviss, þar sem
plastefnin hafa aðeins að nokkru
leyti komið í stað málmanna á því
sviði. Heildarframleiðsla á málm-
plötum hefur ekki orðið fyrir neinum
alvarlegum skakkaföllum af þeim
sökum. Þvert á móti hefur hún aukizt
talsvert, og stafar það eflaust af eftir-
spurn frá hinum hraðvaxandi bifvéla-
iðnaði. Það, sem glatazt hefur á öðr-
um mörkuðum vegna samkeppni
plastefnanna, hefur eftirspurn hifvéla-
iðnaðrins bætt upp, og meira en það.
Samt mundi vera ótímabært að draga
þá ályktun, að málmplötuiðnaðurinn
geti ekki verið í hættu staddur, með-
an sala bifvéla haldi áfram að aukast.
Það er ekki aðeins sennilegt, heldur
fullvíst, að bifreiðaiðnaðurinn mun
hverfa frá málmyfirbyggingum og
taka upp plastyfirbyggingar. Eina ó-
vissan í þessum efnum er sú, hvenær
þessi breyting muni eiga sér stað.
Plastbifreiðir, framleiddar í smáum
stíl, hafa verið á vegum úti árum sam-
an og næstum allir bifreiðaframleið-
endur gera nú tilraunir með plast-
efni. Fyrirtækið DKW-AUTOUNION
vann t. d. alþjóðleg verðlaun í Monza-
kappakstrinum árið 1956 með plast-
yfirbyggðum straumlínubíl.
Plastið sparar mannlegt vinnuafl
Jafnvel þótt engir söluerfiðleikar
væru, gæti þróun plastefnanna haft
ákveðin vandamál í för með sér fyrir
verkamenn. Málmana þarf yfirleitt
að vinna á margvíslegan hátt, en
plastefnin eru fyrst og fremst mótuð
í framleiðsluvörur. Þessi umskipti úr
vinnslu efnanna í mótun brevtir al-
gjörlega eðli starfsins. Framleiðsla á
litlum leikfangaskóflum úr blikki
krefst t. d. ellefu vinnsluathafna fþ.
e. skurður, höggning, snið, málning
o. s. frv.). Með því a ðnota plast-spýti-
mótunarvél (injection moulding ma-
chine) má framleiða 8 slíkar skóflur
á 60 sek. Eftir stuttan þjálfunartíma
getur einn verkamaður stjórnað vél-
inni með því að þrýsta á hnapp. Eftir
60 sek. tekur hann úr vélinni mót með
8 lituðum skóflum. Meðan næsta mót
er í vélinni, aðgreinir hann skóflurnar
átta, sem þá eru tilbúnar til pökkun-
ar. Á svipaðan hátt eru fötur, balar,
skálar og ker framleidd. Með 45—
120 sek. millibili má taka litaða hluti,
allt að 8 kg á þyngd (samsvarar a. m.
k. 24 kg stáls) út úr vélinni, tilbúna
til pökkunar, svo framarlega sem unnt
er að hreinsa þá á staðnum, eins og
oft er þörf.
Stórkostleg framleiðniaukning
Breytingin úr málmvinnslu yfir í
plastmótun gerir kleift að ná gífur-
legri framleiðniaukningu, þ. e. af-
kastaaukningu á hvern starfsmann.
Þetta kemur greinilega fram í rann-
sókn, sem Verkalýðssamband málm-
iðnaðarmanna í Vestur-Þýzkalandi
hefur látið gera á ryksuguframleiðsl-
unni. Áður voru hlutar ryksuguhylk-
isins steyptir úr alúmi, og þegar þeir
komu úr málmsteypunni, þurftu fag-
lærðir menn að hreinsa þá, skafa og
gljáslípa (pólera). Nú eru hlutar þess-
ir gerðir úr plasti með mótunarað-
ferð. í stað hinna faglærðu slípunar-
manna kemur nú kvenfólk í lægsta
launaflokki, sem aðeins þarf að
bregða hnífi á samskeytin. Ef við
segjum, að afköst slípunarmannanna
hafi verið 100, eru afköst kvennanna
— sem vinna án nokkurra véla —
l. 130%.
Verksmiðja, sem framleiðir síma-
tæki, gat tvöfaldað framleiðslu sína á
fáum árum, jafnframt því sem verka-
fólki fækkaði úr 2205 í 1752. Áður
voru hinir margvíslegu innri hlutar
símaáhaldsins gerðir úr ýmsum
málmum. í dag er kassi símaáhaldsins
gerður með þeim hætti, að með því
að beita spýtimótun (injection mould-
ing) má komast af án margra málm-
hlutanna. Við þrjár mismunandi
gerðir símaáhalda var unnt að fækka
hinum höggnu stykkjum úr 301 í 132,
hverfistykkjum (swivel parts) úr 103
í 29 og núningsstykkjum (friction
parts) úr 14 í 1. Spýtimótunum fjölg-
aði aftur aðeins úr 6 í 55. Á þennan
hátt var hægt að draga úr vinnuafl-
inu, ekki aðeins við framleiðslu hlut-
anna, heldur einnig í samsetningar-
verkstæðunum, þrátt fyrir tvöföldun
framleiðslunnar.
Sjálivirk pípuframleiðsla
Spýtimótunin er aðeins ein af mörg-
um plastvinnsluaðferðum. Annað
dæmi er pípuframleiðslan, þar sem
beitt er hinni svonefndu gegnþving-
unaraðferð (extrusion process). Ný-
tízku vél fyrir þessa aðferð þrýstir og
mótar pípurnar stöðugt í þær stærð-
ir, sem óskað er, og kælir þær síðan
með því að leiða þær gegnum vatn.
Því næst er pípunum lyft með vélaút-
búnaði, og eru þær fluttar að söginni,
sem sker þær niður í ákveðnar lengd-
ir og vindur þær upp á sjálfvirkan
hátt, svo að þær eru tilbúnar til af-
hendingar. Aðeins einn maður stjórn-
ar allri vinnslunni og hefur eftirlit
með henni.
Þá er sú aðferð að blása upp hola
hluti, sem einnig er fullkomlega sjálf-
virk. Fyrst framleiðir gegnþvingunar-
þjappan hosustykki, sem látið er í
klofið holmót, meðan það er enn
heitt. Því næst er það mótað til með
þrýstilofti. Á þennan hátt voru um 10
millj. flöskur framleiddar í Vestur-
Þýzkalandi árið 1958. I nýjustu verk-
smiðjunum er jafnvel fullgerðum
flöskunum spýtt beint í umbúðirnar
án nokkurrar frekari meðhöndlunar.
Jafnvel stór ílát eins og stampar og
tunnur, er rúma allt að 100 lítra, eru
blásin þannig á sjálfvirkan hátt með
sömu aðferð.
Þá má nefna lofttæmingaraðferð-
ina, sem er afar hentug fyrir fjölda-
framleiðslu. Plastplötur, 0.2—15 mm
þykkar og allt að 1X2 m að ummáli,
eru hitaðar með infra-rauðum geisl-
um. Hinar mýktu plötur eru síðan
þvingaðar upp á við með loftþrýst-
ingi og mótunum ýtt inn í holrúmið.
Lofttómið veldur því, að plastefnið
sýgur sig við mótin. Þannig er inn-
rétting ísskápanna með hinum marg-
víslegu holrúmum, allt eftir tegund
eða gerð, mótuð með einu al-sjálf-
virku átaki. Aðeins innsetning plast-
plötunnar og fjarlæging hinna full-
gerðu hluta eru enn framkvæmdar
með handafli. Nýlega hafa jafnvel ís-
96
IÐNAÐARMAL