Iðnaðarmál - 01.05.1961, Side 21

Iðnaðarmál - 01.05.1961, Side 21
úr einu stykki, með því að hylj a mis- munandi gerð byggingarefnanna (byggingarstál, steinsteypu o. fl.). Korn, steypuför og aðrar ójöfnur í steinsteypurmi og logsuðusamskeyti í stálinu eru vandlega hulin undir hin- um rjómagula vinyl-hjúpi. Húðin ei vatnsþétt og nægilega sveigj anleg til þess, að þensla og sam- dráttur í sjálfri byggingunni skemmi hana ekki. Hún þolir gufu, sagga og myglu, og snerting við jarðveg skað- ar hana ekki, enda er hún látin ná a. m. k. 15 cm niður fyrir yfirborð jarðvegsins. Samkvæmt upplýsingum frá Union Car- bide International Co. Division of Union Carbide Corp., 270 Park Avenue, New York 17, NY. Símakerfi fyrir hávaðasamt umhverfi Oruggt samtalskerfi er nauðsynlegt fyrir menn, sem vinna á hávaðasöm- um vinustöðum, eins og t. d. í nám- um, einkum í nálægð véla eða færi- banda. Til að uppfylla slíkar þarfir hefur rannsóknarstofnun brezku kola- námanna (The Mining Research Esta- blishment of the National Coal Boardl gert símakerfi, sem nú er komið á markaðinn. Algengt er, að höfð séu allt að 24 símatæki á kerfinu, þar sem það hef- ur verið lagt, og er þeim komið fyrir með vissu millibili á vinnusvæðinu. Hvert tæki hefur bæði hátalara og heyrnartól. Samtal getur farið fram milli hverra tveggja tækja, sem óskað er, og heyrist frá öllum hátölurunum. Auk þess er útbúnaður við hverja stöð til að stöðva eða loka fyrir nær- liggjandi vélar. Kerfi þetta ætti að geta komið að góðu gagni í öðrum iðjuverum, eink- um þar sem margir menn eru að störf- um í nálægð hreyfanlegra véla og í miklum hávaða eða við aðrar trufl- andi aðstæður. Framleiðandi er A. T. & E. (Wigan) Ltd., Wigan, Lancs., Bretlandi. — Ur „Col- liery Guardian", 2. febr. 1961. — DSIR Technical Digest nr. 1316. Gagnsæ hjólsagarhlíf Gagnsæ plasthlíf til notkunar á hjólsagir gera stjórnanda sögunar- tækisins fært að sjá sögunarlínurnar á hlutnum, sem unnið er að, jafn- skjótt og hann nemur við sögunar- hjólið. Með því að veita stjórnandan- um þannig fulla yfirsýn yfir verk- sviðið, er dregið mjög úr þeirri freist- ingu hans að fjarlægja hlífina, ásamt þeirri áhættu, sem því fylgir, að hann skaði fingur sína eða augu. Hlífarn- ar, sem framleiddar eru hjá Brett- Guard Company (Bandaríkjunum), halda verkefninu vel niðri, þétt að sagarblöðunum, og gera starfsmann- inum auðvelt að setja upp sérstök verkefni án þess að nota C-klemmur. Gagnstætt hinum venjulegu hlífum (af ,,rocker“-gerð) hindrar gagnsæja hlífin ekki borðin í að renna vfir plötuna né tefur fyrir starfsmannin- um, þegar saga þarf stór stykki. Hið létta alúmínhylki, sem hlífin er fest við, má flytja til hvaða staðar sem er á plötunni, án þess að nota þurfi til þess verkfæri. U. S. T. 0. Nr. 10393. Plastpokar notaðir við steinsteypubyggingar til að gera göt í steypuna ASferð, sem sparar um 50% í vinnu- launum og auk þess allmikiS efni. Plastpoki, fylltur með rökum sandi, er bundinn upp og festur við þver- bönd með plasthring (PVC — poly- vinylchloride) á þeim stað, þar sem opið á að koma (mynd 1). Eftir að steypan hefur verið lögð og harðnað, er pokinn opnaður og sandurinn fjar- lægður með vatnssprautu eða þrýsti- lofti og pokinn síðan útbúinn fyrir næsta op. Hægt er að nota pokann og hringinn þrisvar sinnum. Það er mikill kostur við þessa að- ferð, að götin verða kringlótt, og er það veigamikið atriði vegna styrk- leika byggingarinnar. Auk þess verð- ur að fjarlægja timburmót fljótlega, eftir að steypt hefur verið, til að forð- ast viðloðun, en plastpokana má skilja eftir, þar til steypan hefur náð IÐNAÐARMAL 99

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.