Iðnaðarmál - 01.05.1961, Side 14

Iðnaðarmál - 01.05.1961, Side 14
Samkeppni milli málma og plastefna Eftir dr. GUNTER FRIEDRICHS, yfirmann viS rannsóknir á kjarnorku og sjálfvirkni hjá VerkalýSssambandi málmiSnaSarmanna (IG Metall), Vestur-Þýzkalandi. Hve víðtæk eru þau áhrif, sem notkun gerviefna hefur haft á fram- leiðslu og notkun hefðbundinna hráefna eins og stáls eða náttúrulegra vefjarþráða, og hvernig er líklegt, að áhrifin verði í framtíðinni? Hefur framleiðsla úr gerviefnum, er leyst hafa hefðbundin hráefni af hólmi, valdið samdrætti og offramleiðslu á vissum sviðum í vefn- aðar- og málmiðnaði? Hefur þeirri offramleiðslu verið mætt með nýjum atvinnumögu- leikum í verksmiðjum, er framleiða gerviefni og vinna úr þeim? Eru líkamlegar og andlegar kröfur hinna „nýju“ starfa hagstæðar í samanburði við kröfur hinna „gömlu“? Hvernig og í hve ríkum mæli hefur neytandinn hagnazt af þessu nýja fyrirbrigði tækniframfaranna? í þessu hefti verða þessar spurningar ræddar með tilliti til málma og plastefna, en í næsta hefti verður fjallað um hráefni til vefjariðn- aðar og samkeppni milli vefjarþráða. Plastefnin eru gerviefni. Þau eru framleidd í kemískum verksmiðjum úr kolefni, vetni, súrefni, köfnunar- efni, klóri og flúri (fluor), og fram- leiðsla þeirra hefur aukizt með undra- verðum hraða síðustu árin. A tíma- bilinu frá 1952 til 1959 óx fram- leiðsla plastefna í Vestur-Þýzkalandi úr 171 þús. smálestum upp í 794 þús. smálestir eða um 364%. Á sama tíma- bili óx heildar-iðnaðarframleiðsla í Vestur-Þýzkalandi um aðeins 78.6%. Utþensla plastefnaframleiðslunnar er fjórum og hálfum sinnum meiri en hinn almenni vöxtur iðnaðarins. Til eru margar ólíkar tegundir plast- efna. Mikilvægastar eru acrylic-gler, amino-plast, celluloid, cellulose-ace- tate, gervihorn, phenolic-plast, polya- rnide, polyethylene, polyester, poly- styrene, polyurethane, polyvinylchlo- ride (p.v.c.), styrktar trefjar (vul- canized jihre) og cellofan. Enda þótt heiti þessi láti ókunnuglega í eyrum 92 okkar flestra enn sem komið er, má samt finna hluti úr plasti á svo að segja hverju heimili og í mörgum verksmiðjum í dag. Polyamide er t. d. ekki aðeins notað í sokka (perlon og nælon), heldur einnig í hljóðlausar hurðarlæsingar, hjarir, sem ekki þarf að bera á, óbrjótandi greiður, gervi- flauel og flos, hnífasköft, hlífðar- hjálma, skipsskrúfur og hljóðlaus gangskiptihjól eða legur, sem ekki þarfnast smurningar. Þó að heiti, framleiðsluaðferðir, séreinkenni og notkun hinna einstöku plastefna geti verið með ólíkum hætti, hafa þau næstum öll tvo sam- eiginlega kosti: í fyrsta lagi leysa þau af hólmi í mörgum tilfellum ýmiss konar náttúruleg efni eins og inálma, gler, ull, silki, pappa og papp- ír, gúm, kork og leður, og í öðru lagi má oftast framleiða úr þeim á fljótari og ódýrari hátt en úr hinum náttúr- legu efnum. Þessi tvö meginatriði ættu að verða til þess að fá verka- menn, framleiðendur og hagfræðinga til að hugleiða hið efnahagslega og þjóðfélagslega mikilvægi plastefn- anna. Hverjir íramleiða úr plasteinum? Það er efnaiðnaðurinn, sem býr til plastefnin, og síðan er framleitt úr þeim í þremur mismunandi flokkum: 1. Um 50% af heildarframleiðslu plastefnanna notar efnaiðnaðurinn sjálfur, til framleiðslu á lökkum, málningu, lími og trefjum. 2. Um 20% af plastefnunum fer til plastvöruiðnfyrirtækjanna. Þessi iðn- aður er alveg nýr og hafði um 76 þús- und manns í þjónustu sinni í Vestur- Þýzkalandi í árslok 1959. Hann fram- leiðir aðallega fullunnar vörur fyrir neyzluvörumarkaðinn og mótaða parta, sem hinn hefðbundni iðnaður vinnur síðan frekar úr. 3. Þá eru eftir 30%, sem fara til hins hefðbundna iðnaðar, er fram- leiðir mótaða parta (til framhalds- vinnslu í eigin verksmiðjum) og full- unnar vörur. í þessum verksmiðjum er sama vörutegundin oft framleidd bæði úr plastefnum ogf náttúrulegum efnum. Af hinum hefðbundnu iðnað- argreinum notar rafmagnsiðnaður- inn mest af plastefnum, eða um 12% af heildarframleiðslu plastefna í Vest- ur-Þýzkalandi, og eru þau notuð til einangrunar og í framleiðslu ein- stakra hluta til samsetningar. Plastefni koma í stað 700 þúsund smálesta af stáli Um 800 þúsund smálestir af plast- efnum voru framleiddar í Vestur- Þýzkalandi árið 1959. Þær 400 þús- IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.