Iðnaðarmál - 01.04.1968, Blaðsíða 5

Iðnaðarmál - 01.04.1968, Blaðsíða 5
MEIRA VINNUR VIT EN STRIT 'Gftti Stöðlunarmál ................... 66 Lækkandi eiginfjárhlutfall? — forustugrein.................... 67 Límframleiðsla úr beinum .... 68 Nytsamar nýjungar .. 70 1950 1962 1966 Eigiðfé 33% 23% 19% Listin „að fara á hausinn“ .. .. 72 Lánsfé 67% 77% 81% Rörafrystir .. 74 100% 100% 100% Húsgögn ’68.................. 75 Þegar vinnuþrekið dvín....... 81 Grundvallarreglur burðartækn- 83 Forsíða: Stóll, hannaður af Sveini Kjarval. Ljósm.: Ingimundur Magnússon. Endurprentun háð leyfi útgefanda. Ritstjórn: Sveinn Björnsson (ábyrgðarm.), Þórir Einarsson, Stefán Bjarnason, Hörður Jónsson. Ráðgjafi um íslenzkt mál: Bjami Vilhjálmsson cand. mag. Utgefandi: Iðnaðarmálastofnun Islands, Skipholti 37, Reykjavík. Sími 81533-4. Áskriftarverð kr. 250,00 árg. PRENTSM IÐJAN HÓLAR HF. Iðnaðarmal 15. ARG. 1968 . 4. HEFTI Lækkandi eiginfiárlilutfair? I Noregi hafa nýlega verið birtar niðurstöður athugana á fjáröflunarupp- byggingu fyrirtækja á árunum 1950 til 1966. Eru þær byggðar á ársreikn- ingum um 80 hlutafélaga, sem standa framarlega í iðnaði þess lands. Hundr- aðshlutar eiginfjár og lánsfjár hafa tekið þessum breytingum: Á þessum árum hefur eiginfjárhlutfallið lækkað úr % niður í u. þ. b. % af heildarfjármagni í fyrirtækjunum. Talið er, að í Frakklandi, Þýzkalandi, Svíþjóð og Danmörku sé eiginfjárhlutfallið um 50% og í Stóra-Bretlandi og Bandaríkjunum sé það nokkru hærra eða um 60%. Sú spurning hlýtur að vakna, hversu eiginfjárhlutfallinu sé háttað í ís- lenzkum iðnfyrirtækjum. Um það eru ekki upplýsingar á takteinum enn sem komið er. Lýkur eru þó á, að það sé nær norska hlutfallinu en eiginfjár- hlutfalli hinna landanna, þar sem ætla má, að svipaðar orsakir séu ráð- andi í báðum löndunum, Noregi og íslandi. Það sem hér er átt við eru reglur, sem ríkisvaldið hefur sett og fylgja ber við verðlagningarákvarðanir, við skattlagningu og afskriftir fyrirtækjanna og taka ekki tillit til almennra verðlagshækkana og hækkana af völdum lækkaðs gengis. Hátt eiginfj árhlutfall er í öllum löndum, sem keppa að hagkvæmum rekstri á grundvelli einkaframtaks mjög æskilegt. Það eykur styrk og samkeppnis- hæfni fyrirtækisins og gerir það hæfara til þess að mæta áföllum á ólgusjó atvinnulífsins. Arðgreiðslum til eiginfjár er hægt að fresta, ef illa árar, en vaxtagreiðslum af lánsfé verður ekki frestað, og hættan á efnahagslegu ó- sjálfstæði fyrirtækisins eykst með hækkandi lánsfjárhlutfalli. Á árum út- þenslu og vaxtar er æskilegt, að sem mestur hluti fjárins til þeirra þarfa komi frá fyrirtækinu sjálfu, ýmist með því að halda eftir sem mestum hluta af ágóðanum í fyrirtækinu eða með útvíkkun hlutafjár. Ýmsar leiðir koma til greina til aukningar á eiginfj árhlutfallinu þar sem það er lágt fyrir. Ein þeirra er, að afskriftir séu reiknaðar á grundvelli endurkaupsverðs í stað kostnaðarverðs, svo að þær gegni því hlutverki sínu að standa undir raunverulegri verðmætisrýrnun vegna slits og úreldingar. Þá þarf opinber skatt- og gjaldheimta að miðast við að eigiðfé geti aukizt með því að halda eftir sem stærstum hlut hagnaðar í fyrirtækinu. Enn ein leiðin er stofnun verðbréfamarkaðar, sem gefur heilbrigðum hlutafélögum tækifæri til að auka hlutafé sitt og þar með eiginféð. Undanfari skynsamlegra aðgerða á hvaða sviði sem er, eru sem nákvæm- astar upplýsingar um það ástand sem ríkir og við viljum bæta. Það er því óhætt að segja, að það sé verðugt rannsóknarefni að kanna sem bezt hvert sé eiginfjárhlutfall í íslenzkum iðnaði í dag og hvert stefni í þeim efnum, samfara athugun á þeim þáttum, sem mestu ráða um stærð þess hlutfalls og breytingar á því. Þ. E. IÐNAÐARMÁL 67

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.