Iðnaðarmál - 01.04.1968, Page 12

Iðnaðarmál - 01.04.1968, Page 12
hreint ekki verið sem bezt að undan- förnu, og veittu honum áminningu. Þetta eru vissulega allt fremur frumstæðar tillögur, en þegar þú hef- ur prófað nokkrar þeirra muntu sennilega hafa komizt að raun um, að hættan sé liðin hjá. Þú ert örugg- lega kominn á þinn stað í röðinni. Þú gætir jafnvel verið kominn á göt- una. 5. Bældu niður kjarkinn Góð forusta er ósérhlífin. Hún getur leyft sér að vera kjarkmikil, því að hún telur sig ekki ómissandi. Hún þorir að taka á, því að hún trúir á það, sem hún stjórnar. Ein bezta aðferðin til að vera ekki forustumaður er sú að vera heigull, og hugleysið á rætur sínar að rekja til eigingirni. Þú getur ekkibeitt þessari aðferð nema með nokkurri lipurð, og þú verður að vera fús til að láta misskilja þig, en af öllum þeim leiðum, sem liggja til flatneskju- unnar, er þessi sú beinasta . Þess vegna skaltu halda þér fast við hana. Ekki stinga höfðinu út. Eigðu ekkert á hættu. Láttu sam- starfsmenn þína ekki vera í nokkrum vafa um, að þér sé déskotann sama, hvað verði um fyrirtækið — allt, sem þú hafir hug á, sé að skara eld að þinni eigin köku. Láttu það verða kunnugt, að þú sért reiðubúinn að selja ömmu þína fyrir góðan lífeyri, launahækkun eða sumarbústað á Þingvöllum. Sýndu dálítið yfirlæti. Eyddu löngum tíma fyrir framan baðher- bergisspegilinn við að greiða hár þitt, lagfæra bindið og dást að vel sniðn- um jakkanum. Gefðu yfirmanni þín- um í skyn, að skrifstofan þín sé ekki nógu stór fyrir mann af þinni gerð eða að mahony-skrifborð væri í meira samræmi við stöðu þína í fyr- irtækinu eða að maður með þín völd ætti vissulega skilið að hafa allt teppalagt út í horn. Umfram allt, settu aldrei báða fæt- ur sömum megin við neitt. Ef þú stíg- ur öðrum fæti fram, þá gættu þess, að hinn fari aftur á bak. Ef annar fóturinn er innan dyra, haltu þá hin- um fyrir utan. Þegar þú segir ef til vill, þá gættu þess að bæta við og ef til vill ekki. Talaðu tvírætt og dragðu allt á langinn. Láttu aldrei setja þig á þann stað, sem þú getur ekki hörfað aftur frá í skyndi. Trúðu ekki á neitt, treystu engum og starfaðu ekki fyrir neinn — nema sjálfan þig. Smásálirnar í fyrirtækinu munu sennilega líta á þig sem slunginn ná- unga, metnaðargjarnan mann, sem Rörafrystir Senn er það liðin tíð, að loka þurfi fyrir heitavatnsleiðslur í heilu stigahúsi eða íbúð, þótt lagfæra þurfi smávægilegan vatnsleka. Þýzka fyrirtækið Karl Weiss, Gies- sen, 6301 Lindenstruth, hefur nýlega sent á markaðinn rörafrysti, sem stöðvar vatnsrennsli í pípulögnum. Umrætt tæki er kassi, 40X55X40 sm, sem í er kæliútbúnaður, úrtökin eru kælislöngur með festingum á %" —2" rör. Rörafrystinn má tengja við venju- lega 220 V húsalögn. Þar sem stöðva á vatnsrennsli í röri eru tengin fest, og myndast þá ístappi í lögninni. ís- tappar þessir eiga samkvæmt lýsingu framleiðandans að þola 15 atm. þrýst- ing og að sjálfsögðu ekki að skaða pípulögnina. Frystitíminn er háður hitastigi vatnsins í rörunum. Ef vatnshitinn er hafi augastað á forstjóraembættinu. Stórlaxarnir munu sennilega álíta, að þú sért að sprengja utan af þér bux- urnar. En þeim skjátlast öllum, og þú munt vera sniðugri en nokkur þeirra, því að þegar á allt er litið, þá ertu ekki að sækjast eftir því að vera forustumaður — þú ert að leitast við að vera það ekki. Og þér er sigurinn ($\ (*) t. d. 20°C, myndast tappi í %" röri á 2 mínútum, en í 2" röri á 30 mín- útum. Notkun rörafrystisins getur þýtt betri hagnýtingu vinnuafls og komið í veg fyrir ósamkomulag og leiðindi þeirra, sem þurfa á þjónustu pípu- lagningarmanna að lialda og finnst smávægileg viðgerð óþarflega tíma- frek. Ur „Tidsskrift for varme ventilation sanitet“, No. 8, 1S68. Þýtt úr „Personnel Journal“, marz 1968. — J. Bj. 74 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.