Iðnaðarmál - 01.04.1968, Síða 24

Iðnaðarmál - 01.04.1968, Síða 24
inn hefur ekki enn verið birtur opin- berlega. Aldurinn er afstætt hugtak HvaS gerist eiginlega, þegar við eldumst? Hinum efri árum fylgir hægfara veiklun á líkamsstarfseminni, einkum að því er varðar hámarksgetu. Breyt- ingarnar eru bæði líkamlegar og sál- rænar, og af reynslu vitum við, að þessi hrörnun er breytileg meðal ein- staklinga. Ellimörkin koma ekki jafn- fljótt hjá öllum, og sjúkdómar, sem algengir eru meðal hinna eldri, eiga auðvitað einnig sinn þátt í hrörnun- inni. Er þá mikil dreifing innan sama aldursflokks? Já, einmitt. Og virðist fara vax- andi eftir því, sem árunum fjölgar. Yfirleitt er heldur ekki unnt í hverju einstöku tilfelli að greina milli þeirr- ar starfsorkurýrnunar, sem stafar af elli og af völdum sjúkdóma. Tak- mörkin eru óljós. Samkvæmt rann- sóknum okkar virðast þó ellisjúkdóm- ar þyngstir á metunum, að því er varðar áhrif á starfsgetu. Og hvenær er starfsgetan mest? Hin mörgu líffæri líkamans eldast ekki jafnskjótt. Hrörnunin byrjar á mismunandi tíma í hinum ýmsu líf- færum. Unnt er að mæla minnkaöa heyrn þegar við 10 ára aldur, þegar hæfileikinn til að greina mjög háa tóna byrjar að dofna. Mótstöðuafl gegn sýklum minnkar frá 15 ára aldri. Getan til mikillar líkamsá- reynslu, sem reynir á hjarta og lungu, nær hámarki á aldrinum 20—25 ára og lækkar um það bil um þriðjung fram að sextugu. Minnkuð aigangsorka Forssman prófessor leggur áherzlu á, að það séu efri mörk afkastagetu okkar, sem lækka með aldrinum. í verkefnum, sem krefjast mikils, get- ur slík hrörnun orðið bagaleg, en yf- irleitt leiðir þetta ekki til lélegri vinnuafkasta. í nútíma iðnaðarsam- félagi er hámarksstarfsgetu mjög sjaldan beitt. Hagkvæm regla starfs- legrar líffærafræði mælir svo fyrir, að menn skuli ekki beita meiru en um 50% af hámarksgetu sinni um lengri tíma. Yfirleitt má segja — þegar um líkamsstyrk er að ræða -—- að ekki sé notað meira en 10—20% styrkleikans, þótt fyrir komi stuttar lotur með hámarksálagi. Hið einkennandi fyrir miðaldra og eldri vinnukraft er þá minnkaður varaforði afkastagetunnar. Þessir aldursflokkar verða að nota meira af starfsgetu sinni til að skila meðalaf- köstum og eru verr staddir, þegar um stórátök er að ræða. En þótt þeir standi þannig verr að vígi við ýmsar aÖstæður, geta þeir engu að síður látið að sér kveða meðal hinna yngri. Því að hér kemur einnig reynslan til greina. Yfirleitt má segja, að við flest líkamleg störf, sem aldurinn skerðir, geti meiri reynsla bætt fyrir rýrnun afkastagetunnar. Þetta á einnig að nokkru leyti við um andleg störf. Eldri starfsmenn skipuleggja vinnuna betur en hinir yngri, dreifa álagningu og forðast langvarandi stórátök. Sérstök viðbrögð Eigum við ekki erfitt með að skilja, að við eldumst — að afköstin lækka og starfsgetan dvín? Samanburður á eigin mati starfs- manna á heilsufari sínu og því, sem kemur í ljós við læknisskoðuri, sýnir, að hinum eldri starfsmönnum hættir til að ofmeta bæði starfshæfni sína og heilsu. Hið sama hendir raunar gjarn- an verkstjórnendur. En það er einnig hugsanlegt, að læknirinn hafi verið of varkár í mati sínu á heilsufarinu. Reynslan hefur sýnt, að eldri starfs- menn, sem oröiÖ hafa fyrir talsverðu heilsutjóni, geta leyst af hendi verk- efni, sem læknir hefði að líkindum ráðið þeim frá að taka að sér. Hvers konar störf ættu eldri starfs- menn einkum að forðast? Erfiðustu starfskröfurnar, sem nú- tíma iðnaðarsamfélag gerir á hendur miðaldra og eldri starfsmönnum, eru fólgnar í miklum, stöðugum vinnu- hraða og þar sem þörf er á stöðugri aðgæzlu og góðri sjón. Og hvað gerist, ef álagið er of mik- ið? Þá eru viðbrögð þeirra yfirleitt sérstæð. Þeir þurfa lengri tíma til sömu vinnuafkasta, og það fyrsta, sem þeir skera niður, eru hvíldar- stundirnar, því næst fórna þeir einnig nákvæmninni, verða spenntir og af- kastalitlir. Við allt of mikiö álag verða þeir blátt áfram að hætta. Og hvað segja fyrirtækin? Rannsóknir okkar hafa einnig riáð til slíkra spurninga, og sum fyrirtæki hafa mjög góða reynslu. Þau, sem hafa aðra sögu að segja, eru einmitt fyrirtæki, sem vegna framleiðsluaö- ferða sinna verða að krefjast mikils vinnuhraða. Hagræðingin skapar vandamál Hin hraðfara tækniþróun hefur haft í för með sér mikla erfiðleika fyrir hina miðaldra og eldri starfs- krafta, heldur Forssman prófessor á- fram. Eins og áður er nefnt, er verð- mætasti eiginleiki þeirra fólginn í reynslu, en tækniframfarirnar geta gert reynslu þeirra úrelta á auga- bragði. Hagræðing getur einnig haft í för með sér erfiðleika, sem stafa af fastákveðnum afkastakröfum, þar sem oft er krafizt mikils hraða, t. d. í ákvæðisvinnu, einnig vegna bundinna vinnuaöferöa, endurtekningarvinnu með einhliða álagi á nokkra vöðva- hópa, en minni reynslukröfum og færri rólegum stöðum. Við slíkar að- stæður geta hinir miðaldra og eldri starfsmenn ekki látið mikið að sér kveða — þegar menn læra eitthvert starf á einum eða tveimur dögum, kemur margra ára reynsla ekki að miklu gagni, einkum ef nákvæmn- inni er einnig stjórnað af vélum. I öðrum greinum er starfið e. t. v. fólg- ið í því að hafa gát á stóru mæla- borði með mörgum vísum, gera at- huganir og taka skjótar ákvarðanir ef nauösyn krefur. Slík störf hæfa heldur ekki hinum eldri, þar sem þeir eiga erfitt með að taka á móti mörg- um áhrifum, skilja þau, muna þau og vinna úr þeim. Eftir því sem hagræðingin sækir fram, gerist það, að ein deildin af 82 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.