Iðnaðarmál - 01.01.1973, Page 9

Iðnaðarmál - 01.01.1973, Page 9
r---------------- 'Gfni ÁlagsstaSlar fyrir mannvirkja- gerð ....................... 2 Forustugrein - Hvert liggur leiðin? ..................... 3 Iðnaðarverkfræði - Erindi flutt á ráðstefnu Félags verkfræði- nema 29. apríl 1973 ......... 4 Verkstjórnarfræðslan - nám- skeiðahald .................. 7 Sementsverksmiðja ríkisins árið 1972 - og stutt yfirlit yfir árin 1968-1971 .................. 10 Verk hf. - Ný tegund útveggja 14 Inniloft - Lífeðlisfræðilegar kröfur ...................... 21 Frá vettvangi stjórnunarmála - Nýjungar í starfsmannamálum í Evrópu .................... 28 Nytsamar nýjungar .............. 30 Létt lijal - Þeir gömlu, góðu dagar ....................... 34 Kynning UNIDO-sérfræðinga .. 35 Endurprentun háð leyfi útgefanda. Ritstjórn: Sveinn Björnsson (ábyrgðarm.), Herdís Björnsdóttir, Stefán Bjarnason, Hörður Jónsson, Jón Bjarklind. Ráðgjafi um íslenzkt mál: Bjarni Vilhjálmsson cand. mag. Útgefandi: Iðnþróunarstofnun Islands, Skipholti 37, Reykjavík, Sími 81533 (3 línur). Askriftarverð kr 300,00 árg. PRENTSMIÐJAN HOLAR HF. V--------------------------------------/ lONAÐARMAL 20. ÁRG. 1973 . 1. HEFTI Hvert liggur leiðin? Eins og lesendum Iðnaðarmála er kunnugt hófst undirbúningur að gerð iðnþróunaráætlunar í Iðnþróunarstofnun íslands í sept. 1971 með tilstyrk Iðnþróunarstofnunar S. Þ. (UNIDO). Voru drög að áætlun þessari í tillöguformi afhent iðnaðarráðuneytinu í febrú- arlok á þessu ári. Enda þótt einn höfundur sé að þessu ritverki, Svíinn Olle Rimér, hefur fjöldi manna kornið við sögu, innlendir og erlendir, á því 18 mánaða tímabili, sem starf þetta hefur staðið yfir. Hefur hlotizt af þessu mikið álag á hið fámenna starfslið stofnunarinnar, sem hefur m. a. bitnað á útkomu Iðnaðarmála. Tillögur Rimérs eru nú til úrvinnslu í iðnaðarráðuneytinu, sem ber að sjálfsögðu meginábyrgð á stefnumótun ríkisvaldsins í iðnað- armálum. í beinu framhaldi af áðurgreindu starfi, er nú unnið markvisst að því að efla fræðslu- og ráðgjafastarfsemi á vegum Iðnþróunarstofn- unarinnar einkum í því, er lýtur að þjónustu á sviði iðnaðarverk- fræði og vöruþróunar. í þessu efni nýtur stofnunin fyrirgreiðslu UNIDO og eru starfandi á hennar vegum um þessar mundir auk Rimérs tveir danskir verkfræðingar, Mogens Höst og Erik Frost (sjá bls. 35). Það er að sjálfsögðu ríkisvaldsins að ákveða, hversu búið skal að iðnaðinum af opinberri hálfu. Þegar um er að ræða ráðgefandi þjónustu má segja, að slík starfsemi hér á landi hafi verið í lág- marki um langt árabil samanborið við grannlöndin. Grundvöllur hefur nú verið lagður að nýrri stefnu. Er aðeins eftir að sjá, hvernig tekst til með framkvæmd hennar, m. ö. o. hvort fé og mannafli fæst. Svarið verður að finna í fjárlögum næsta árs. S. B. IÐNAÐARMAL 3

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.