Iðnaðarmál - 01.01.1973, Blaðsíða 13

Iðnaðarmál - 01.01.1973, Blaðsíða 13
Verkstjórnarfraeðslan: Námskeiðahald Lög um verkstjómarnámskeið frá '61 Ellefu ár eru liöin síðan nám- skeiðahald fyrir verkstjóra hófst í núverandi mynd. Það var árið 1962. Arið áður hafði Alþingi samþykkt lög um slík námskeið. Fyrirmyndir að tilhögun námskeiðanna voru að miklu leyti sóttar til Noregs. f fyrstu báru námskeiðin heitið Verkstjóranámskeiðin eins og nám- skeið þau, sem Verkstjórasambandið hafði efnt til áður. Fyrir tveimur ár- um var hins vegar tekin upp sú venja að tala um námskeið verkstjórnar- fræðslunnar. Var það gert til að leggja áherzlu á varanleika þessarar fræðslu, svo og til samræmis við aðr- ar tegundir fræðslustarfsemi á svip- uðu stigi, sbr. Stjórnunarfræðsluna. Tvenns konar námskeið eru hald- in. Annars vegar er árlega efnt til 3—4 fjögurra vikna námskeiða. Þau eru flest almenn, þ. e. opin verkstjór- um úr öllum greinum en einnig hafa verið haldin fjögurra vikna sérnám- skeið fyrir verkstjóra í sláturhúsum, frystihúsum og verkstjóra sveitarfé- laga. Alls hafa nú verið haldin 41 fjög- urra vikna námskeið og þátttakendur verið 625 talsins. Framhaldsnámskeið hafa einungis verið sex talsins, þar sem þau hófust fyrst 1969. Heildarfjöldi þátttakenda á þeim hingað til er 95. Fjögurra vikna námskeið Almennu námskeiðin eru haldin í tvennu lagi, tvær vikur í hvort sinn. Fyrri hlutinn er einkum helgaður hinum mannlega þætti verkstjórnar- innar, hagnýtri verkstjórn og vinnu- 35. námskeið 36. námskeið IÐNAÐARMAL 7

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.