Iðnaðarmál - 01.01.1973, Page 14
sálarfræði. Farið er yfir helztu at-
riði, sem auðvelda mannleg sam-
skipti á vinnustað, og í hópvinnu er
fjallað um verkefni, þar sem koma
til úrlausnar ýmis vandamál verk-
stjóra. Þá er í sérstökum límum fjall-
að um öryggisráðstafanir á vinnu-
stað, hvernig koma megi í veg fyrir
slys með aðgæzlu og forða því, að
dýrmætar vinnustundir glatist. I
greininni atvinnulöggjöf er komið
inn á helztu lagaákvæði og réttarregl-
ur, sem varða vinnustaðinn, m. a.
skaðabótaábyrgð fyrirtækis við ólík-
ar aðstæður. Þá eru eldvarnir og
heimsókn í slökkvistöð fastur liður á
hverju námskeiði.
Á síðari hlutanum er mestum tíma
varið í námsefnin: vinnurannsóknir,
vinnueinföldun og skipulagstækni.
Eru þar kynntar merkustu aðferðir
til að auka hagræðingu í fyrirtækj-
um. Þá er á síðari hlutanum fjallað
um nokkur helztu atriði rekstrarhag-
fræði í því skyni að veita þátttakend-
um betri skilning á nauðsyn hag-
kvæms rekstrar, og einnig er farið yf-
ir helztu atriði í atvinnuheilsufræði.
Alls er stundafjöldi heggja nám-
skeiðshlutanna 142 stundir. Þeir sem
ljúka báðum hlulum hvers námskeiðs
fá þátttökuskírteini.
Stjórnun
Stjórn Verkstjórnarfræðslunnar
skipa nú þessir menn:
Adolf J. E. Petersen formaður, til-
nefndur af Verkstjórasambandi ís-
lands,
Magnús Gústafsson tæknifræðingur,
tilnefndur af Vinnuveitendasam-
handi Islands,
37. námskeið
39. námskeið
8
IÐNAÐARMAL