Iðnaðarmál - 01.01.1973, Page 21
einingu. Steypan er látin vera í mót-
inu í rúman sólarhring, en þá er
einingin tekin úr í sérstakri afmótun-
arvél.
Mynd 4 sýnir teikningu af eining-
artegundum þeim, sem boðnar eru.
Með einföldum hjálpartækjum geta
þrír menn reist veggeiningarnar á
fljótan og auðveldan hátt. Notkun
krana er óþörf. Einingarnar eru bolt-
aðar saman jafnóðum að þéttilistum
úr plasti. Þéttilistarnir eru sérstak-
lega hannaðir fyrir þessar útveggja-
2. mynd. Myndin sýnir framleiðsluferil vegg-
eininganna.
einingar, og samskeyti hafa reynzt
þétt - sjá mynd 7.
Verk hf. hefur látið prófa þétti-
lista þá, sem boðnir eru með eining-
unum, og hafa niðurstöður þeirrar
prófunar ekki gefið tilefni til að ótt-
ast, að samskeytin leki. Ljóst er, að
þétting lista er eitt veigamesta atrið-
ið í byggingu einingahúsa. Fulltrúi
ritnefndar ræddi þetta við forráða-
menn Verk hf., og virtust þeir hafa
fullnægjandi svör við spurningum
eins og hvað gerðist, er sólarljósið
skini á listann í lengri tíma, og jafn-
vel því, ef þéttilistarnir ónýttust alveg
með árunum.
Annað atriði, er miklu varðar í
byggingu einingahúsa með aðferð
eins og þeirri, er hér um ræðir, er
þétting við glugga. Forráðamenn
Verk hf. hafa einnig velt þeirri spurn-
ingu fyrir sér, og sýnir meðfylgjandi
tafla niðurstöður prófana hjá Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðarins.
í undirbúningi hjá Verk hf. er
verksmiðjuframleiðsla á þaksperrum
úr tré. Ef þaksperrur eru tilbúnar,
þegar veggir eru reistir, má skorða
húsið af jafnóðum. Hugsanlega má
klæða þak með vætuvörðum plötum.
Þakjárn getur verið bárujárn eða
þakjárn með innbrenndu lakki í lit.
Ef eitt eða tvö skilrúm í lengdar-
átt hússins eru berandi, t. d. út tré,
geta þaksperrur verið ódýrari. Má
síðan slá upp öðrum tréskilrúmum
eftir þörfum. Með slíku byggingar-
lagi verður vinna rafvirkja og pípu-
lagningarmanna tiltölulega einföld
og fljótleg, og þurfa iðnaðarmenn
ekki að koma jafnoft á byggingar-
stað og nú gerist með hefðbundnum
3. mynd. Myndin sýnir áferð steypueininga í
lok framleiðsluferils.
aðferðum og er slíkt mikill kostur,
sérstaklega í strjálbýli.
Utveggjaeiningar henta mjög vel
þeim, sem vilja og geta byggt sjálfir.
Uppsetning er einföld, auðskilin og
auðlærð, jafnvel alveg óvönum en
vandvirkum mönnum.
Veggeiningarnar henta flestöllum
grunnmyndum, aðeins þarf að gæta
þess, að lengdir í útveggjum séu
margfeldi af 60 cm. I nýjum íslenzk-
um staðli, ÍST nr. 20,2 frá 1.11.
1971, er gert ráð fyrir, að lárétt utan-
mál húsa verði margfeldi af 30 cm,
sem hentar þessum einingum mjög
vel (60 cm).
IÐNAÐARMAL
15