Iðnaðarmál - 01.01.1973, Page 27
Inniloft - Lifeðlisfræðilegar kröfur
Eftip Hallvard Hagen, verkfræöing við Byggingarannsóknastofnun Noregs
Þó að hinn almenni notandi íbúð-
arhúsnæðis viti fullvel af eigin
reynslu, hvers konar inniloft honum
fellur bezt, og það jafnvel þótt hann
hafi ekki minnstu þekkingu á líffæra-
fræði og enda þótt oft beri að taka
fullyrðingar einstakra sérfræðinga
með varúð, getur það verið æskilegt
að hafa ofurlitla þekkingu á þeim
þáttum lífeðlisfræðinnar, sem hafa á-
hrif á inniloftið.
Hitaframleiðsla líkamans
Hitavellíðan okkar er undir því
komin, að jafnvægi sé haldið í hita-
útláti og hitaframleiðslu líkamans
(efnaskiptum) með þeim hætti, sem
okkur er þægilegast.
Hitaframleiðsla líkamans er bein-
línis háð athafnasemi líkamans.
Minnstu efnaskipti — hin svo nefndu
grunnefnaskipti — eiga sér stað, þeg-
ar við liggjum í djúpri hvíld í fasta-
svefni. Fyrir venjulega, heilbrigða,
fullvaxna manneskju má reikna
grunnefnaskiptin 40 hitaeiningar á
fermetra húðar í eina klst. Venjulega
eru efnaskiptin miðuð við flatarmál
húðar á líkamanum, þar sem þetta
gefur miklu betri viðmiðun en t. d.
líkamsþungi. Þessi tala, 40 kal/m2 h,
er annars næstum hin sama fyrir öll
spendýr, allt frá mús og upp í fíl.
Grunnefnaskiptin eru nokkuð
breytileg eftir einstaklingum. Hjá
holdugu fólki með óvirkan vef (fitu)
geta grunnefnaskiptin verið um 10%
undir meðalagi, en hjá þjálfuðu fólki
geta þau verið 5% yfir. Yfirleitt eru
efnaskiptin 5-10% lægri hjá konum
en körlum.
Grunnefnaskiptin
eru auk þess háð aldrinum. Nýfætt
barn hefur aðeins grunnefnaskiptin
30 kal/m2 h, á aldrinum 4 ára
nær það sem hámarki 55 kal/m2 h,
en síðan lækkar talan jafnt eftir því
sem árin líða, þannig að á elliárunum
er hún aftur komin í 30 kal/m2 h.
Þar sem húðyfirborð líkamans er
frá 0,4 m2 á ungbarni og upp í 2 m2
á stórvöxnum karlmanni, verður út-
koman sú, að grunnhitaframleiðsla
líkamans er einhvers staðar frá 12-80
kal/m2 h (samsvarandi 15 og 90
wöttum).
Hér á Norðurlöndum er yfirleitt
gert ráð fyrir, að venjulegur fullvax-
inn maður, 170 cm á hæð og 70 kg
að þyngd, hafi 1,8 m2 húðyfirborð,
og eru þá grunnefnaskiptin 40 X 1,8
= 72 kal/h.
Áreynsla og efnaskipti
Við sérhverja áreynslu hækka
grunnefnaskiptin upp fyrir grunntöl-
una, og við mestu líkamsáreynslu
geta þau margfaldazt. Þetta kemur
fram á töflunni hér á eftir, er sýnir,
hvernig efnaskiptin eru háð hinni
líkamlegu starfsemi hjá venjulegri
(normal) manneskju.
Starjsemi kal/h
Djúpur svefn (grunntala)........ 72
Liggja rólega .................. 85
Sitja rólega ................... 95
Lesa upphátt .................. 105
Prjóna ........................ 115
Standa rólega ................. 115
Standa við létta vinnu
(uppþvott) .................... 150
Röskleg vélritun .............. 150
Húshrfdngerning ............... 180
Ilóleg ganga, 3 km/klst........ 210
Rólegur dans .................. 220
Venjuleg ganga, 5 km/klst..... 320
Meðaltal af erfiðum vinnudegi . 550
Stutt hámarksáreynsla íþrótta-
manna: Kappróður, hjólreiðar
(þrekmælingahjól) .... 1500-3500
Þegar um er að ræða starfsemi,
sem gera má ráð fyrir innan veggja
heimilisins, er hitaframleiðsla full-
vaxinnar „meðalmanneskju“ ein-
hversstaðar á milli 72 kal/h (djúpur
svefn) og 600 kal/h (hraður vínar-
vals). Eðlilegra er þó að gera ráð
fyrir þrengri mörkum, eða 80 og 130
KAL/h
/5OD-350C'
IÐNAÐARMAL
21