Iðnaðarmál - 01.01.1973, Side 29

Iðnaðarmál - 01.01.1973, Side 29
í hita eigum við mjög öflugt hitastillitæki, þar sem er útgufun með auknum svita. En þegar hitaútgufunin frá löð- ursveittum líkama er ekki lengur nægileg til að losna við hitafram- leiðsluna, byrjar innri hitinn að hækka. Þá fer ástandið að verða al- varlegt. I fyrstu mun hjartað auka starf- semi sína og reyna af öllum mætti að dæla meira heitu blóði út í yztu lög húðarinnar, en án árangurs. Þessi aukna starfsemi hjartans mun í vaxandi mæli auka hitaframleiðsluna og þá um leið innri hitann. Eðlileg líkamsstarfsemi hættir, svitinn stöðv- ast, og þá kemur hitaslag. Talið er, að líkaminn þoli ekki meira en 42°C líkamshita. Það eru því ákveðin takmörk fyrir því, hve menn geta lifað mikinn hita. Þegar við heyrum fólk segja frá því, að það hafi búið við 40°C hita og 80% rakastig (relativt), þá er það ekki rétt. Líf manna samrým- ist ekki slíku loftslagi. Annað mál er það, að við getum þolað þessi hita- stig nokkra tíma á sólarhring. Við getum jafnvel þolað talsvert hærra hitastig örstuttan tíma í baðstofu, ef líkaminn hefur ekki verið hitaður sérstaklega upp fyrirfram. Þá getum við fært okkur í nyt, að hitinn í hin- um ýmsu lögum húðarinnar þarf að hækka frá meðalgildi, sem getur ver- ið um 30°C, og upp í 37°C. Þannig getur líkaminn safnað hitamagni, sem nemur um 180 kal. Þessi ýtrustu hitamörk geta haft fræðilegt gildi, en snerta lítið við- fangsefni okkar, sem er „inniloft“. Þar getum við haldið okkur við „þæg- indasvæðið“, er samsvarar nokkurn veginn hinu æðabreytilega (vaso- motoriska) hitastillingarsvæði eða e. t. v. aðeins hluta þess. Æskilegur hiti Ef 28°C umhverfishiti er hinn rétti jafnvægishiti fyrir nakinn mann í kyrrstöðu, mun léttur klæðnaður (þunnar buxur og skyrta með upp- brettum ermum og flegnu hálsmáli) gera æskilegan jafnvægishita 24- 25 °C, en venjulegur klæðnaður, með jakka og hálsbindi, gerir jafnvægis- hitann 20—22°C. í þessu er fólgin skýringin á hinum mismunandi ósk- um varðandi innihitann í samkvæm- islífinu. Kona í flegnum kjól telur 25°C hinn ákjósanlegasta hita, en vel klæddur karlmaður telur 20°C hinn rétta hita. Hér ber einnig að minnast þess, að konur hafa yfir- leitt lægri efnaskipti en karlar. Breytileg efnaskipti hjá manneskjum leiða til þess, að barn ætti að hafa 1—2 stiga lægri innihita en fólk á aldrinum 30—50 ára, en eldra fólk ætti að hafa 1 stigi hærri hita. Ef þar að auki er tekið lillit til mismunandi athafnasemi, ætti hinn æskilegi hiti fyrir börn að vera um 5 stigum lægri en fyrir gam- alt fólk, ef klæðnaðurinn er hinn sami. Það er algeng skyssa, að um- hyggjusöm móðir miði við sina eigin hitaþörf, þegar hún klæðir barn sitt. Og að lokum má geta þess, að efnaskipti okkar eru háð því, hve vel úthvíld við erum, svo að venjulega óskum við að hafa innihitann 1—2 stigum hærri á kvöldin en á morgn- ana. Séu öll þessi atriði höfð í huga: klæðnaður, athafnasemi, þreyta, kyn- ferði og aldur, og auk þess einstakl- ingsbundin frávik frá hinu eðlilega, þá er augljóst, að við getum ekki fastákveðið einhvern „bezta hita“ á heimilum okkar. Við getum í mesta lagi sagt, að hann eigi að vera ein- hversstaðar milli 18 og 25°C. Samt hygg ég, að við getum fast- ákveðið framtíðarhita okkar af miklu meiri nákvæmni en þetta. I IÐNAÐARMAL 23

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.