Iðnaðarmál - 01.01.1973, Side 30

Iðnaðarmál - 01.01.1973, Side 30
fyrsta lagi stefnir greinilega að því, að innifatnaöur okkar verði stöðugt léttari og skjólminni (með minni hitaeinangrun). Auk þess er það blá- köld staðreynd, að við höfum til- hneigingu til stöðugt Að minnska líkamsáreynsluna og það leiðir til minni efnaskipta. Jafnvel í hvíld hafa þjálfaðir vöðvar meiri hitaframleiðslu en hinn óvirki vefur, sem kemur í þeirra stað. Þetta verðum við að bæta upp með aukn- um umhverfishita. Við fullkomna afslöppun líkamans, að því er hitastillinguna varðar, þeg- ar segja má að æðabreytingaöflin séu næstum óvirk, samsvarar það fremur efri mörkum umhverfishitans. Það er ekki ósennilegt, að viðleitni okkar til að ná sem þægilegustum umhverfishita muni enda við það mark, þar sem ekki er krafizt minnstu áreynslu eða starfsemi af okkar hálfu, og þá nemum við sennilega staðar við 23—24° C innihitastaðal. Sjálfsagt munu koma fram ein- staklingsbundnar óskir. Börn myndu t. d. gjarnan vilja, að hitinn væri 4—5 stigum lægri, en það erum við, hin fullorðnu, sem ráðum. Og meðal okkar munum við sennilega taka mest tillit til þeirra, sem kvarta um kulda, og svo hækkum við hitann. Hitatilfinning Jafnvel þótt við höfum komið okk- ur saman um ákveðna tölu fyrir hinn æskilega stofuhita, er ekki allur vandi leystur. Inniloftslagið er háð eftir- farandi skilyrðum og samspili þeirra: lofthita yfirborðshita á takmörkunarflötum lofthreyfingu loftraka. Við venjuleg skilyrði gefur líkam- inn frá sér næstum sama hitamagn við geislun og loftstreymi. Hitinn, sem við finnum, er um miðja vegu milli lofthitans og meðalyfirborðs- hita á öllum takmarkandi flötum, húsgögnum, hitatækjum, öðru fólki o. s. frv. 1 þéttskipuðum samkomusal, þar sem mótgeislunarflöturinn er að veru- legu leyti lifandi fólk, getur verið hagstætt að lækka hitann um 2—3 stig. I stofu með fleiri lélega einangr- uðum útveggjum, stórum gluggaflöt- um og e. t. v. köldu þaki og gólfi getur á hinn hóginn meðalmótgeisl- unarhiti orðið svo lágur, að bæta verði hann upp með lofthita, 2—3 stigum yfir hið eðlilega. Það sem nefnist Súgur þarf ekki alltaf að vera loftstraumur, heldur getur það alveg eins verið staðhundin útgeislun lil kaldra flata. Slíka staðbundna kælingu er ekki hægt að bæta upp að fullu með hækk- un lofthitans, þar sem áfram mun ríkja ójafnvægi við hitaútlát frá hinum ýmsu hlutum líkamans. Yfirleitt veldur súgurinn ekki ó- þægindum framan frá, í andlitið, Okkur getur jafnvel fundizt hann hressandi. Aftur á móti erum við mjög viðkvæm fyrir súgi í hnakkann og ættum að forðast hann. Eins og súgurinn getur orðið, þegar við sitj- um upp við kaldan gluggaflöt, er hann óheppilegur. Hitastillingartæki líkamans virðast ekki þannig gerð, að þau ráði við einhliða (asymme- triskan) hitamismun. Það getur því verið varhugavert að sitja alla sína starfsævi með einhliða geislun mót vinstri vanga. A þá hluta líkamans, sem huldir eru klæðum, hefur staðbundinn súg- ur minni áhrif, þótt þeir, sem þjást af gigtveiki, geti greinilega fundið fyrir honum. í mörg ár hefur líffærafræðinga greint á um, hvort betra sé fyrir okk- ur mennina að gefa frá okkur mestan hita með geislun (þ. e. lægri tak- markahita) eða með loftstreymi (lægri lofthita). Eitt er víst: Of mik- ið eða of lítið er óheppilegt. Því virð- ist sem fleiri hallist að þeirri skoðun, að dálítið hærri takmarkahiti, og þar með lægri lofthiti, sé heppilegur sök- um þess, að hinar veiku lofthræring- ar, sem venjulega eru í herbergjum — oftast 5—15 cm/sek — hafi hress- andi áhrif, einkum við dálítið lægri lofthita. Verði lofthreyfingin meiri en sem svarar 15 cm/sek, eins og hæglega getur orðið við óheppilega staðsetn- ingu eða gerð loftræstibúnaðar, verð- 24 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.