Iðnaðarmál - 01.01.1973, Side 32
einkum hjá fólki, sem þolir illa þurrt
húsaryk. Hins vegar er nokkuð óljóst,
hvar setja ber takmörkin, en margir
sérfræðingar telja nú, að frá hollustu-
sjónarmiði ættu ekki að vera grund-
völlur fyrir kvartanir, ef „relatívur“
raki er yfir 30%.
Um miðjan vetur er rakinn í heim-
ilum okkar oft um 30% og í kulda-
köstum getur hann farið niður í
20%. A skrifstofum, þar sem enginn
raki kemur frá eldhúsi, blómum o.fl.
og loftræsting er auk þess öllu meiri,
verður rakastigið oft nokkru lægra
en á heimilum og getur þá komizt
allt niður í 10%. Við vitum, að nú er
allmikil sala í ýmiss konar loftraka-
tækjum til heimilisnota, en óvíst er,
að hve miklu leyti slík tæki fullnægja
þörfum.
Þar sem uppgufunarker þau, er
áður voru notuð á miðstöðvarofna,
komu aðeins að óverulegu gagni, eru
hin nýju rakatæki svo mikilvirk, að
þau geta verið varhugaverð. Þau geta
auðveldlega komið rakanum upp í
50—60% í minni blokk-íbúðum, og
þetta getur valdið talsverðum raka-
skemmdum, ef byggingalag er gallað,
og þess eru mörg dæmi.
Því miður er það útbreidd skoð-
un, að 50—60% raki sé „sá rétti“,
og má e. t. v. rekja það til áletrana á
sumum þeim rakamælum, er verið
hafa á markaðnum, þar sem 40%
raki er merktur með „þurrt“, 50—
60% með „eðlilegt“ og 70% með
„rakt“. Þessir rakamælar eru gerðir
fyrir amerískt sumarveðurfar, þar
sem rakinn er plága og menn geta
hrósað happi, ef rakinn fer niður í
50—60%.
Ef við viljum auka rakann í inni-
loftinu, ættum við að láta staðar
numið við 40%. Þá ætti öllum mann-
legum þörfum að vera fullnægt, og
jafnframt ætti venjulegum, vel gerð-
um byggingum ekki að vera hætta
búin.
Þörfin fyrir endurnýjun lofts
Manneskja, sem situr í ró, andar
að jafnaði hálfum lítra lofts við
hvern andardrátt. Með 20 andardrátt-
um á mínútu verða þetta 600 lítrar
lofts á klst. Loftið, sem við öndum
að okkur, inniheldur 21% súrefni og
útöndunarloftið 1%. Það er því langt
frá því, að súrefnisforðinn í þessum
600 lítrum sé notaður að fullu; raun-
ar mætti nota loftið einusinni enn.
Með öðrum orðum: Ef hvert okkar
fær 1 m3 af fersku lofti á klst., er súr-
efnisþörfum okkar fullnægt ríkulega.
Ef við viljum bera súrefnisnotkun
okkar saman við efnaskiptin við
mismunandi áreynslu, er auðvelt að
muna, að eins lítra súrefnisnotkun
samsvarar 5 kal líkamshita. Maður,
sem vinnur meðalstranga vinnu og
hefur 300 kal efnaskipti á klst., mun
því nota 60 lítra súrefnis á klst., eða
fjórum sinnum meira en sofandi
maður.
Því hefur lengi verið haldið fram,
að innihald loftsins af kolsýringi
(COo) megi ekki fara yfir 0,1—
0,2%, en oft hefur verið sýnt fram á,
að fólk, sem vinnur í lofti með tals-
vert hærra kolsýringsmagni, t. d. við
ölgerð, bíður ekki hið minnsta tjón.
Við getum því andað rólega þess
vegna.
En nú skulum við minnast á loft-
ræsiþörf, sem ekki miðast við 1 m3
á mann á klst.
Þeir hollustuþættir, sem við venju-
legar aðstæður ákvarða loftræsti-
þörfina, eru lyktarefni, raki og of-
hitun.
Raki og ofhitun
Við venjulega innistarfsemi gefur
manneskja frá sér í hita um 100 kal/h
(þar við bætist bundið hitamagn í
formi uppgufunar um 50 g vatns/h,
þ. e. um 30 kal/h). Þessi hiti mun
við eðlilegar aðstæður ekki krefjast
aukinnar loftræstingar á heimilum.
Þau 50 g af raka, er við gefum frá
okkur á klst., hafa heldur engan
vanda í för með sér, þar sem inniloft-
ið er, eins og áður getur, fremur of
þurrt en of rakt.
En við sérstakar aðstæður getur
rakinn, er stafar frá fólki, skapað
vandamál. Ef móðir, faðir og lítið
barn liggja í sama svefnherbergi,
munu þau yfir eina nótt gefa frá sér
um 1 lítra vatns, í formi vatnsgufu,
og þetta getur hæglega valdið raka-
skemmdum í lélega upphituðum og
illa loftræstum herbergjum. Þetta eru
þó undantekningar.
Yfirleitt eru það
Lyktareinkennin
eingöngu, er ákvarða, hve loftræst-
ing er mikil á heimilum. Flest lyktar-
efni, sem menn gefa frá sér, eru mjög
óstöðug sambönd, sem brotna auð-
veldlega niður í lofti. Gagnstæða við
þetta er tóbaksreykur, sem er mjög
stöðugur. Uppleysandi áhrif gera
það að verkum, að loftræsiþörfin er
26
IÐNAÐARMÁL