Iðnaðarmál - 01.01.1973, Qupperneq 35
Lufthansa sýndi, acf enginn var á
móti hinu nýja fyrirkomulagi. Algjör
meirihluti eða 95% starfsmannanna
fannst það mikið hagræði og þæg-
indi. Báðum stóru fyritækjunum hef-
ur einnig að sögn reynst auðveldara
að fá nýtt starfsfólk.
Að sjálfsögðu er þó ekki unnt að
láta þetta fyrirkomulag ná til allra.
Móttökustjórinn við aðaldyr hjá
Lufthansa verður ennþá að mæta til
vinnu kl. 7 f. h. og vildi gjarnan, að
hún þyrfti þess ekki.
Boelkow getur ekki boðið þeim
starfsmönnum, sem vinna við aðal-
framleiðslulínuna þetta fyrirkomu-
lag, þar sem framleiðsluaðferðin
krefst þess, að á hverjum tíma sé á-
kveðið vinnuafl til staðar. Sömuleiðis
verða flugáhafnir Lufthansa að halda
sig áfram við áætlanir flugvélanna.
Skrifstofur, er sjá um farseðlana, hafa
einnig valdið erfiðleikum. Sem stend-
ur er Lufthansa að reyna nýtt sveigj-
anlegt fyrirkomulag á skrifstofunum
í Þýzkalandi, London og Hong Kong.
Starfsmönnunum sjálfum er falið að
gera þær ráðstafanir, sem þarf, til að
viðskiptavinirnir þurfi ekki að bíða,
og hingað til hefur það tekizt.
Hið sveigjanlega fyrirkomulag hef-
ur einn aukakost, sem er, að auðveld-
ara er að fá mæður, er vinna utan
heimilisins, til að gerast starfsmenn.
Þetta leyfir þeim að koma til vinnu,
þegar þær eru tilbúnar — börnin
komin í skólann og helztu heimilis-
störfum lokið. Það gefst einnig nægi-
legt svigrúm til að sinna venjulegum
vandamálum hinnar útivinnandi
móður, eins og tímum hjá læknum og
tannlæknum. Þessi kostur er mjög
mikilvægur, þegar efnahagslífið er
eins og í Vestur-Þýzkalandi, að starfs-
menn vantar í 800.000 lausar stöður.
Tvær mæður — Eitt starf
Onnur aðferð til að fá mæður aftur
út á vinnumarkaðinn með því að hafa
sveigj anlegan vinnutíma hefur Irorið
góðan árangur í Idollandi. Þar sá
Albert Heyn verzlunarkeðjan, sem
hefur aðalstöðvar í Zaandan, fram á
alvarlegan vinnuaflsskort. Til að leysa
hann auglýsti fyrirtækið eftir tveim
mæðrum, sem vildu taka að sér eitt
fullt starf í sameiningu.
Hverjar tvær mæður taka sjálfar
ákvarðanir um, hvor vinnur hvenær.
Margar unnu saman ekki aðeins sem
starfsmenn, heldur önnuðust þær
jafnframt barnagæzlu hvor fyrir
aðra, skiptust á um að gæta barna og
fara til vinnu. Eins og sveigjanlega
vinnutímafyrirkomulagið lét þetta
kerfi starfsmennina sjálfa vera á-
hyrga fyrir að leysa málið og hafði
þannig í för með sér sveigjanleika
án aukins stjórnunarkostnaðar. Þessi
aðferð hefur gefizt svo vel, að verzl-
unarkeðjan þarf ekki lengur að aug-
lýsa eftir starfsfólki.
Að yfirfæra nýjungar í starfsmanna-
málum
Höfundi þessarar greinar virðist
ekkert því til fyrirstöðu, að báðar
þessar nýju hugmyndir séu yfirfærð-
ar óbreyttar til Bandaríkjanna.
Sveigj anlega vinnutímafyrirkomulag-
ið virðist eins og sniðið fyrir skrif-
stofuhverfin í Bandaríkjunum, svo
sem í New York og Chicago, þar sem
umferðaröngþveitið er mikið vanda-
mál.
Að láta tvær mæður taka að sér
starf virðist líklega henta vel við að
vinna hvaða skýrt afmarkað eða ein-
falt starf sem er, þar sem ekki er
krafizt sérþekkingar eða erfitt er að
fá sérhæft starfsfólk.
Auk þeirra hugmynda, sem unnt er
að yfirfæra óbreyttar, geta bandarísk
fyrirtæki lært af því að kynna sér,
hvernig velferðar- og hlunnindamál í
Evrópu, sem eru til fyrirmyndar, falla
raunverulega inn í myndina af heild-
arviðskiptalífinu. Tökum t. d. Dan-
mörku. Þar hefur hin stjórnmálalega
öfluga verkalýðshreyfing fengið eft-
irfarandi lögleitt inn í dönsk verka-
lýðsmál: Lágmarkssumarleyfi fjórar
vikur á fullum launum, 120 daga
veikindaleyfi á ári á fullum launum;
lágmark sex mánaða laun vegna upp-
sagnar; fullkomnar tryggingar; leyfi
vegna barnsfæðingar og almennt
styttri vinnutíma en hér tíðkast. Allt
er þetta að fullu greitt af einátökum
vinnuveitendum án aðstoðar ríkis-
valdsins.
Að vísu eru laun lægri í Evrópu en
hér, en hve lengi verður það svo?
Evrópubúar áætla, að laun í Englandi
muni hafa hækkað um 50% og enn
meira á meginlandinu árið 1975.
Yfir hluta af þessum árum er lík-
legt, að launahækkunum í Bandaríkj-
unum verði haldið í lágmarki vegna
ráðstafana gegn víxlhækkunum
kaupgjalds og verðlags.
Þegar svo er komið, getur vel ver-
ið, að helzti munurinn á vinnuafli í
Bandaríkjunum og Evrópu liggi í til-
Framhald ó 33. bls.
IÐNAÐARMÁL
29