Iðnaðarmál - 01.01.1973, Qupperneq 37
ÞverskurSur aj öryggisbíl VolkswagenverksmiSjanna. Óll sœti eru logsoðin föst til að
auka styrkldka bílsins en ajtur á móti eru fótstig og stýri hreyjanleg. Benzíntankurinn
(5) gelur ekki lekið. Við árekstur á meira en 25 km hraða koma hnéöryggishlífarnar
jram. Högghlíjar með höggdeyji taka af höggið við árekstur á allt að 15 km hraða.
Öryggisbíll frá Volkswagen
A bílasýningu, sem haldin var í
Kaupmannahöfn í janúar, var sýndur
öryggisbíll ESVW frá Volkswagen-
verksmiðjunum. Ameríska samgöngu-
málaráðuneytið setti fyrir nokkrum
árum fram kröfur til öryggisbíis ESV
(Experimental Safety Vehicle) til
þess að mynda reynslugrundvöll, sem
í framtíðinni gæti aukið bæði virkt
og óvirkt öryggi bifreiða okkar.
Meðal þeirra verksmiðja, sem tóku
þessum tilmælum, eru Volkswagen-
verksmiðjurnar. Vinna 80 verkfræð-
inga og tæknimanna, 44 tilraunir
með tilraunabíla og 40 árekstrar
með bilum í framleiðslu eru undan-
fari ESV-fólksvagnsins, sem sýndur
var í Kaupmannahöfn.
GerSar kröfur
Kröfurnar, sem yfirvöldin gerðu,
voru, að farþegarnir lifðu af ýmiss
konar slys, eins og:
Árekstur að framan á fasta fyrir-
stöðu á 80 km hraða eða tvær heilar
veltur um lengdaröxul bílsins eða
ákeyrslu helmingi þyngri bíls frá
hlið á 48 km hraða eða hliðarárekst-
ur á fastan stólpa á 24 km hraða eða
árekstur á ská að framan á fasta
hindrun — 80 km undir 15° horni,
eða 48 km undir 45° horni, eða á-
rekstur á 120 km hraða á kyrrstæðan
bíl, sem er helmingi þyngri, eða á-
keyrslu aftan frá af helmingi þyngra
ökutæki, sem er á 64 km hraða.
Til virks öryggis teljast kröfurnar
um, að ESVW skuli geta ekið á
hringbraut með þvermálið 30,5 m og
með miðflóttakraftinn 0,65 G, að
hann geti slengzt á 80 km hraða
milli súlna, sem á milli eru 29,6 m.
að hægt sé að beygja snögglega á 80
km hraða, án þess að hann velti, að
hann víkji ekki meira en 1,37 m frá
réttri stefnu á 6,1 m braut með hlið-
arvind, sem er 80 km á klst., þegar
bíllinn ekur á um 113 km hraða, og
að hann geti stöðvað á 96 km hraðo
á minna en 47,3 m, án þess að bíll-
inn renni út af 3,66 m breiðri ak-
braut.
Föst sæti
ESV Volkswagen-verksmiðjurnar
uppfylla eða gera betur en að upp-
fylla allar þessar kröfur. Bíllinn veg-
ur 1450 kg, er 473 cm langur, 178 cm
breiður og 140 cm hár. Fjarlægð
milli öxla er 280 cm, og sporvíddin
að framan er 154 cm og að aftan
148 cm.
ESVW hefur fjögur afturljós, sem
eru græn, til að öruggt sé, að ekki
sé villzt á þeim og rauðu stöðvunar-
Ijósunum. Þegar hemlað er snögg-
lega, blikka þau mjög ótt til aðvör-
unar þeim, sem á eftir koma. Aðeins
við mjúka hemlun er ljósið stöðugt.
Blikkljósin eru gul. Öll þessi ljós
hafa tvenns konar ljósstyrkleika og
lýsa sterkara í þoku. Við dagsljós
eru blikkljósin og stöðvunarljósin
sterkari en á nóttu.
Oll ESVW-sætin eru föst nema
ekilssætið, sem hægi er að hækka og
lækka. Stýri og fótstig eru stillanleg
við hæfi hvers ekils. Föstu sætin eiga
mikinn þátt í styrkleika farþegarým-
isins, því að sætisgrindurnar eru log-
soðnar við hliðarstafi yfirbyggingar-
innar.
Oryggisólarnar í bílnum strengjast
sjálfkrafa, og við árekstur, sem verð-
ur með meira en 24 km hraða, verð-
ur falin hnéöryggisól virk.
Hcggr.lííar með höggdeyfi
Vélin er að aftan, fjögurra strokka,
loftkæld, 100 hestafla, tengd sjálf-
skiptingu, sem gefur ESVW hraða-
aukningu frá 50 til 110 km á klst. á
11,5 sek.
Högghlífarnar að framan og aftan
eru hreyfanlegar og festar við högg-
deyfi, sem tekur við högginu við
árekstur á litlum hraða, þannig að
IÐNAÐARMÁL
31