Iðnaðarmál - 01.01.1973, Síða 38

Iðnaðarmál - 01.01.1973, Síða 38
högghlífin fer aftur á sinn uppruna- lega stað eftir áreksturinn. Dyrnar hafa til styrktar innbyggða kassalagaða stálbita í sömu hæð og högghlífarnar. Ef innleidd væri stöðl- uð hæð á högghlífum, myndi það gefa mesta öryggið í öllum tilfellum. Dyralæsingarnar geta ekki hrokkið upp, jafnvel ekki við ákeyrslu frá hlið, og geta þær staðizt allt að 3000 kg högg hver. Framrúðuna hreinsar eitt þurrku- blað, sem hreyfist þannig, að stefnan fylgir alltaf stefnu loftstreymisins. Það lyftist því jafnvel ekki frá fram- rúðunni við mikinn hraða. 32 Öryggi er dýrt Með þessari athyglisverðu bifreið eru sýndar mögulegar, tæknilegar lausnir á mörgum vandamálum um- ferðaröryggis, en verðið er mjög hátt. Kostnaðarverð fyrir aukaútbúnað- inn í ESVW er ca. 5100 dollarar, ef hann yrði settur í fjöldaframleiðslu. Bíllinn verður talsvert þyngri en venjulegur bíll, sem hefur í för með sér meiri benzineyðslu, svo að hann verður dýrari í rekstri og mengun loftsins eykst. Þessi flókni útbúnaður hefur einnig í för með sér, að fleiri hlutar þarfnast eftirlits, þannig að reksturinn verður af þeirri ástæðu dýrari. Úr „Ingeniiírens Ugeblad, nr. 3“ 1973. Pallklifra Pallklifran er afbrigði af venju- legum stiga, þ. e. hún sameinar stiga og vinnupall. Starfsmaðurinn getur staðið á láréttum vinnupalli og unn- ið beint við vegginn í stað þess að standa í höllum stiga. Vinnufjar- lægðin er alltaf hin sama, hver sem hæðin er. Essve-klifran (framleidd af Essve A/B) er í rauninni stigi með fjórum fótum og palli með öryggisbrún. Stiganum er haldið lóðréttum með tveimur stoðum, er liggj a frá stigan- um í vegginn, og tveimur stoðum frá veggnum að stiganum. Pallurinn rennur eftir innri hlið stigans að veggnum. Oryggisgrind og 10 cm hár kantur á pallinum draga úr slysahættu. Kanturinn á einnig að hindra, að naglar, skrúfur og verkfæri detti nið- ur. Þegar vinna þarf uppi á veggnum, stígur starfsmaðurinn á pallinn, leggur taug yfir um hálsinn og klíf- ur upp stigann. Pallurinn, sem veg- ur 6 kg, fylgir eftir og festir sig sjálfkrafa, þegar maður hættir að klífa. Þegar maðurinn vill fara niður, leggur hann aftur lyftitaugina um hálsinn og þrýstir á fjöður. Þá síg- ur pallurinn um leið og maðurinn klífur niður. Úr „Ny Teknik", nr. 9, 1973. Gólfhitun me3 plastpípum Góður árangur — oiniöld lagning Kostir plastpípnanna umfram stál- og málmpípur við upphitun gólfa felast í einfaldri lagningu, mótun og viðnámi gegn ryðmyndun. í sund- höll í Frankfurt voru gólfin í göng- unum hituð upp með þessum hætti. Notaðar voru lágþrýstipípur úr polyethylene, 25 mm að þvermáli og með 2,5 mm veggþykkt. Samtals voru lagðir 3500 m af pípum, er hitaðar voru með 40°C heitu vatni. Hitastig gólfflísanna var 20—22°C. Úr „Ajour“, nr. 2, 1973. IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.