Iðnaðarmál - 01.01.1973, Síða 40
Létt hjal
Þeir gömlu, góðu dagar
Yfirvofandi benzínskortur, sem er afleiff-
ing „orkukreppunnar", og síhækkandi kjöt-
verð, er stafar af vaxandi framleiffslukostn-
affi, eru tvö ný vandamál, er varpa skugga
á hversdagslíf hins almenna borgara. Art
Buchwald skyggnist hér inn í framtíðina.
„Pabbi, segðu mér einu sinni
hvernig það var 1973, þegar allir,
sem vildu, gátu ekið um í eigin bíl?“
„Ég veit, að það lætur ótrúlega í
eyrum, drengur minn, en þá þurfti
ekki annað en aka beint á benzínstöð-
ina og hrópa „FylFann“ til af-
greiðslumannsins. Og veiztu bvað?
Hann varð að þurrka af framrúð-
unni þinni — annars myndirðu ekki
verzla við hann aftur.“
„Hættu nú pabbi. Nú ert’að kríta
liðugt.“
„Ónei, þetta er sannleikur, dreng-
ur minn. Og ekki nóg með það. Við
höfðum miklu stærri bíla þá — þrisvar
sinnum stærri en í dag — marga með
4 dyrum, loftræstingu og alls konar
útbúnaði. Sumir gátu farið með
meira en lítra af benzíni á kílómetra.
Ég hugsa, að það séu einhverjar
myndir af þeim hérna í alfræðirit-
inu.“
„Vá maður, það hafa aldeilis verið
bílar.“
„Og þá var manni leyft að aka
einum í eigin bíl til vinnu eða í bæ-
inn. Einn maður í 8 manna fólksbíl
var ekkert óalgeng sjón.“
„Er það satt, að þú hafir getað
ekið niður á strönd eða upp á fjöll
eða á knattspyrnuvöllinn án þess að
hafa leyfi Bílamálastofnunarinnar?“
„Það er dagsatt. Einu sinni ókum
við móðir þín aila leið til Florida án
þess að spyrja nokkurn um leyfi. Við
bara fórum.“
„Hvað var það eiginlega, sem
breytti þessu öllu, pabbi?“
„Það veit víst enginn með vissu.
Menn eyddu bara benzíni og olíu,
þangað til ekki var meira til. Ég man,
að bílaverksmiðjurnar í Detroit til-
kynntu 1973, að það liefði verið
bezta árið. Þær höfðu selt fleiri og
stærri bíla en nokkru sinni áður. En
enginn hefði munað að segja þeim í
Detroit frá því, að ekki væri til meira
benzín á alla þessa stóru geyma. Það
er ekki okkar vandamál, sögðu allir.
í rauninni var þetta allt ósköp
hlægilegt, því að einmitt þá var mik-
ill gauragangur í Washington út af
allri þeirri mengun, er stafaði frá
bílum, og menn brutu heilann um
nýjar tæknikröfur, er gera skyldi fyr-
ir árgerðirnar 1976. Og svo leystist
vandamálið sjálfkrafa: Það var ekk-
ert benzín eftir til að menga eitt eða
neitt.“
„Hvers vegna framleiddi Detroit
ekki minni bíla, sem ekki þurftu
svona mikið benzín?“
Vegna þess, að bílaframleiðendur
sögðu, að Ameríkumenn hefðu eng-
an áhuga á slíkum bílum. Þeir sögðu,
að Ameríkumenn hefðu alltaf átt
stóra bíla og ættu skilið að eiga stóra
bíla, því að það væru stórir bílar,
sem gerðu Ameríku að stórveldi. I
dag eigum við auðvitað ekki annarra
kosta völ enframleiða tveggj a strokka
bíla, því að þeir eru hinir einu, sem
við höfum efni á að eiga. Það er aug-
ljóst mál, að þegar benzínið kostar
500 krónur lítrinn og fæst aðeins
gegn skömmtunarseðlum, þá munu
engir með fullu viti hefja framleiðslu
á fjögurra strokka bílum.“
„Var það þess vegna, sem við urð-
um að flytja aftur inn í borgina — af
því að þú hafðir ckki lengur efni á
að aka til vinnunnnr;“
„Já, drengur minn. Við bjuggum í
útborg, þegar þú varst lítill, en þegar
landið var benzínlaust, urðum við
að flytja hingað aftur. Ég reyndi að
vísu um tíma að hjóla til vinnunnar,
en það voru 10 km hvora leið, svo að
ég var oftast uppgefinn, þegar ég
kom heim. Svo að við fluttum hing-
að aftur. Og það er undarlegt, máttu
trúa, því að þá bjuggu allir svert-
ingjarnir inni í borgunum, en hinir
hvítu í útborgunum. Nú búa allir
hvítu mennirnir inni í borgunum, en
svertingjarnir í útborgunum, því að
þeir hafa ekki efni á að búa annars
staðar. Reyndar höfðu þeir enga sér-
staka löngun til að flytja þangað, en
þegar hinir hvítu fóru að kaupa heilu
borgarhverfin, áttu hinir svörtu ekki
um annað að velja. Þeir eru sjálf-
sagt miklu hamingjusamari þarna
fyrir utan, þar sem þeir geta verið
allir saman með fjölskyldum sínum.“
„Hverjum var það að kenna, að
við urðum benzínlausir?“
34
IÐNAÐARMÁL