Iðnaðarmál - 01.01.1973, Qupperneq 41
Annálsbrot um íslenzkan iðnað
Janúar - maí 1973
(Dagsetningar vísa til blaðagreina um mólin)
Félag ísl. iðnrekenda átti 40 ára af-
mæli 6. febrúar 1973. Fyrsti formaður
þess var Sigurjón Pétursson verk-
smiðjueigandi á Alafossi, þá Kristján
Jóhann Kristjánsson forstjóri Kassa-
gerðarinnar, næst Sveinn B. Valfells
iðnrekandi og nú Gunnar J. Friðriks-
son iðnrekandi. (6. 2. 73).
Leirvinnsla er talin hagstæðust í Búð-
ardal vegna kosta leirsins, en mark-
aðsrannsóknir þarf að gera, áður en
til verksmiðjureksturs kemur. (7. 2.
73).
Fyrirtækið Sportver hefur náð 50%
framleiðsluaukningu með skipulagðri
vinnuhagræðingu. Fyrirtækinu var
nýlega gefinn kostur á að sauma
2000 jakka fyrir danskt fyrirtæki, en
gat ekki tekið því sökum anna. Fleiri
slík tilboð standa fyrirtækinu til boða.
(17. 2. 73).
Vélsmiðjan Þrymur í Reykjavík hefur
hafið framleiðslu á háþrýstum vökva-
spilum fyrir flestar gerðir veiðarfæra.
Áformað er að framleiða 3 stærðir af
spilum, 5, 15 og 30 tonna. Frumteikn-
ing spilanna var gerð í Verkfræði-
stofu Sígurðar Thoroddsens sf., en
teikningar síðan fullunnar af Þor-
steini Guðlaugssyni. Hjá Þrym starfa
nú 60 vélsmiðir. (17. 2. 73).
Heildarútilutningur iðnaðarvara árið
1972 var 3.880 millj. króna á móti
1.177 millj. króna árið 1971. Án áls
eru tölumar 1.164 millj. króna á móti
890 millj. króna. Aukning álsölu stafar
af sölu birgða, sem söfnuðust fyrir
árið 1971. Mest var aukningin í prjón-
lesvöru og fatnaði, þá skinnavöru og
niðursuðu. (27. 2. 73).
Á uppboði minkaskinna hjá Hudson
Bay & Annings í London nýlega var
meðalverð á skinn um 1500 krónur,
og er þetta hæsta verð síðan 1965.
(2. 3. 73).
I kynningu íslenzkra fyrirtækja í dag-
blaðinu Tímanum birtist í dag eftir-
farandi Sementsannáll: (4. 3. 73).
1756 John Smeaton, enskur verkfræð-
ingur notar kalk, sem brennt var úr
leirblöndnum kalksteini, til að hlaða
Eddistonevitann. Rannsakaði ekki
nánar.
1824 Joseph Apsdin finnur upp Port-
land-sement.
1830 Fyrsta sementsverksmiðjan reist
í Englandi.
1847 Sement notað (með öðru) til að
þétta helluþak og við múrhúðun á
Dómkirkjunni í Reykjavík.
1860 Sement notað við hafnargerð í
Esbjerg.
1861 Franskur garðyrkjumaður, Jos-
eph Monter, reynir að styrkja stein-
steypu með járnstöngum. Undanfar-
inn að járnbentri steinsteypu.
1864 Til landsins fluttar 33 tunnur af
sementi til sölu.
1876 Reist „kalksteypuhús" í Görðum
á Akranesi. Húsið var byggt úr
steyptum steinum.
1878 Sement notað við smíði Garða-
kirkju.
1880 íbúðarhverfi í Berlín einvörð-
ungu úr steinsteyptum húsum. (Vik-
torenstadt).
1881 Einar Jónsson, trésmiður steypir
gólf í húsi í Reykjavík.
1895 Lætur Jóhann Eyjólfsson, bóndi
í Sveinatungu steypa íbúðarhús í
skriðmótum, sem hann fann upp.
„Sveinatungumótin". Þetta var fyrsta
húsið, sem var steypt í mótum hér á
landi. Fleiri fylgdu í kjölfarið. Sama
ár var steypt fjós á Akureyri.
1897 Steypt fjós við Barónsstíg í
Reykjavík.
1902 Magnús Jónson, skósmiður á
Isafirði, byggir tvílyft steinhús.
1903 Helgi Magnússon byggir tvílyft
steinhús í Bankastræti í Reykjavík.
1903 Guðjón Sigurðsson byggir Ing-
ólfshvol í Hafnarstræti. Það er fyrsta
járnbenta steinhúsið, og margvíslegar
nýjungar voru fleiri í því húsi.
1903 Félag stofnað til að reka grjót-
mulning og steinagerð úr steinsteypu.
„Mjölnir". Firmað malaði „Holtagrjót”
í hæfilegar stærðir. Hætti störfum
1907.
1903 Ný byggingareglugerð í Reykja-
vík, þar sem steinsteypt hús eru sett
á sama bekk og önnur steinhús.