Iðnaðarmál - 01.01.1973, Page 43

Iðnaðarmál - 01.01.1973, Page 43
Kynnincj U NIDO • sérfræðinga Mogens A. F. Höst er f. árið 1916 í Kaupmannahöfn, lauk prófi í vélaverk- fræði frá tækniháskólanum í Kaupmanna- höfn 1941 og stundaði framhaldsnám í iðnaðarhagfræði og skipulagningu við tækniskólann í Stokkhólmi 1942. Hann starfaði 1943—46 við ráðgjafastörf hjá AB Industribyrán, deild í iðnaðarsamband- inu sænska, og hjá iðnaðarráðinu danska 1946—47 við að stofnsetja framleiðnideild Það er heitasta ósk konu minnar að eign- ast mynd af mér sem smábarni. innan þess. Eftir eins árs námsdvöl í Bandaríkjunum, setti hann á stofn eigin ráðgjafaskrifstofu í Kaupmannahöfn árið 1948 með tæknilega fyrirtækjastjórn sem sérgrein. Höst fór árið 1957 á vegum Ford Four.dation til Indlands til að stjórna áætl- un um eflingu smáiðnaðar, og á 5 árum aðstoðaði hann við að stofnsetja 16 ríkis- stofnanir og 53 stofnanir í héruðum, sem aðstoðuðu iðnaðinn í rekstrar og fjárhags- tækrilegum og tæknilegum ntálum. Næstu 5 árin var hann á vegum Ford Founda- tion í Afríku og Mið-Austurlöndum við iðnþróunaráætlanir, en síðan tvö ár hjá UNIDO í Vínarborg og 1969—71 við skipu- lagsstörf á vegum bandaríska ráðgjafa- fyrirtækisins H. B. Maynard and Company í Evrópu. Hann kom til Islands í marz s.I. á vegum Iðnþróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna til að aðstoða við stofnun deild- ar fyrir rekstrartæknilega aðstoð hjá Iðn- þróunarstofnun Islands. Hann er kunnugur íslenzkum málefnum, þar eð hann starf- aði að ýmsum verkefnum fyrir Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna árið 1972. Létt hjal Framhald af 34. bls. „Detroit kenndi Ralph Nader um það, forsetinn kenndi þinginu, Arab- arnir lögðu alla sökina á ísraels- menn, og olíufélögin ásökuðu nátt- úruverndarmennina í Alaska.“ „Það hefur sannarlega verið gam- an að lifa 1973.“ „Því máttu trúa. Veiztu, að einu sinni ókum við 7 km aðeins til að fá okkur góðan bauta.“ ,,Hvað er bauti, pabbi?“ „Æ, það skiptir engu máli. Það er dálítið erfitt að tala um það.“ Úr „Farmand", nr. 20, 1973. Erik Lauesen Frost er f. árið 1926 í Dan- mörku, lauk prófi í vélaverkfræði frá tækniháskólanum í Kaupmannahöfn 1953. Hann starfaði hjá Dansk Signal Industri A/S Kaupmannahöfn 1954—59 við hönn- un öryggiskerfa fyrir járnhrautir. Frá 1959 hefur hann starfað hjá Jydsk Teknologisk Institut í Arósum, Danmörku, fyrst sem forstöðumaður vélaverkfæradeildar stofn- unarinnar, en frá 1968 hefur hann verið forstöðumaður verkfræðihönnunardeildar, sem vinnur að efnisprófunum, framleiðslu- hönnun, vélahönnun, sjálfvirkni, ráðgjöf um skipulagningu, tækniþjálfun o. fl. verkefnum. Frost kom til Islands í maí s.l. á vegum Iðnþróunarstofnunar Samein- uðu þjóðanna og mun dvelast hér í 8 mán- uði til þess að veita aðstoð við að skipu- leggja nýjar ráðgefandi þjónustudeildir hjá Iðnþróunarstofnun Islands og þjálfa starfs- krafta til þeirra starfa. IÐNAÐARMAL 35

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.