Franskir dagar - 01.07.2008, Page 6
Franskir dagar - Les jours fran^ais
Texti: Albert Eiríksson
Myndir: Albert og úr einkasafni
Siggi á Vattarnesi
Nyrst á fjallskaganum milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar er Vattarnes. Það er kennt við hálftröllið Vött sem, samkvæmt þjóðsögu-
num, var góðvinur skessunnar Kolfreyju og Skrúðsbónda. Önnur saga greinir frá því að landnámsmaður hafi gleymt vetti sínum á nesinu,
er hann hélt þaðan í leit að betri landkostum. Vattarnesið er rúmur kílómetri að lengd, nokkuð mýrlent og lágt en víða klettahœðir. A
Stórási stendur viti sem reistur var 1958 en eldri viti erfrá 1912. Affjöllum á Vattarnesi ber mest á Halakletti og Reyðarfjalli, sem land-
námsmaðurinn Naddoddur gekk á til að svipast um eftir mannabyggðum en sá eigi. Kallaði hann landið Snœland og sigldi brott.
Þaö er ekki ofsögum sagt að Siggi á Vatt-
arnesi sé hvers manns hugljúfi og mann-
vinur. Mér lék forvitni á aö kynnast honum
aöeins betur og baö hann aö segja mér frá
lífshlaupi sínu.
Siggi heitir fullu nafni Bjarni Sigurður
Úlfarsson og fæddist á Vattarnesi þann
28. júlí 1926, sonur hjónanna á Kaldalæk
á Vattarnesi; Úlfars Kjartanssonar (1895-
1985) og Maríu Ingibjargar Halldórsdóttur
(1897-1939). María varfrá Hofí í Fellum, en
Úlfar fæddist á Vattarnesi og ólst upp hjá
föðursystur sinni Karólínu Sturludóttur og
manni hennar Jóni Oddssyni. Þau bjuggu
í torfkofa sem var rifinn þegar þau byggðu
Dagsbrún sem stóð þar rétt hjá.
Systkini Sigga eru: Halldóra (1918-
2000), Jón Karl f. 1920, Eygerður (1922-
1982), Indíana Björg f. 1924, Aðalbjörn f.
1928, Steinunn f. 1931, Kjartan Konráð f.
1935, Hreinn f. 1937, og María Úlfheiöur
f. 1939. „María fæddist í júní og móðir
mín lést í september sama ár. Hún náði sér
ekki eftir fæöinguna. Þó hún hefði fóta-
vist hluta sumars. Hún lá fárveik á Eski-
firði þar sem hún lést“. Úlfar faðir Sigga,
kvæntist ekki aftur.
Á uppvaxtarárunum voru sex fjölskyldur
á Vattarnesi. Siggi ólst upp í Dagsbrún. í
Steinhúsinu bjuggu Þorsteinn Hálfdán-
arson og Sigurbjörg Indriðadóttir með
sex börn. í Marbakka, sem stóð á sjávar-
kambinum fyrir neðan Steinhúsið, bjuggu
Magnús Jónsson og Þorbjörg Bjarnadóttir
með fimm börn. Á Tanganum byggði
Guðmundur Sigurðsson, bróðir Daníels á
Kolmúla, húsið Laufás ásamt sinni konu
Sigriði Kristjánsdóttur, en reif húsið og
endurbyggði á Eskifirði. Eftir flutninginn
setti Guðmundur þak á steyptan kjallarann
og bjó þar á sumrin á meðan hann reri frá
Vattarnesi. Guðmundur og Sigríður áttu
sjö börn.
Feðgarnir Kristján Sveinsson og Jóhann
Hálfdán Kristjánsson bjuggu tveir í húsinu
Friðheimi, sem var á eiðinu. Kristján var
giftur Stefaníu Ingibjörgu Eiríksdóttur
og átti auk Jóhanns, Sigríði konu Guð-
mundar í Laufási.
í Eiríkshúsinu, sem einnig var kallað
Péturshús, Lúðvíkshús og síðast Þrast-
z' N
Sigurður Úlfarsson á Vattarnesi i lok júni 2008.
Siggi fór Jyrst á ball i Templaranum þegar liann
var tiu ára “Þá var ég staddur á Búöum i póstferö.
Þórður góði lileypti mér inn án þess að borga.
Þetta var hin mesta upplifun. Ég heyrði eftir konu
nokkurri að ég hafi verið hinn besti dansherra"
segir Siggi hlœgjandi en bætir við að þetta sé nú
sennUega orðum aukið hjá konunni.
arhóll, bjuggu Pétur Sigurösson og Guð-
laug Sigmundsdóttir. Þau áttu átta börn
og fluttu seinna til Reykjavíkur.
Foreldrar Sigga lifðu á útgerð og höfðu
einnig 10-12 kindur og eina kú. Lengi vel
var enginn hestur en Úlfar keypti kerru-
hest á Þernunesi, sem hét Frosti: „Það var
ekki nokkur leið að fara á bak á honum.
Hann ýmist hreyfði sig ekkert eða gekk í
hringi“ segir Siggi glaðlegur að vanda.
Ferming og menntun
Árið 1939 fermdist Siggi í Kolfreyjustað-
arkirkju. Fermingarsystkini hans voru
Guðrún Guðmundsdóttir á Brimnesi, Val-
borg Sigbergsdóttir á Eyri, Guðbjörg Jóns-
dóttir í Kolfreyju, Ragnar Haraldsson
sonur prestsins og Árni Þór Þórarinsson
á Vattarnesi. „Fyrir ferminguna áttum við
að læra kverið. Við strákamir vorum allir
álíka miklir tossar en stelpurnar kunnu
þetta utanbókar og komu okkur til hjálpar.
Bjarni Jónsson kennari kenndi okkur í
kverinu og sr. Haraldur setti okkur fyrir.
Mér fannst voðalegt að læra þá bók.
Þórarinn á Vattarnesi flutti frá Amer-
iku 1930 í Steinhúsið og fékk Láms Guð-
mundsson (Guðfinnssonar læknis) til að
kenna sonum sínum en mér var boðið
aö vera með. Hann kenndi okkur ensku,
dönsku og reikning. Eggert sonur Þór-
arins var mikill grallari. Hann hafði þann
leiða vana að naga í sífellu pennastöngina.
Þetta líkaði Lámsi illa og eitt sinn þegar
við vomm í fríminútum, tók hann stöng-
ina og dýfði henni í rótsterkan og bragö-
vondan gigtaráburð. Þegar við komum
úr friinu dreif Eggert stöngina upp í sig
en var fljótur að taka hana út úr sér og
nagaði ekki eftir þetta.“
Landpóstur
Pósturinn fyrir Norðurbyggðina og Vattar-
nes var sóttur suður að Búðum, póstferðir
vom þegar strandferðaskipin Súðin og
Esjan komu. „Skipin komu á tveggja vikna
fresti að mig minnir“. Fram undir ferm-
ingu sá Siggi um póstferðirnar á sumrin,
en faðir hans og Jón bróðir hans á veturna.
„Fyrst vomm við Geröa systir saman, hún
tólf ára og ég átta. Pósttaskan var allmikil
leðurtaska með ólum yfir axlirnar: „Ég var
aðeins stærri en taskan, en það var ekki
mikið“ segir hann hlæjandi. Á leiðinni
aö Búðum þurfti að safna saman bréfum
á bæjunum. Pósthúsið var í Valhöll, sím-
stöðvarstjóri var Kristján Guðmundsson
og Ásgeir bróðir hans sá um póstinn. Á
Búöum gistum við hjá Sigríði á Uppsölum
eða Kjartani Indriðasyni, frænda okkar,
sem bjó á loftinu í Pétursborg en síðan í
Efri-Haga.
Póstferðin frá Búðum í Vattarnes tók
um fimm tíma: „Oft fengum við póstinn
á ellefta tímanum að morgni. Þá þurfti að
koma við á flestum bæjum, þó ekki alltaf
öllum. Sólveig á Brimnesi og Guðbjörg í
Árnagerði færðu okkur iðulega eitthvað til
að borða á leiðinni s.s. soðið slátur, ný-
bakað brauð eða kökur.
Jón í Freyju var afar sniðugur karl, hann
kom jafnan upp á götu og sagði nokkrar