Franskir dagar - 01.07.2008, Page 10
Franskir dagar - Les jours fran^ais
arnesi. Þegar hún var komin inn yfir Nesiö
var eins og hún missti afl og stakkst svo
beint á nefið ofan í mýri austan viö Stein-
húsiö. Þaö gaus upp hvítur strókur og svo
varð allt kyrrt. Það vakti furðu aö hvorki
sprengjurnar sprungu né kviknaði í vél-
inni. Þrír Norðmenn voru í vélinni, sem
sátu hver aftur af öðrum. Þeir létust allir.
Kanarnir á Nesinu komu strax á vettvang,
fljótlega kom hraðbátur frá Reyðarfirði og
Úlfar SU-185
sótti líkin. Kanarnirvoru að róta í brakinu
og hirtu eitthvað en afgangurinn var að
veltast um Vattarnesið í nokkur ár. Elds-
neytið af vélinni mengaði mýrina sem
hún stakkst ofan í og eyðilagði vatns-
bólið (brunninn) sem íbúar Marbakka tóku
neysluvatn úr.“
Þegar Kaninn fór frá Vattarnesi komu
þeir á skipi sem lagðist viö akkeri á bót-
inni. Innrásarprammi var notaður til að
ferja út í skipið dráttarvél, steypuhrærivél,
tvo bíla, jarðýtu og fleira. Þegar lokið var
viö að ferma skipið átti að taka prammann
um borð en ekki vildi betur til en svo að
hann sökk. Ekki var gerð tilraun til að ná
honum upp.
A striðsárunum lagöi herinn blátt bann
við því að vitinn væri látinn loga. Fyrir
stríð var Þórarinn vitavörður og eftir að
hann flutti að Sunnuhvoli á Búðum (og
þaðan til Reykjavíkur), tók Úlfar við starf-
inu. Skipið Hermóður kom með gas fýrir
vitann, allmörg hylki í einu og þau entust
í nokkra mánuði. „Vitinn bilaði aldrei svo
ég muni.“ Rúmum áratug eftir að stríð-
inu lauk kom vinnuflokkur frá Vitamála-
stofnun til að reisa nýjan vita en karl-
arnir á Vattarnesi hjálpuðu til. Notaður
var öflugur mótorgrjótbor til að bora í
bergið: „Við fengum þá til að bora í klöpp
í fjörunni þar sem við gerðum slipp fyrir
bátinn“.
Hörmulegt sjóslys
Þann 30. október árið 1942 fórust þrír
menn frá Vattarnesi, Magnús á Marbakka,
Jón bróðir hans og Lúðvík Sigurjónsson
sem bjó þá í Þrastarhóli með Sigrúnu
Daníelsdóttur og fjórum börnum þeirra.
Þeir reru saman á báti Magnúsar. Þetta
var fyrsti róður þeirra saman en Lúðvík
hafði ráðið sig í vinnu hjá hermönnunum
við að flytja í land úr skipum þeirra. Þeir
fóru á sjó meö línu í ágætis veðri og við
feðgarnir fórum líka pabbi, Jón og ég.
Magnús var nýbúinn að fá ameríska
vél í bátinn og þennan morgun voru þeir
félagar lengi að fá hana í gang. Ég hitti
þá aðeins áður en þeir fóru á sjóinn en
vissi ekki hvert för þeirra var heitið. Þegar
kominn var legutími hjá okkur var farið
að draga línurnar, þær voru Qórar eða
sex. Þá heyrðum við gríðarlegan hvell
og upp gaus mikill reykjarmökkur. Við
héldum áfram að draga og fórum í land.
Ekki komu þeir Lúðvík, Magnús og Jón að
landi, en þá fóru nokkrir bátar til leitar.
Daginn eftir fannst báturinn allur í tætlum
en hann hafði splundrast. Bakborðshliðin
var öll rifin frá og fram að fremstu þótt-
unni og líka þar þvert fýrir. Líkin fundust
aldrei. Ég hygg að þeir hafi fengið þýskt
dufl á línuna. Talið var að Þjóðverjar hafi
lagt duflum lyrir mynni Reyðarfjarðar.
Við urðum tvisvar varir við að línan var
föst í einhverju sem við vissum ekki ná-
kvæmlega hvað var en talið var að það
væru þýsk dufl.
Fjölskyldan
Gróa Sigurðardóttir, eiginkona Sigga,
fæddist 31. mars 1929. Hún kom tólf ára
gömul sem vinnukona til Jóns Úlfarssonar
og Þórunnar systur sinnar í Steinhúsið þar
sem þau byrjuöu sinn búskap eftir að Þór-
arinn fór, áður en þau fluttu að Eyri. „Þá
kynntumst við Gróa fyrst."
Guðmundur, sem bjó í Laufási og á Eski-
firði, fórst í snjóflóði í póstferð til Seyðis-
fjarðar. „Þá fengum við Sigríði ekkju hans
sem ráðskonu um tíma. Eftir að Sigríður
fór kom Gróa sem ráðskona til okkar. Það
mun hafa verið 1951 þá var hún með Sig-
berg son sinn á öðru ári, og hún fór aldrei
aftur" segir hann hlæjandi.
Siggi og Gróa felldu hugi saman og
giftu sig í Kolfreyjustaðarkirkju 23. júlí
árið 1955 sama dag og bæði bömin voru
skírð. „Ekki man ég eftir að það hafi verið
nein veisla. í okkar búskapartíð hélt ég
áfram útgerðinni. Við vomm með mest um
eitt hundrað ær en oftast vora þær á milli
þrjátíu og fjörtíu. Kýrnar vom tvær, já já
og svo fýlgdi hesturinn Frosti okkur“, segir
hann sposkur á svip. Börn Sigga og Gróu
em Ingibjörg f. 1953 og Úlfar f. 1955. Fyrir
átti Gróa Sigberg Friðriksson f. 1949.
Gróa og Siggi bmgðu búi og fluttu aö
Búðum 1983 í parhús sem þau byggðu
sér. Auk róðra starfaði Siggi við fiskmat
hjá Kaupfélaginu og á Stöðvarfirði og
líkaði vel. „Áður en við fluttum var ég
búinn að fá vinnumanninn Anders sem
reri með mér. Hann var afskaplega dug-
legur og elskulegur drengur, flutti með
okkur að Búðum og reri áfram þar. Eftir
að Anders hætti kom Úlfar sonur okkar og
við remm saman. Þá lét ég smíða bátinn
Úlfar SU-185 í Hafnarfirði en Helgi í Björk
hjálpaði mér að innrétta hann. Báturinn
var 5,8 tonn. Við remm í þrjú ár og þá
seldi ég húsið og við hjónin fluttum til
Staffanstorps í suður Sviþjóð árið 1987. Þá
var Inga dóttir okkar nýlega flutt þangað.
Það gekk ágætlega að fóta sig í nýju landi.
Ég vann smíðavinnu með Þresti Júlíussyni
tengdasyni mínum. Við hjónin settumst á
skólabekk og lærðum sænsku.“
Fljótlega eftir að þau fluttu til Svíþjóðar
greindist Gróa með krabbamein og lést 21.
maí 1998. „Ég bjó úti í eitt ár eftir það en
flutti þá heim“.
Sigurður hefur frá því hann kom frá
Svíþjóö búið á Uppsölum, dvalarheimili
aldraðra á Fáskrúðsfirði, og unir þar hag
sínum vel.
10