Franskir dagar - 01.07.2008, Qupperneq 12
Franskir dagar - Les jours fran^ais
Texti: Hildigunnur Jörundsdóttir
Myndir: Bergdís Ýr Guðmundsdóttir
Frakklandshátíð á íslandi - Íslandshátíð í Frakklandi
Þó flest sveitarfélög viö sjávarsíðuna séu
hvert öðru lík er þó eitt sem greinir Fás-
krúðsfjörö frá flestum öðrum en það er
það tímabil í sögu okkar íslendinga þegar
franskir sjómenn sóttu Islandsmið.
Franska arfleiðin er sterk á Fáskrúðsfírði
og vel sýnileg. Óvíða á íslandi er að finna
jafn miklar minjar tengdar frönsku sjó-
mönnunum eins og hús, grafreiti og fleira.
Aberandi eru götuskiltin í bænum sem öll
eru á íslensku og frönsku.
I Frakklandi eru þessi tengsl við Island
ekki síður sterk og oft tregabundin. Lík-
lega er minningin um Island eins sterk og
raun ber vitni vegna þeirrar miklu spennu
sem ríkti og sveiflu milli sorgar og gleði
þegar bátarnir sneru aftur heim af Islands-
miðunum. I norður Frakklandi bjó fólk við
fátækt og mikil óvissa ríkti um það hvort
ástvinur, faðir eða bróðir átti afturkvæmt
eftir langa dvöl á ijarlægum miöum.
Þau tengsl sem þarna mynduðust milli
Fáskrúðsfirðinga og frönsku sjómann-
anna, sem flestir komu frá Bretanskaga,
hafa verið það sterk að minningamar hafa
ekki gleymst.
Einn af þeim bæjum í Frakklandi sem
átti marga „Islandssjómenn”, eins og þeir
sjómenn sem sigldu á íslandsmið voru
kallaðir, er Gravelines.
Gravelines er þrettán þúsund manna
smábær við Ermasundið í norðurhluta
Frakklands. Áður fyrr var aðal atvinnu-
vegur bæjarins sjávarútvegur en það hefur
breyst mikið og flestir bátar á svæðinu
sigla aðeins til skemmtisiglinga. Gravelines
er stöndugur bær. Þar er stórt kjarnorku-
ver, ein stærsta fiskeldisstöð í Frakklandi
og þó víðar væri leitaö, álver er aö hluta
á umráðasvæði bæjarins og margt fleira.
Mikill iðnaður er á þessu svæði og i nær-
liggjandi byggðarlögum en það sem gerir
Gravelines sérstakan bæ er sú umgjörð
sem bærinn hefur. Hann er í raun gamalt
virki sem umgirt er síki allan hringinn og
skapa þessar andstæður nútima og gamla
I
tímans sérstakt andrúmsloft sem gaman er
aö upplifa. Góð tengsl á milli Fáskrúðs-
Qarðar og Gravelines urðu ti! þess að þann
18. ágúst 1991 var komiö á formlegum
vinarbæjatengslum milli bæjanna.
Flestir Islendingar þekkja hátíöina
Franskra daga sem haldin hefur verið
árlega síðan 1996 en hátiðin er meðal
þekktustu bæjarhátíða á Islandi. Það eru
færri sem vita af Islandshátíðinni „Hátíð
Islandssjómanna - Féte des Islandais” sem
haldin er árlega í Gravelines eina helgi
í lok september. Þetta er mikil hátíð þar
sem bærinn er skreyttur með islenska og
franska fánanum og mikið gert til aö gera
helgina hátíðlega. Á hverju ári kemur
hópur frá Gravelines til Islands á Franska
daga og svo fer fólk frá Fjarðabyggð til
Gravelines á Islandshátíðina.
Á íslandshátiðinni er margt til gamans
gert og heimamenn kynntir fyrir Islandi
og íslenskri menningu. Á hátíðinni 2007
var t.a.m. boðið upp á íslenska plötusnúða
sem skemmtu unga fólkinu á plötusnúða-
kvöldi. Þar var boðið var upp á íslenskt
sælgæti og bæklingar frá íslandi voru til
sýnis ásamt myndasýningu frá Frönskum
dögum.
Hátíðin gengur að miklum hluta út á að
minnast þeirra er sigldu á íslandsmiðin og
mikið lagt upp úr minningarathöfnum. Á
föstudeginum er siglt á skútum og bátum
út skipaskurðinn sem liggur um bæinn og
út á haf. Þar er falleg og táknræn athöfn
um íslandssjómennina. Bæjarstjórar Gra-
velines og Fjarðabyggðar hafa iagt blóm-
sveig í vota gröf sjómannanna, spiluð
er falleg tónlist og hópur kvenna klæð-
ist búningi sjómannskvenna af þessu til-
efni. Þegar komið er í land er boðið upp
á drykki og veitingar, íslenskan harðfisk,
hákarl og fleira fýrir þá sem taka þátt í at-
höfninni.
Á sunnudeginum er ávallt Islandsmessa
og eftir messuna tekur við litskrúðug
skrúðganga. Byrjað er á að ganga að gam-
alli kapellu þar sem minnisvarði um Is-
landssjómennina stendur. Þar eru haldnar
ræður og við það tækifæri er íslenski þjóð-
söngurinn leikinn. Þeim Islendingum sem
hafa verið viðstaddir þykir mikið til koma.
I skrúðgöngunni eru meðal annars tvær
lúðrasveitir og um fjögurra metra háar fí-
gúrur sem tákna íslandssjómenn og sjó-
mannskonur. Gangan er táknræn þar sem
gengið er um götur þar sem sjómennirnir
bjuggu. Á þeirri leið er hús sem kallað er
Islandshúsið og sýnir hvernig búið var á
þessum tíma.
Móttökurnar í Gravelines eru ávallt
mjög hlýjar, rausnarlegar og vel hugsað
um íslensku gestina. Það er greinilegt að
sambandið á milli bæjanna er íbúum Gra-
velines mikilvægt. Það hlýtur að teljast
einstakt að íbúar í litlum bæ í Frakklandi
haldi Íslandshátíð svo glæsilega og frábært
fyrir Islendinga að taka þátt og upplifa há-
tíöina. íslenski fáninn blaktir víða og mjög
hjartnæmt er þegar íslenski þjóðsöngurinn
er spilaður í skrúðgöngunni. Óhætt er að
segja að það hafi komið íslendingum sem
farið hafa á þessa hátíð á óvart hversu
ofarlega minningin frá þessum tíma er
í huga fólks og hversu miklu máli hún
skiptir íyrir fólk þar. Ibúar Gravelines eru
kurteisir, mikil virðing borin fyrir íslend-
ingum og vel tekið á móti þeim. Mik-
ilvægt er að styrkja sambandið enn frekar
og varðveita vel þá sögu sem við eigum
um sjómennina og gera henni góð skil hér
á Fáskrúðsfirði.
12