Franskir dagar - 01.07.2008, Side 23

Franskir dagar - 01.07.2008, Side 23
Franskir dagar - Les jours fran^ais Frönsk Pistousúpa fyrir 6 Petrína Rós Karlsdóttir, hefur á undanförnum tíu árum verið ötul við að leiða landann í lystisemdir suðrœnnar matargerðar á matreiðslunámskeiðum. En hún er líka frönskukennari, leiðsögumaður og matarskríbent .vvo fátt eitt sé neflit og er núna með bók ísmíðum um matreiðslu í anda Próvens eða miðjarðarhafseldamennsku. “Eg bjó um árabil í „Provence” íSuður- Frakklandi. Þar lieillaðist ég af ástríðu þeirri sem læturfáa ósnortna. Nágrannakona mín, kölluð mamie Rose eða amma Rós, tók mig og mína undir sinn verndarvœng. Ég kynntist þessari yndislegu fjölskyldu frá norður-Afríku og smitaðist afmatarást þeirra sem varð að ástríðu. Fátt veitir meiri gleði og unað en góður matur í góðra vina hópi og þá skiptir hráefnið mestu máli, bragð, áferð og útlit þess eða hvernig því er blandað saman ” segir Petrína Rós áluigakona umfranska menningu á Fáskrúðsfirði. Bon appétit! Hérna eru sýnishorn úr vœntanlegri bók, aðlöguð íslensku hráefni. Uppistaðan í matargerðinni eru ólífur, ólífuolía, ferskt grœnmeti, hvítlaukur og tómatar. Pistou súpa er hefðbundin grœnmet- issúpa í Próvenshéraði í Frakklandi, pistou er próvensalska og þýðir að merja, kremja, til eru ótal uppskriftir. Hérna er ein útgáfa Undirbúningstimi: 15 mín. Eldunartími: 45 min. Hráefni: Súpa: 2-3 velþroskaðir tómatar 2- 3 kúrbítur 1-2 blaðlaukur/púrrulaukur 1-2 laukar 3- 4 gulrætur 100 g belgbaunir (ferskar, frystar eða úr dós og meðhöndlaðar eftir atvikum) 4- 6 kartöflur 1 grein sellerí 1-2 kjúklinga eða nautasúputeningur 100 g litlar makkarónur (eftir smekk) pipar (helst úr kvörn), maldon-salt Pistou-mauk:* 2- 3 vel þroskaðir tómatar (plómu ef kostur er) 4- 8 hvítlauksgeirar (eftir smekk) Stórt bunkt af basil (15 kvistir a.m.k.) 50g parmesan ostur eða rifinn gruyére- ostur 3- 4 msk Ólífuolía Aðferð: u.þ.b. 45 mín. Allt grænmeti skorið i litla teninga og látið sjóða. Þegar vatnið byrjar að freyða eru kartöflurnar og gulræturnar settar út í. 10 mínútum seinna er afgangnum af grænmetinu blandað saman við ásamt súputeningi. Kiyddaö eftir smekk með pipar og salti. Látið suðuna koma upp, malla í 15 mín. og bætið síðan makka- rónunum útí. Setjið lok yfir og látið malla í 20 mín. Grænmetið á að vera stökkt „al dente“. Á meðan er maukið undirbúiö. Tómatar, hvítlaukur, basil, gróft salt og ostur sett í mortél eða blandara og maukað. Ólífuolíu bætt útí smátt og smátt þar til maukið er orðið þykkt. Þegar súpan er tilbúin og áður en hún er borin fram er maukinu bætt útí súpuna og hrært vel saman. Texti og mynd: Albert Eiríksson. 21

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.