Reykjanes - 22.04.2015, Blaðsíða 10

Reykjanes - 22.04.2015, Blaðsíða 10
10 22. Apríl 2015 Rólegt var hjá dragnótabátunum Núna eru flestir bátanna í hrygningarstoppinu nema þeir bátar sem eru í netarall- inu og þeir bátar sem fóru héðan á grásleppuna fyrir norðan. Þórsnes SH hefur verið á netrallinu í Faxaflóa og veitt ansi vel. Landað 216 tonnum í 8 róðrum og mest 50 tonnum. Öllu landað í Sandgerði nema einni löndun sem landað var á Akranesi. Þessi bátur er ekki svo ókunnugur Sandgerði, því að um tíma hét hann Bergur Vigfús GK og var þá á netum og loðnu. t.d fór pistlahöfundur eina loðnuvertið á bátnum þegar hann hét Bergur Vigfús GK undir stjórn Grétars Mars Jónssonar. Enn lengst af hét þessi bátur Keflvíkingur KE og kom þá nokkuð oft með loðnufarm til Sandgerðis. Af öðrum netabátum má nefna að Erling KE er með 62 tonn í 3, Gríms- nes GK 34 tonn í 4, Maron GK 18 tonn í 3, Keilir SI 13 tonn í 3, Happa- sæll KE 12 tonn í 3 og Askur GK 3,4 tonn í 2. Línubátarnir voru að fiska vel þangað til stoppið kom. Þórkatla GK er með 35 tonn í 5 og mest 9,1 tonn í róðri. Gottlieb GK 16 tonn í 3, Pálína Ágústdóttir GK 15 tonn í 3, Dúddi Gísla GK 14 tonn í 2, Bergur Vigfús GK 14 tonn í 2. Af stærri bátunum þá er Jóhanna Gísladóttir GK m eð 235 tonn í 2 og mest 129 tonn í löndun. Sighvatur GK 133 tonn í 2, Kristín GK 116 tonn í 2, Sturla GK 91 tonn í 1. Fjölnir GK 89 tonn í 1. Tómas Þorvaldsson GK 88 tonn í 3. Páll Jónsson GK 82 tonn í 2. Valdimar GK 79 tonn í 2, Auður Vésteins SU 63 tonn í 8, Óli á Stað GK 57,5 tonn í 8, Gísli Súrsson GK 53 tonn í 8. Agúst GK 52 tonn í 1. Hafdís SU 50 tonn í 6, Gulltoppur GK 48 tonn í 10, Guðbjörg GK 28 tonn í 4. Ansi rólegt var hjá dragnótabát- unum enn nokkur leiðindi voru í veðrinu í byrjun apríls og gerði það smábátunum sem og dragnótabát- unuim lífið leitt. Sigurfari GK er með 40 tonn í 4. Siggi Bjarna GK 32 tonn í 3, Arnþór GK 32 tonn í 3, Benni Sæm GK 19 tonn í 3. Örn GK 7 tonn í 1. Nokkrir grásleppubátar hafa hafið veiðar hérna frá Suðurnesjunum. Hafsvala HF hefur landað 22 tonnum í 8 róðrum í Grindavík og mest tæp 4 tonn í róðri. Þar er líka Tryllir GK með 8,2 tonn í 7. Daðey GK er kominn norður til Skagastrandar á grásleppu og landað 2,5 tonn í einni löndun. Það má geta þess að þetta er í fyrsta skipti sem að Daðey GK fer á grálsleppu og bara netaveiðar yfir höfuð. Bjarmi HU hefur landað 2,7 tonnum í einni löndun á færum, Hr- ingur GK 900 kíló á færum báðir í Sandgerði. Sigrún KE 1,7 tonn í einni löndun. Líf GK var með 2,6 tonn í einni löndun á línu. Togarar Nesfisks eru báðir komnir norður á rækjuveiðar. Sóley Sigur- jóns GK hefur landað 74 tonnum í 2 löndunum og þar af 45 tonnum af rækju. Berglín GK 41 tonn í 2 þar af 30 tonn af rækju í 2 báðir að landa á Siglufirði. Gísli R. Aflafréttir Skemmtikvöld Reynis Skemmtikvöld Knattspyrnu-deildar Reynis verður haldið í Reynisheimilinu laugardaginn 9. maí nk. Dagskrá: Leikmannakynning Hobbitarnir Stache & Beard Gunnar á Völlum Boðið verður upp á grilluð fiskispjót og er miðaverð litlar 2000 kr. Húsið opnar kl 19: 00 og hefst borð- hald kl 20: 00. 18 ára aldurstakmark Takið daginn frá, miðasala verður auglýst síðar. Sumaropnun í Sjólyst Á sumardaginn fyrsta, fimmtu-daginn 23. apríl hefst sumar-opnun í Sjólyst, Garði. Húsið verður opið kl. 14: 00 til 16: 00 og hefst dagskráin á því að nemendur frá Tón- listarskóla Garðs flytja tónlist. Síðan verða leikir og önnur verkefni fyrir börnin. Heitt verður á könnunni og meðlæti. Sjólyst verður opin um helgar í sumar til 1. október kl. 13: 00-17: 00 og utan þess tíma ef óskað er. Heitt verður á könnunni og spjallað við gesti. Fyrsta opnunarhelgin er 25. Og 26. apríl. Ef óskað er eftir að koma í Sjólyst á öðrum tímum er það velkomið, þá er hægt að hafa samband við stjórnarmenn sem opna húsið fyrir einstaklinga eða hópa. Ætlunin er að hafa stofutónlist á sunnudegi að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Ungum og eldri tónlistar- mönnum gefst tækifæri til að æfa list sína fyrir gesti. Mörgum finnst gott að koma í Sjólyst og njóta þar næðis til íhugunar eða bænar. Allir eru hjartanlega velkomnir í Sjólyst í Garði, hús Unu Guðmunds- dóttur. Hollvinafélag Sjólystar er að byggja upp starfsemi hússins og safna fé til að endurgera húsið svo það verði sem líkast því sem það var upphaflega. Það var byggt árið 1890 og er friðað. Merkilegt hús sem var heimili merkrar konu sem lagði mikið til samfélagsins. Erna M. Sveinbjarnardóttir, formaður Hollvina Unu

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.