Reykjanes - 22.04.2015, Blaðsíða 8

Reykjanes - 22.04.2015, Blaðsíða 8
8 22. Apríl 2015 Flott úrval af gæða matvörum Í Garðinum er starfandi fyrirtæki sem ber nafnið Matvæladreifing. Reykjanes leit við einn daginn og hitti þar Kristmund Hákonarson eiganda. Hann sagði að Matvæladreifning hefði starfað frá árinu 2006. Í dag vinna hjá fyrirtækinu sjö starfsemenn Í Garðinum framleiðum við hina vinsælu Kúttersíld. Þar er um að ræða marineraða, gaffalbita og síldarsalöt. Einnig framleiðum við á staðnum Kút- ter fiskibollur. Þessar framleiðsluvörur eru bæði boðnar í neytendapakkn- ingum, sem við sjáum í flestum mat- vöruverslunum og svo í stærri pakkn- ingum fyrir mötuneyti og veitingastaði. Við dreifum einnig vörum fyrir framleiðendur. Þar má nefna harðfisk frá Grenivík og Eskifirði. Harðfisk- urinn er sífellt að vinna á enda um afbragðsvöru að ræða. Sviðasultan kemur frá Blönduósi. Við erum svo þau einu á landinu sem dreifum hamsatólg, tólg, hnoðmör og hangifloti. Við erum einnig með reykta ýsu, sigin fisk, saltfisk og nýja ýsu. Ekki má svo gleyma reykta rauðmaganum. Hákarl höfum við boðið uppá í mörg ár. Kristmundur sagði að starfsemin gengi ágætlega. Við erum að dreifa þessum vörum um allt land. Nú er bara að hvetja Suðurnesja- menn til kaupa þessar gæðavörur, sem Matvæladreifing í Garðinum býður í verslunum hér á Suðurnesjum. Einstakt tækifæri fyrir unnendur myndlistar Vefuppboð á verkum Þórarins B. Þorlákssonar Vefuppboð verður haldið á verkum Þórarins B. Þorláks-sonar dagana 18. – 29. apríl n.k. Alls verða boðnar upp 13 myndir, bæði málverk og teikningar, eftir þennan frumkvöðul íslenskrar mynd- listar. Myndirnar verða allar til sýnis á meðan á uppboðinu stendur í Gallerí Fold, Rauðarárstíg. Um einstakan viðburð er að ræða þar sem myndir eftir Þórarin eru fágætar og rata ekki oft fyrir almenningssjónir, utan verka í eigu safna og jafnvel þá sjaldnast margar í einu. Að sögn Jó- hanns Hansen listmunasala Gallerís Foldar selur galleríið alla jafna eina til tvær myndir eftir Þórarin á hverju ári. Eftirspurnin sé mun meiri en afar erfitt sé að fá þessa fágætu dýrgripi í sölu. Þá sé einnig afar sérstakt að fá teikningar eftir listamanninn því lítið hafi varðveist af slíkum myndum. Á uppboðinu nú verði hins vegar nokkrar teikningar. Galleríið hefur einungis tvisvar áður fengið teikningar eftir Þórarin í sölu á þeim ríflega 20 árum sem það hefur starfað. Þórarinn B. Þorláksson var fæddur árið 1867, 13. í hópi 14 systkina, prests- sonur en missti föður sinn ungur. Hann hélt til Reykjavíkur árið 1885 til að nema bókband og starfaði við það framan af. Hann hóf nám í dráttlist hjá frú Þóru Thoroddsen en hún hafði numið teikn- ingu í Kaupmannahöfn. Árið 1895 hélt hann til Kaupmannahafnar til að læra að mála en Alþingi styrkti Þórarin til fararinnar. Árið 1900 hélt hann fyrstu sýninguna á verkum sínum í Reykja- vík og er sú sýning jafnan talin fyrsta íslenska málverkasýningin. Þórarinn málaði aðallega landslags- myndir frá Íslandi á ferli sínum. Hann hafði mikil áhrif á aðra listamenn hér á landi, kenndi m.a. teikningu í Iðn- skólanum og seldi myndlistarvörur, auk þess sem hann var einn af helstu forgangsmönnum Listvinafjelagsins, sem meðal annars stóð fyrir byggingu sýningarskála á Skólavörðuholtinu. Þórarinn er elstur þeirra sem kallaðir hafa verið frumkvöðlar íslenskrar myndlistar. Uppboðið og ekki síður sýningin á þeim verkum er einstakt tækifæri fyrir allt áhugafólk um íslenska myndlist til að kynnast myndum hans enn betur. Myndirnar eru allar úr fórum ættingja listamannsins og hafa sumar verið sýndar áður á listasöfnum. Ásmundur Friðriksson alþingismaður: Fólkið í landinu skilur ekki svona pólitík Ásmundur Friðriksson var í hópi nýju þingmannana, sem settist á Alþingi eftir síðustu kosn- ingar. Kjörtímabilið er núna að verða hálfnað. Hvernig ætli nýjum þingmanni líki vinnustaðurinn? Álit almennings er ekki mikið á Alþingi. Reykjanes heyrði aðeins hljóðið í Ásmundi, en málflutn- ingur hans hefur oft vakið athygli og umtal meðal landsmanna. - Hvað segir þú Ásmundur. Hvernig líka þér starfshættirnir á Alþingi? Nefndarstarfið er hjartað í starfi þingsins að mínu viti. Þar fer öll vinnan fram og mikill skóli að vinna í nefndar- starfinu. Það er yfirgripsmikið og ekki víst að öll málin séu jafn mikilvæg eða áhugaverð en þau fá faglega og mikla umræðu þar sem öllum sjónarmiðum er gert jafn hátt undir höfði finnst mér í umsögnum og heimsóknum fyrir nefndirnar sem ég er í Atvinnu- og Velferðarnefnd. Aðrir telja það sjálf- sagt þingið sjálft, þ. e. a. s málstofan sem fólkið sér í sjónvarpinu og fjöl- miðlarnir fjalla um. Ég er ekki viss um að ræðutíminn og það sem unnið er í nefndunum sé samanburðarhæft þegar rætt er um afköst þingsins. Það er auðvitað mest áberandi þær pólitísku átakalínur sem birtast í dægurþrasinu í þinginu og oft er mjög yfirborðskennt og mikilvægara að fara í manninn en málefnið eins og margir fjölmiðlar gera líka. Allir þingmenn bera ábyrgð á litlu trausti til þingsins. Ég upplifi um- ræðuna um Evrópusambandið og þjóðaratkvæðagreiðslu sem dæmi um kostulegan viðsnúning hvort þú ert í stjórn eða stjórnarandstöðu. Viðsnún- ingurinn speglast þannig í þinginu að þeir sem vildu fara í EU á síðasta þingi vildu ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður og felldu tillögu minni- hlutans þar að lútandi. Nú eru flutnings- menn tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við EU þeir sem stóðu fremstir í flokki á síð- asta þingi að hafna þjóðaratkvæði um tillöguna og þeir sem lofuðu að kosið yrði um aðildina að EU á þessu þingi draga lappirnar. Þessu stóra máli er snúið í hring og fólkið í landinu skilur ekki svona pólitík og glatar trausti á Þinginu sem er eins og jójó í málinu. Ég eins og margir frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins sögðum fyrir síðustu kosningar að þjóðinni væri treystandi til að kjósa um það hvort við ættum að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Ég er ekki hræddur við þá niðurstöðu og stend við það sem ég sagði. - Hvað finnst þér um launaþróunina í landinu? Er rétt af launþegahreyfingunni að krefjast prósentuhækkunar á allan launastigann? Það er mikilvægt að leiðrétta laun í landinu og ég hef hallast á það að þær greinar atvinnulífsins sem geti staðið undir hækkun og leiðréttingu laun eins og útflutningsgreinar, ferðaþjónusta, verslun og þjónusta. Miðað við afkomu- tölur, hagnað og arðgreiðslur mjög víða í atvinnulífinu er svigrúm til bættra launa án þess að þeim hækkunum verði fleytt út í verðlagið. Framleiðni hefur aukist gríðarlega og verkafólkið á að fá hlutdeild í þeirri hagræðingu og betri afkomu. Það sama á með aðrar greinar, hagræðing og framleiðni er forsenda bættra launa. - Kjör margra eldri borgara eru ansi bágborin og hafa ekki náð að halda í við launaþróun. Verðum við ekki að for- gangsraða á annan hátt en nú er gert? Jú, það þarf að bæta kjör eldri borgara og öryrkja þessa lands. Strax í upphafi kjörtímabilsins voru þær skerðingar sem settar voru 2009 dregnar til baka en það þarf meira til. Við verðum að fara í gegnum mál þess hóps og skoða allar leiðir sem geti bætt kjör þeirra. Þessi hópur stækkar ört og við verðum að bregðast við því með fleiri dvalar- rýmum, heimaþjónustu og ekki síst að hækka lífeyrisaldur fljótlega í 70 ár og jafnvel innan ekki svo langs tíma í 75 ár. Í þessu sambandi er verið að tala um áratug eða lengri tíma. Unnið er að samræmingu kostnaðar við heilbrigð- isþjónustu sem mun koma þessum hópum vel. Ég hef sagt það áður að við verðum dæmd af því hvernig við búum að ævikvöldi eldri borgara þessa lands. - Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokkurinn var með fylgi upp á 35-45% meðal þjóðar- innar. Svona var þetta fram á síðustu ár. Nú má kalla gott hangi flokkurinn í 25%. Á sama tíma eru Píratar að mælast með svipað fylgi, þótt fáir viti fyrir hvað þeir standa. Eru mál að þróast þannig að Sjálfstæðisflokkurinn sé að festast í 20-25% fylgi? Ég varaði við því strax sumarið 2012 að Sjálfstæðisflokkurinn væri að missa fylgi unga fólksins í landinu. Það er komið í ljós því miður og verkefnið er að endurheimta traust þess hóps með því að flokkurinn fari til þeirra og hlusti. Ég endurtek, fari til þeirra og hlusti. Hlusti á vilja og hugmyndir unga fólks- ins. Ég vil að Sjálfstæðisflokkurinn geri samning við unga fólkið í landinu um framtíð þess Samningurinn snúist um að við setjum unga fólkið og ungu fjöl- skyldurnar í forgang ásamt menntun og velferð fyrir alla. Samning sem fjallar um trúnað, og traust og að hér verði áfram byggt upp fjölbreytt atvinnulíf sem reist er á nýsköpun og sjálfbærum auðlindum landsins sem greiði góð laun. Mér finnst við eiga meira inni og munum sýna það þegar við höfum lokið þeim stóru málum sem eru i gangi í þinginu. Verkefnið er að standa með fólkinu.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.