Reykjanes - 22.04.2015, Blaðsíða 6

Reykjanes - 22.04.2015, Blaðsíða 6
6 22. Apríl 2015 Eignaumsjón er óháður fagaðili þegar kemur að rekstri húsfélaga og rekstrarfélaga – og því frábær lausn fyrir eigendur atvinnuhúsnæðis. Í okkar umsjá ertu í góðum höndum - við sjáum um fjármálin, fundina, undirbúning framkvæmda og viðhalds og annarra þátta sem þarf að leysa. Er húsfélagið í lausu lofti ? » Vantar óháðan aðila til að annast málefni húsfélagsins eða rekstrarfélagsins ? Eignaumsjón hf . – Suður landsbraut 30 – Sími 585 4800 – afgreids la@eignaumsjon. is – www.eignaumsjon. is Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is Bylting og hvað svo Bókin Bylting – og hvað svo? eftir Björn Jón Bragason er væntanleg hjá Bókaútgáfunni Sölku í lok vikunnar. Bylting – og hvað svo? er nýstárleg bók um afdrifarík umskipti í íslenskri sögu. Bókin hverfist um stjórnar- skiptin 1. febrúar 2009; fram koma margvíslegar nýjar upplýsingar um aðdraganda þeirra og greint er frá örlagaríkum atbuðurðum sem fylgdu í kjölfarið. Á liðnum árum hefur mikið verið fjallað um bankahrunið haustið 2008 og aðdraganda þess, en eftirmálum minni gaumur gefinn. Hér er á skil- merkilegan og beinskeyttan hátt sagt frá atburðum sem án efa hafa haft varanleg áhrif á þjóðlífið, efnahags- málin og þjóðarsálina; greint er frá óeirðum, mótmælum, nýju hruni í kjölfar hrunsins, björgunartilraunum, einkavæðingu í skjóli nætur, svo fátt eitt sé nefnt. Umfjöllunarefnið kemur öllum við og mun koma mörgum á óvart. Björn Jón Bragason er fæddur í Reykjavík árið 1979. Hann braut- skráðist með meistarapróf í sagn- fræði frá Háskóla Íslands 2006 og lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskól- anum í Reykjavík 2012. Björn Jón hefur stundað margháttuð fræðistörf undanfarin áratug og árið 2008 kom út bók hans Hafskip í skotlínu. Fréttatilkynning Mishæðótt holótt sprungið og farið að brotna Á fundi bæjarstjórnar Garðs þann 1. apríl s.l. var rætt um ástand þjóðvega í Sveitarfélaginu Garði. Eftirfarandi er sameiginleg bókun bæjarstjórnar vegna ástands þjóðvega í sveitarfélaginu: Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs lýsir miklum áhyggjum af slæmu ástandi þjóðvega í sveitarfélaginu. Af því stafar slysahætta og við það verður ekki unað. Bæjarstjórn bendir á að slitlag á Garðvegi, milli Reykjanesbæjar og Garðs, er mjög illa farið, mishæðótt, holótt, sprungið og farið að brotna með köntum. Það sama á við um Sandgerð- isveg, milli Garðs og Sandgerðis. Bæj- arstjórn ítrekar fyrri ábendingar um að nauðsynlega þurfi að breikka Sand- gerðisveg, en um hann fer mikil umferð þungaflutninga og vegurinn uppfyllir ekki kröfur vegna þess. Bæjarstjórn Garðs skorar á Vega- gerðina að nú þegar verði ráðist í nauðsynlegar endurbætur og lagfær- ingar á þjóðvegum í sveitarfélaginu. Við núverandi ástand og með stöðugt versnandi ástandi veganna er umferð- aröryggi stefnt í óefni, með tilheyrandi slysahættu. Samþykkt samhljóða að fela bæjar- stjóra að senda bókun bæjarstjórnar til Vegagerðarinnar og alþingismanna. Viltu taka þátt í ný- sköpun og þróun í Grindavík? Ýmis uppbygging og þróun á sér nú stað í öflugri atvinnu-starfsemi í Grindavík eins og fullvinnsla sjávarafurða, líftækni, haftengd ferðaþjónusta, framleiðsla á snyrtivörum og margt fleira, í anda Auðlindastefnu Grindavíkur. Grinda- víkurbær hefur ákveðið að bjóða fyr- irtækjum að sækja um styrk til þess að ráða til sín nemendur til að sinna verkefnum sem lúta að nýsköpun og þróun í starfseminni. Um er að ræða styrki sem geta orðið allt að 500 þúsund hver. Styrkir geta verið allt að 50% af styrkhæfum kostn- aði gegn mótframlagi umsækjanda sem getur verið í formi vinnu. Umsóknum, með nafni verkefnis og umsækjanda, skal skilað til skrifstofu Grindavíkurbæjar, eða á netffang- iðrobert@grindavik.is, í síðasta lagi 30. apríl n.k. , merkt „Nýsköpun og þróun í Grindavík„. Í umsókninni skal koma fram hvaða verkefni um er að ræða, hvert sé markmið verkefnisins og fjárhagsáætlun. Verkefnin skulu unnin í Grindavík. Fylgt verður viðmiðum Vaxtarsamnings Suðurnesja við mat á styrkhæfum kostnaði. (Heimasíða Grindavíkur) Víðavangshlaup Grindavíkur á sumardaginn fyrsta Fimmtudaginn 23. apríl kl. 11:00 verður árlegt víðavangshlaup Grindavíkur á sumardaginn fyrsta. Allir sem taka þátt fá verðlauna- pening frá Bláa Lóninu. Dagskráin er eftirfarandi: Hlaupið verður ræst frá sundlauginni (við hraðahindrun á Stamphólsvegi). Skráning á staðnum frá kl. 10:30. Drykkir og bananar við endamark. Hlaupinu verður skipt í eftirfarandi flokka og ræst út í aldursröð: Leikskólakrakkar (ásamt foreldrum/ forráðamönnum/öfum og ömmum, foreldrum með barnakerrur osfrv) 1.-2. bekkur 3.-4. bekkur 5.-7. bekkur 8.-10. bekkur 16 ára + (fullorðinsflokkur), hlaupa með 8.-10. bekk. Búð er að einfalda hlaupaleiðina. Sjá nánar á kortinu. Leikskólinn: Rauður hringur (boðið verður upp á styttri leið fram hjá sund- lauginni fyrir þá sem vilja) 1. og 2. bekkur: Rauður hringur 3.-4. bekkur: Gulur hringur 5.-7. bekkur: Gulur og rauður hringir 8.-10 bekkur: 3 gulir hringir 16+fullorðnir: 3 gulir hringir Gulur hringur = 1,3 km Rauður hringur = 1 km Verðlaun: Vetrarkort í Bláa Lónið fyrir fyrsta sæti í 5.-7. bekk, 8.-10, bekk og full- orðinsflokki. Kort í Fjölskyldugarðinn fyrir fyrsta sæti í 1.-2. bekk og 3.-4 bekk. Mætingabikar fyrir þann bekk sem er duglegastur að mæta. FRÍTT Í SUND FYRIR ALLA BÆJ- ARBÚA ALLAN DAGINN. OPIÐ KL. 10:00-15:00. Grindavíkurbær Foreldrafélag Grunnskóla Grindavíkur Foreldrafélag leikskólans Lautar Foreldrafélag heilsuleikskólans Króks Bláa Lónið

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.