Reykjanes - 22.04.2015, Blaðsíða 4

Reykjanes - 22.04.2015, Blaðsíða 4
4 22. Apríl 2015 Grindavík: Fá viðbótarstarfsdag Á fundi bæjarráðs Grindavíkur nýlega var tekin fyrir beiðni um viðbótarstarfsdag á leik- skólum. Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri fé- lagsþjónustu-og fræðslusviðs kynnti málið. Fræðslunefnd leggur til að leik- skólum verði veitt heimild fyrir fimmta starfsdaginn skólaárið 2015- 2016. Jafnframt felur nefndin sviðs- stjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að kanna viðhorf foreldra til starfs- daga í gegnum Skólapúlsinn í næstu foreldrakönnun. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar og hvetur til þess að áfram verði leitast við að starfsdagar valdi sem minnstu raski á starfsemi leikskólanna. Algengt veðurkort í sumar? Sumarið er á næsta leiti. Ætli veð-urkortið verði oft svona í sumar hjá okkur? Það væri flott eftir frekar leiðinlegan vetur. Hraðfréttir úr Vogum Að venju skrifar Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum föstudagspistla á heimasíður sveitarfélagsins með yfirskriftinni Vogar-hraðferð. Við gripum niður í pistil frá 10. apríl s.l. Almannavarnir Vogar eiga aðild að Almanna- varnarnefnd með sveitarfélögunum Garði, Sandgerði og Reykjanesbæ. Grindavík starfrækir eigin Almanna- varnarnefnd. Ásgeir segir að nefndin vinni þessa dagana að frágangi samþykkta fyrir nefndina. Gert er ráð fyrir að efna til hópslysaæfingar á næstunni, þar sem tækifæri gefst til að sannreyna alla ferla og samhæfingu hinna ýmsu viðbragðsðila. Umhverfisvika Nú vinna sveitarfélögin að því að undirbúa átak í umhverfismálum. Ásgeir bæjarstjóri segir að bæjar- búar verði hvattir að taka til hendi og fjarlægja óþarfa rusl á lóðum sínum. Sveitarfélagið Vogar mun að sjálfsögðu ganga á undan með góðu fordæmi og hafa opin svæði, götur og stíga hreina og snyrtilega. Sumarstörf námsmanna Ásgeir bæjarstjóri segir að á dögunum hafi borist bréf frá Vinnu- málastofnun þar sem kynnt var átaks- verkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Sveitarfélagið mun skoða vandlega hvort einhver verkefni gætu fallið undir þetta átak og með því móti skapað störf fyrir námsmenn búsetta í sveitarfélaginu. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins: Bjartsýn á framhaldið og gengi flokksins Framsóknarflokkurinn lofaði stórt fyrir stórt fyrir síðustu kosningar og uppskar stórsigur og í framhaldinu forystu í ríkisstjórn. Framsóknarflokknum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hefur tekist þegar kjörtímabilið er hálfnað að standa við stærstu kosningaloforðin. Unnið er nú við að koma mörgum öðrum góðum málum í framkvæmd. Þrátt fyrir þetta tekst Framsóknarflokknum ekki að skora í skoðanakönnunum. Flokkurinn nýtur ekki trausts kjósenda. Nú er nýlokið flokksþingi Fram- sóknarflokksins þar sem tekið var á málum og stórar yfirlýsingar birtar. Reykjanes ákvað að heyra að- eins í Silju Dögg Gunnarsdóttur i Framsóknarflokksins og spyrja hana aðeins út í ofanritað. Hvers vegna skorar Framsóknarflokkurinn ekki í könnunum? Mun ný afstaðið flokksins rétta við stöðuna? Öflug liðsheild Framsóknar Ég er mjög bjartsýn á framhaldið og gengi flokksins. Við unnum stóran kosningasigur vorið 2013 og við vissum að það fylgi myndi nú aðeins dala þegar við tækjum við stjórnar- taumunum. Það er venjulega þannig að þegar flokkur leiðir ríkisstjórn þá dalar fylgið aðeins. Þannig að sú staða kemur okkur alls ekki á óvart. Í því felast sóknarfæri og þau munu við nýta. Við stóðum við að leiðrétta stökkbreytt húsnæðislán heimilanna og næstu verkefni eru húsnæðismálin, afnám verðtryggingar og afnám hafta. Við ætlum að standa við gefin loforð og ég tel að það muni skila sér í góðu gengi okkar í næstu þingkosningum. Nýafstaðið flokksþing var gríðalega hressand og ég tel að það muni styrkja flokkinn útá við og bæta fylgi hans. Ályktanir flokksþing er að finna á heimasíðu flokksins; www. framsokn. is. Góð mæting var á þingið og sterk samstaða framsóknarmanna vítt og breytt um landið, kom berlega í ljós. Forystufólk flokksins, Sigmundur Davíð, Sigurður Ingi og Eygló Harðar- dóttir fengu afgerandi kosningu sem sýnir hversu mikils traust þau njóta á meðal framsóknarfólks, og hversu ánægðir flokksmenn eru með þeirra störf. Þingflokkurinn okkar er stór og fjöl- breyttur, 19 manns, og ekki endilega hlaupið að því að halda góðu samstarfi, vinskap og trausti innan hópsins. Það hefur okkur tekist. Við erum öflug liðs- heild og það er gríðarlega verðmætt. Við gerum okkur grein fyrir að við þurfum á hvort öðru að halda. Flest höfðum við enga þingreynslu fyrir tveimur árum en nú höfum við öðlast reynslu og munum halda áfram að vaxa sem þingmenn. Næstu tvö ár verða því mjög spennandi og þingflokkurinn kemur tvíefldur til næstu kosningabar- áttu vorið 2017. Það eru nefnilega úrslit kosninga sem gilda, ekki niðurstöður skoðanakannana þegar upp er staðið. Grindavík: Stuðningur við upp- byggingu golfvallar Á fundi Bæjarráðs Grindavíkur 14. apríl s. l kynnti bæjarstjóri tillögu að viljayfirlýsingu milli Grindavíkurbæjar, Bláa Lónsins og Golf- klúbbs Grindavíkur um stuðning við uppbyggingu golfvallar að Húsatóftum. Bæjarráð samþykkir viljayfirlýs- inguna fyrir sitt leyti og felur bæjar- stjóra að undirrita hana og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar. Vindorku- garður á Reykjanesi Á fund Skipulagsnefndar Grindavíkur komu fulltrúar EAB inn á fundinn undir þessum lið og kynntu drög að vilja- yfirlýsingu og áætlanir um vindorkugarð á Reykjanesi. Áætlanirnar eru á frumstigi og snúast eins og er að því hvort koma eigi upp mælitækjum til að mæla kosti vindmyllugarðs á svæðinu. Skipulagsnefnd samþykkir að vinna málið áfram en vísar viljayfirlýsingu til frekari vinnslu í bæjarráði. Nefndin leggur áherslu á að íbúafundur verði haldinn áður en ákvörðun verður tekin. Vogar: D listinn vill mót- vægisað- gerðir Á fundi bæjarráðs Voga ný-lega var lagt fram erindi Björns Sæbjörnssonar f.h. D-lista, tillaga til bæjarráðs um að lögð verði fram formleg beiðni til stjórnar Landsnets hf. um mót- vægisaðgerðir vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Afgreiðslu málsins frestað.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.