Reykjanes - 22.04.2015, Blaðsíða 12

Reykjanes - 22.04.2015, Blaðsíða 12
Bifreiðaverkstæði til leigu Fullbúið bifreiðaverkstæði með öllum tækjum og verkfærum til leigu frá 1. júlí 2015. Staðsetning í nýju 360m2 húsnæði að Njarðarbraut 1 Reykjanesbæ (áður þjónustuverkstæði BL) Áhugasamir hafi samband í síma 892 8808 Project1_Layou t 1 24/11/2011 12:58 Page 1 Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði, sími 511-7000, www.innrammarinn.is Fjarðargötu 19, Hafnarfirði Velkomin á nýtt rammaverkstæði og verslun Úrval tilbúinna ramma og myndaalbúma Tryggið ykkur miða 565 5900 midi.is Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu Þær fyndnustu í bænum Síðustu sýningar á leikárinu Síðasta sýning Föstudagur 24 apríl Sunnudagur 26 apríl Sunnudagur 3 maí "Leikhúsgaldrar og töfrabrögð eru nýtt með frábærum hætti í sýningunni..." Mbl 22. Apríl 201512 Jón Ólafur Ólafsson Jón Ólafur Ólafsson fæddist á Ak-ureyri 4. nóv. 1932. Hann lést árið . Jón ólst upp á Akureyri og lauk gagnfræðaprófi þaðan 1948. Hann gerðist 17 ára kennari við Reynis- og Deildarárskóla í Mýrdal veturinn 1949-1950. Jón settist síðan í Kennara- skólann og lauk kennaraprófi árið 1954. Hann var kennari á Akureyri og við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. þar til hann gerðist kennari við Gerðaskóla í Garði 1958 og síðan skólastjóri í 25 ár frá 1960 til 1985. Veturinn 1971- 1972 var hann í námsleyfi í Englandi og veturinn 1975-1976 var hann við nám við Danmarks Lærerhøgskole í Kaupmannahöfn. Hann kenndi við Austurbæjarskólann í Reykjavík einn vetur 1985-86 en frá 1986 þar til hann hætti sem fastráðinn kennari 1992 starfaði hann við starfsdeild Holta- skóla í Keflavík. Jón átti um árabil fiskverkunarhús í Sandgerði þar sem hann vann við saltfiskverkun og þurrkun á sumrum, en leigði húsið eða starfrækti í sam- vinnu við aðra á vetrum. Hann var í hópi nokkurra fiskverkenda og út- gerðarmanna í Garði sem komu upp “Grímshól” sem var hugsaður sem að- staða fyrir aðkomufólk sem starfaði við sjávarútveginn. Jón tók virkan þátt í ýmsum félagasamtökum innan sjáv- arútvegsins á þessum árum. Hann stóð að útgáfu vikublaðsins Suðurnesja- póstsins, ásamt Gizuri Helgasyni og Vilhjálmi Grímssyni frá árinu 1980. Jón var mjög virkur í skátahreyf- ingunni á Akureyri fram á fullorðinsár. Hann var einn af stofnfélögum Junior Chamber á Suðurnesjum og var félagi í Lionsklúbbnum Garðinum. Hann var í trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í Reykjanesskjördæmi og fyrsti stjórnarformaður Garðvangs, heimilis aldraðra á Suðurnesjum. Þegar Jón hætti kennslu stofnsetti hann félag um rekstur fasteigna í Innri Njarðvík í samvinnu við Guðjón Sigbjörnsson tengdason sinn Þá tók hann virkan þátt í útgerð Hafnarrast- arinnar sem sonur hans gerði út til skötuselsveiða. Í minningargreinum má m.a. lesa: “Jón var glæsilegur maður á velli og hávaxinn. Hann var léttur í lund og fljótur að átta sig á hlutunum. Hann var einstaklega greiðvikinn og hjálpsamur og var fljótur að rétta fram hjálparhönd sæi hann að þess væri þörf. Alltaf var hann fyrsti maður til að taka jákvætt á hlutunum og allt var svo sjálfsagt í hans augum” “Kennaraprófi lauk hann 1954 og sinnti síðan skóla- og fræðslumálum barna og unglinga óslitið í tæp 40 ár, lengst af sem skólastjóri Grunnskólans í Garði”. “Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill. Jón Ólafsson var bráð- ger ungur maður, vel á sig kominn og ekki ákvarðanafælinn” “Það sópaði að Jóni Ólafssyni þegar sem ungum manni, hann var upplits- djarfur og ókvalráður. Þessir eigin- leikar entust honum vel þegar til kast- anna kom við kennslu og skólastjórn, lengstum í skólum í litlum sveitarfé- lögum og við aðstæður þar sem krafan um þátttöku manns af hans gerð í ýmsum félagslegum og verklegum tiltektum getur orðið býsna ágeng. Jón var í eðli sínu athafnamaður og áhugasamur um stjórnsýslu; það var því eðlilegt að hann kæmi við ýmsa þá þætti sinna heimabyggða, sem snertu atvinnuvegi og félagsmál. En skóla- og fræðslumál voru ævinlega efst á hans blaði og á því sviði skilur hann eftir sig spor, sem lengi mun mega merkja á Reykjanesi”. Merkir Suðurnesjamenn Voga- hraðfréttir Reykjanes greip aðeins niður í nýjasta föstudagspistil Ásgeirs Ei- ríkssonar bæjarstjóra í Vogum Vogamenn sendu fulltrúa á Lands- þing Sambands sveitarfélaga sem fram fór um síðustu helgi. Yfir- skriftin núna er: „Staldrað við og staðan metin“ Stóru-Vogaskóli stendur nú fyrir kaupum á nokkrum kajökum. Í sam- ræmi við aukna áherslu á útikennslu kviknaði sú hugmynd að nýta betur Vogavæikina. Þar gefst nemendum tækifæri á að kynnast náttúrunni, plöntu og dýralífi, menningu, sam- félagi og ómetanlegri upplifun. Þrátt fyrir bágborið ástand á götum víða í kringum okkur koma okkar götur þokkalega undan vetri. Grindavík: Forstöðumannaskipti á Bókasafninu Nýlega lét Margrét R. Gísladóttir formlega af störfum sem for- stöðumaður bókasafnsins og Andrea Ævarsdóttir tók við. Margrét lætur nú af störfum eftir 17 ára farsælt starf hjá Grindavíkurbæ. (Heimasíða Grindavíkur) Vogar: Fjárstuðningur við forvarnarstarf Á fundi bæjarráðs Voga nýlega var lagt fram bréf SAMAN-hópsins, beiðni um fjárstuðning við forvarnar- starf hópsins á árinu 2015. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 20.000. Ótrúlega eftirsóttir erlendis að eigin sögn Topparnar í fjármálakerfinu hér á Íslandi segjast verða fá 200% í bónusgreiðslur þ. e. tvenn árslaun í viðbót við sín laun. Ásæðan: Þeir eru svo gífurlega eftirsóttir er- lendis. Bankar og fjármálastofnanir í útlöndum eru sem sagt eftir allt sem á undan er gengið í bankahruninu að bjóða fúlgur í íslensa bankatoppa til að fá þá til starfa. Þess vegna verða þeir að fá svona hressilegan bónus ef þeir eiga að sinna Íslandi. Ætli þeir trúi þessu sjálfir? Snjó kall inn skrif ar: Týndar stjörnur fá styrk Bæjarráð Sandgerðis lagði til við bæjarstjórn að knattspyrnufé-laginu Týndum stjörnum verði veittur styrkur að upphæð kr. 25.000, -. Bæjarstjórn staðfestir tillögu bæj- arráðs samhljóða á síðasta fundi sínum. Tap 103 milljónir Á árinu 2014 tapaði Reykjaneshöfn 103 milljónum króna.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.