Reykjanes - 07.05.2015, Side 2
2 7. Maí 2015
REYKJANES 9. TBL. 5. ÁRGANGUR 2015
ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is.
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is.
Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta.ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. Dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa PDF: www. fotspor.is
REYKJANES ER DREIFT Í 8.000 EINTÖKUM ÓKEYPIS Í ALLAR ÍBÚÐIR Á REYKJANESI.
Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk
ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið
okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779.
VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA?
Á biðlista efir hjúkrunarrými á Suðurnejum eru núna 57 einstaklingar. Það er hátt hlutfall miðað við þörfina á landinu öllu. Á aðalfundi DS fyrir stuttu ræddu sveitarstjórnarmenn þessa stöðu. Þörfin fyrir fjölgun
hjúkrunarrýma er brýn. Fyrsta skrefið til að eitthvað gerist er að samstaða ríki
milli sveitarfélaganna hér hvernig staðið verði að málum. Það var full samstaða
á sínum tíma um uppbyggingu Nesvalla.
Stjórn DS,sem skipuð er fulltrúum Reykjanesbæjar,Garðs,Sandgerðis og Voga
telja rökréttasta fyrsta skrefið að að endurbyggja og stækka Garðvang.
Það er mikið fagnaðarefni að full samstaða skuli ríkja meðal fulltrúa sveitarfé-
laganna í DS.Nú er framundan að ná samningum við heilbrigðisráðherra um
frekari uppbyggingu hjúkrunarheimilisins Garðvangs þannig að þar verði hægt
að reka allt að 30 rýma hjúkrunarheimili.
Standi sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum saman með dyggum stuðningi þeirra
sjö þingmanna sem hér búa hljótum við að vænta þess að hratt verði unnið
þannig að mesti bráðavandinn verði leystur.
Hvers vegna Bjarni og Sigmundur Davíð?
Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa gefið mörg fyrirheit um að hrinda í fram-
kvæmd mörgum góðum málum,sem kæmu öllu launafólki til góða. Því miður
hafa þetta hingað til verið orð en ekki efndir og framkvæmdir.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur talað um það bæði fyrir og eftir
kosningar að lækka eða fella niður virðisaukaskatt af barnafötum. Það myndi
bæta verulega kjör barnafólks. Öruggt má telja að þeir verst stöddu hafa ekki
möguleika á að versla erlendis og tryggja þar með mun ódýrarari barnaföt.
Reykjanes spyr,hvers vegna bara orðin tóm?
Nánast engin verðbóla er núna. Hvers vegna eru vextir ekki lækkaðir til sam-
ræmis við það sem gerist í nágrannalöndum okkar? Það væri mikil kjarabót
fyrir fyrirtæki og launafólk.
Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir lækkun skatta og vissulega hafa verið stigin
skref í þá áttina. Það væri samt flott innlegg í kjarabaráttuna að hækka skatt-
leysismörkin. Eðli málsins samkvæmt myndi það koma hinum lægst launuðum
og millitekjuhópum best.
Því hefur verið marg lofað að lækka tryggingagjaldið verulega á fyrirtæki. Hvers
vegna er ekki staðið við það? Með lækkun gjaldsins ættu atvinnurekendur auð-
veldara með að samþykkja launahækkun.
Ríkisstjórnin boða úrbætur í húsnæðismálum. Hvers vegna gerist ekki neitt?
Ríkisstjórnin lofað að greiða eldri borgurum til baka skerðingar Vinstri stjórn-
arinnar frá 2009. Hvers vegna geris ekkert?
Eins og marg oft hefur komið fram er gífurleg þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma
fyrir aldraða. Það er ekki nóg að tala. Það þarf að forgangsraða.
Miðað við upptalninguna hér að ofan hvað lítið er að marka loforðin er ekkert
skrítið að Píratar skuli mælast stærsti flokkur landsins.
Sigurður Jónsson, ritstjóri
Leiðari
Ánægjuleg tíðindi
sveitarstjórnarmanna
frá aðalfundi DS
Reykjanes kemur næst út
fimmtudaginn 21. maí 2015.NÆSTA BLAÐ
Almenn ánægja með árangurinn
Á fundi Skólanefndar í Garði voru núlega teknar fyrir niðurstöður
Logos lesskimunarprófs í 3. og 6. bekk
og talnalykils í 3. bekk.
Skólastjóri Gerðaskóla fór yfir
Logos lesskimunarpróf 3. og 6. bekk
sem tekið var á skólaárinu. Almenn
ánægja er með árangurinn og brugð-
ist hefur verið við niðurstöðunum
með því að móta heildstæða lestr-
arstefnu fyrir allan skólann. Mark-
miðið er að festa vinnubrögð og að-
ferðir í sessi þar sem eftirfylgni með
hverjum nemanda stór þáttur. Þá gefa
niðurstöður talnalykils í 3. bekk vís-
bendingar um að sú góða vinna sem
unnin hefur verið með bekkinn sé
að skila sér.
Ályktun um
makrílkvóta
Stjórnmálasamtökin Dögun hafna alfarið lagafrumvarpi ríkisstjórn-arinnar um kvótasetningu á
makríl. Dögun hafnar þeim þjófnaði
og þeirri einkavinavæðingu sem þar er
ráðgerð.
Dögun bendir á að veiðireynsla stór-
útgerðarinnar byggist að stórum hluta á
óábyrgum veiðum til mjölvinnslu, sem
miðuðust við að landa sem mestu magni
af makríl óháð þeim verðmætum sem
hægt var að búa til.
Íslenska þjóðin og fulltrúar hennar
á Alþingi eiga ekki að ljá máls á því að
verðlauna örfáa útgerðaraðila sem ganga
augljóslega gegn almannahagsmunum.
Grindavík:
Starfsfólk fær frí
Bæjarstjóri leggur fram eftir-farandi tillögu á fundi bæjar-stjórnar Grindavíkur 28. apríl s.l.
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar sam-
þykkir að loka öllum starfsstöðvum
sínum frá og með kl. 12: 00 á kven-
frelsisdaginn 19. júní næstkomandi og
veita starfsfólki frí.
Með ákvörðuninni sýnir bæjarstjórn
100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra
kvenna virðingu og hvetur starfsmenn
til að taka þátt í skipulögðum hátíða-
höldum þann dag sem áformuð eru í
tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar
íslenskra kvenna.
Samþykkt samhljóða
Vorferð eldri Sjálfstæðismanna
Sameiginleg vorferð Félags eldri sjálfstæðismanna á Suðurnesjum, FES og Samtaka eldri sjálfstæðis-
manna, SES verður farin 20 maí nk. Farið
verður í rútu frá Nesvöllum kl. 11: 00 og
þurfa þeir sem vilja takk þátt í vorferðinni
að skrá sig í síma 897-3895 (Leifur) í
síðasta lagi miðvikudaginn 13. maí nk.
Ferðatilhögun:
Ekið verður út á Reykjanesið að Orkuver-
inu Jörð, þ. s. Albert L. Albertsson mun
taka á móti hópnum og kynna Orkuverið
Jörð og næsta nágrenni þess og boðið
verður upp á léttar veitingar. Klukkan 12:
30 verður ekið að fyrirtækinu Stakkavík
í Grindavík og þar verður boðið upp á
harðfisk og fiskisúpu.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins mun mæta á staðinn
og ávarpa hópinn. Um klukkan 14: 00
verður farið í skoðunarferð um Grinda-
vík og klukkan 15: 00 verður ekið í Bláa
lónið, þ. s. helstu framkvæmdir verða
kynntar og boðið upp á kaffi. Áætluð
heimferð er um klukkan 16:00.
Garður:
Gert við
dráttarvél
Bæjarráð Garðs bókaði á fundi sínum. „Vegna bilunar dráttar-vélar er lagt til að samþykktur
verði viðauki að fjárhæð kr. 1.600.000
til að fjármagna viðgerðarkostnað.
Útgjöldum verði mætt með samsvar-
andi lækkun á liðnum 21011-4997.
Breytingin hefur ekki áhrif á rekstrar-
niðurstöðu fjárhagsáætlunar“.
Ný yfirstjórn í Gerðaskóla
Stöður beggja skólastjóra við Gerðaskóla í Garði eru auglýstar lausar til umsóknar, en um 200
nemendur stunda nám við Gerðaskóla
og býr skólinn við mjög góðan aðbúnað
og aðstöðu.
Einkunnarorð skólasamfélagsins
í Garði eru: Árangur, virðing, gleði,
leikur, sköpun og ábyrgð.
Síðustu ár hafa verið mjög tíð skóla-
stjóraskipti í Gerðaskóla. Samkvæmt
auglýsingu sem nýlega birtist verður
alfarið ný yfirstjórn í Gerðaskóla frá
næsta skólaári.
Grindavík:
Forstöðumannaskipti
á Bókasafninu
Nýlega lét Margrét R. Gísla-dóttir formlega af störfum sem forstöðumaður
bókasafnsins og Andrea Ævarsdóttir
tók við. Margrét lætur nú af störfum
eftir 17 ára farsælt starf hjá Grinda-
víkurbæ.
(Heimasíða Grindavíkur)
Sala á kindakjöti eykst
Samkvæmt nýjustu tölum um framleiðslu og sölu helstu bú-vara er kindakjöt enn í sókn.
Söluaukning síðasta árið er 7,9%, frá
lokum mars að telja. Ef litið er til fyrsta
ársfjórðungs þessa árs er aukningin
22,8%. Til samanburðar jókst sala á
alifuglakjöti á sama tímabili um 6,8%,
nautakjötssala um 1,7% og svínakjöts-
sala 4,6%. Hrossakjötssala dróst hins
vegar saman um 6% á fyrsta ársfjórð-
ungi. Útflutningur er ekki inni í þessum
tölum. Söluaukning kindakjöts í janúar,
febrúar og mars gefur vísbendingu um
að 2015 geti orðið gott ár fyrir sauðfjár-
bændur. Gleðilegt sumar!
Þróttur í Þrótti
Ásgeir Eiríksson skrifar föstu-
dagspistla, Voga-
hraðferð. Í einum
pistlanna segir
hann: „Knattspyrnu-
menn eru farnir að huga að s u m r-
inu og það styttist í að leiktíðin hefjist.
Þróttr tók þátt í hinni árlegu Lengjubik-
arkeppni og luku riðlakeppni C-deildar
með því að fara ósigraðir í gegnum
riðilinn. Þróttur mætti Knattspyrnu-
félaginu Kára í úrslitakeppninni, sem
vann rimmuna 4-1. undirbúningur
undir keppnistímabilið heldur áfram.