Reykjanes - 07.05.2015, Blaðsíða 4
4 7. Maí 2015
Snjókallinn skrifar’:
Þetta er
svínarí
Ásmundur Friðriks-son al-
þingismaður hefur
verið drjúgur að
benda á ýmislegt
sem betur mætti fara í okkar þjóðfélagi.
Nýlega benti hann á að frá 1. janúar
2013 til 1. mars 2015 hefði verð á svína-
kjöti til neytenda hækkað um 8,43%.
Á sama tíma hefði verð á svínakjöti
frá bændum lækkað um 8,91%. Þetta
er algjört svínarí.
Á hvaða vegferð er verslun í landinu
spyr Ásmundur.
Snjó kall inn skrif ar:
Vilja að hægt verði að
reka 30 rýma hjúkrunar-
heimili á Garðvangi
Aðalfundur Dvalarheilis aldrðara á Suðurnesjum var haldinn 22. apríl s.l. Þau ánægjulegu tíðindi
urðu á fundinum að samstaða var hjá
fulltrúum sveitarfélaganna að vinna að
frekari uppbyggingu á Garðvangi. Eftir-
farandi tillaga var samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum.
„Aðalfundur DS hvetur sveitarfé-
lögin á Suðurnesjum til að bregðast við
bráðavanda í málefnum sjúkra aldraðra
á Suðurnesjum og sameinast um sam-
þykkta tillögu síðasta aðalfundar og ein-
henda sér í framhaldinu í að ná samn-
ingum við heilbrigðisráðherra fyrir hönd
ríkisvaldsins um endurbyggingu og frek-
ari uppbyggingu hjúkrunarheimilisins
Garðvangs þannig að þar verði hægt að
reka allt að 30 rýma hjúkrunarheimili“.
Greinargerð
Þörfin fyrir uppbyggingu á þjónustu
fyrir eldri borgara á Suðurnesjum er
brýn. Nú eru 57 á biðlista eftir vist á
hjúkrunarheimili og allt bendir til að
staðan á Suðurnesjum versni enn frekar
á næstu árum.
Til að hægt sé að svara þeirri miklu
þörf sem er fyrir uppbyggingu hjúkr-
unarrýma á Suðurnesjum telur stjórn
D. S. lykilatriði að samstaða náist milli
sveitarfélaganna á svæðinu. Þótt upp-
bygging hjúkrunarrýma sé alfarið ver-
kefni ríkisvaldsins og á ábyrgð þess þá
þurfa suðurnesjamenn að sameina krafta
sína, marka sér sameiginlega stefnu í
málefnum eldri borgara á Suðurnesjum
og tryggja fjölgun hjúkrunarrýma á
Suðurnesjum.
Stjórn D. S. telur rökréttasta fyrsta
skrefið vera að endurbyggja og stækka
Garðvang og leita samstarfs við Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja um rekstur-
inn. Stjórnin telur að rekstur 30 hjúkr-
unarrýma á Garðvangi undir stjórn HSS
verði til þess að hægt verði að leysa þann
bráðavanda sem upp er kominn í þjón-
ustu við aldrað fólk á svæðinu. Þá þarf
að efla og samþætta betur samstarf fé-
lagsþjónustu sveitarfélaganna og HSS.
Hugsa þarf einnig til framtíðar og byrja
undirbúning nýrrar 60 rýma álmu við
Nesvelli.
Tillagan er í samræmi við markmið
laga um málefni aldraðra og reglugerða
settum á grundvelli þeirra laga, þar sem
fram kemur að markmið laganna er að
aldraðir geti eins lengi og unnt er búið
við eðlilegt heimilislíf en þeim sé jafn-
framt tryggð stofnanaþjónusta þegar
hennar er þörf.
Taka þarf umræðuna í sveitarfé-
lögunum á Suðurnesjum ekki seinna
en nú. Snemma í haust þarf að liggja
fyrir, hvort og hvað, hvert sveitarfélag
getur lagt til þessa mikilvæga verkefnis,
uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir sjúka
aldraða á Suðurnesjum, eitt mest að-
kallandi verkefnis okkar samfélags sem
verður aðeins illviðráðanlegra ef ekk-
ert er að gert. Stjórn D. S. mun boða
til fundar snemma á haustdögum með
sveitarstjórnarmönnum ásamt stjórn
Öldungaráðs Suðurnesja.
Stjórnin telur mikilvægt að sveitarfé-
lögin sameinist um og riti undir viljayf-
irlýsingu um það hvernig standa eigi að
uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir sjúka
aldraða á Suðurnesjum. Þannig tryggjum
við best að ákvarðanir sem teknar verða
í náinni framtíð af ríkisvaldinu í þessum
mikilvæga málaflokki verði teknar með
hagsmuni Suðurnesja að leiðarljósi
Eysteinn Eyjólfsson formaður stjórnar
DS
Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar:
Lægstu laun hafa verið
og eru þjóðarskömm
Einn af nýju þingmönnunum sem tók sæti á Alþingi eftir síðustu kosningar er Páll Valur Björns-
son í Grindavík. Hann situr á þingi
fyrir Bjarta framtíð. Kjörtímabilið er
nú að verða hálfnað. Reykjanes heyrði
aðeins hljóðið í þingmanninum.
- Hvernig vinnustaður er Alþingi? Er
þetta eins og þú reiknaðir með?
Alþingi er afskaplega þægilegur og
gefandi vinnustaður þar sem allajafna
ríkir góður andi það hefur mér fund-
ist að minnsta kosti. Það kastast að
sjálfsögðu oft í kekki inn í þingsalnum
sjálfum þegar að einstök málefni eru
rædd og því miður eru það oft einu
myndirnar sem almenningur sér af
störfum þingsins. Störf í nefndum
ganga oftar en ekki mjög vel fyrir sig og
ágætur samstarfsvilji er ríkjandi. Það er
svo ekki hægt að tala um Alþingi sem
vinnustað án þess að nefna allt það
stórkostlega starfsfólk sem þar starfar
við að láta hlutina ganga snuðrulaust
fyrir sig. Þar er valinn maður í hverju
rúmi sem setur fagmennsku, þekkingu
og virðingu í forgang í öllum sínum
störfum og er okkur þingmönnum góð
fyrirmynd.
- Á hvaða mál hefur þú helst lagt
áherslu á?
Ég get alveg sagt það kinnroðalaust
að þessi tvö fyrstu ár mín á þingi hef
ég lagt áherslu á að setja mig inn í þetta
starf, kynnast því og átta mig á því út á
hvað það gengur að vera þingmaður.
Það er meira en að segja það að starfa
við þetta og enginn verður óbarinn
biskup í þessu sem öðru, starfið er gíf-
urlega krefjandi og það felst í því mikil
vinna að koma sér inn í einstök mál.
Það sem ég hef lagt áherslu á er að
reyna að auka samstarf og virðingu
á milli þingmanna þvert á flokka. Í
Rannsóknarskýrslu alþingis 8. bindi
segir m.a. að íslensk stjórnmála-
menning sé vanþroskuð og einkenn-
ist af miklu valdi ráðherra og oddvita
stjórnarflokkanna. Þar segir líka að
þingið ræki illa umræðuhlutverk sitt
vegna ofuráherslu á kappræðu þar
sem þekking og rökræður víkja fyrir
hernaðarlist og valdaklækjum. Í maí
2013 var gefin út skýrsla sem unnin
var af Félagsvísindastofnun Háskóla
Íslands og fjallaði um traust til alþingis.
Þar kom fram að ein helsta ástæða þess
að almenningur bæri ekki traust til
alþingis væri samskiptamáti þing-
manna og ítrekað talað um virðingar-
leysi þingmanna gagnvart skoðunum
hvers annars. Þingmenn stæðu frekar
í „skítkasti“ og „karpi“ en málefna-
legri umræðu og að samskiptum þeirra
væri best lýst með því að þeir væru í
sandkassaleik. Þess vegna hef ég lagt
mikla áherslu á að starfa með og koma
vel fram við „andstæðinga“ jafn sem
samherja í pólitík. Ég tel það langfar-
sælast til þess að hér sé hægt að byggja
upp heilbrigt samfélag sem hlúir vel
af öllum sínum þegnum. Það er mín
staðfasta trú að til þess að hér fái þrifist
fallegt og gott samfélag þá þurfum við
að styrkja grunninn og leggja mikla
áherslu á menntun barna okkar og
búa þau undir og kenna þeim hvað
felst í að búa í siðmenntuðu samfélagi.
Búa þannig börnin okkar (framtíð-
ina) undir þátttöku í lýðræðissamfélagi
með þjálfun í málefnalegri rökræðu
og skoðanaskiptum. Takist það vel þá
þurfum við ekki að hafa áhyggjur af
framhaldinu.
Annars styð ég öll góð mál sem miða
af því að efla velferðarkerfið og auka
hagsæld í samfélaginu.
- Kjarabaráttan er hörð um þessar
mundir. Hvernig mun þetta enda?
Ég vildi að ég hefði svör við því um
það hvernig þetta endar en ég vona svo
sannarlega að gengið verði að kröfum
verkalýðsins. Ég styð heilshugar kröf-
una um 300 þúsund króna lágmarks-
laun og finnst það í raun hlægilega
lág upphæð. Það geri ég í ljósi þeirrar
launaþróunar sem átt hefur sér stað
hjá þeim sem eru í efstu lögum samfé-
lagsins, það virðast engin takmörk vera
fyrir því hversu há laun sá hópur getur
skammtað sér. Nú gildir að standa
saman og láta ekki deigan síga í þeirri
viðleitni að hér verði öllum tryggð
mannsæmandi laun. Lægstu laun hafa
verið og eru þjóðarskömm og það er
löngu tímabært að þau verði leiðrétt.
- Ert þú sáttur við útkomu Bjartrar
framtíðar í skoðanakönnunum?
Það segir sig sjálft að það er ég ekki,
fylgi okkar hefur sigið stöðugt niður
á við í undanförnum könnunum
hverju sem um er að kenna. Við erum
stjórnmálaafl sem höfum lagt áherslu
á reyna að breyta stjórnmálunum,
auka samvinnu og samræður, eyða
málþófi og „sandkassaleiknum“. Það
er mitt mat að við höfum í einu og
öllu staðið við það sem við lögðum
upp með fyrir kosningar. Fólk hróp-
aði á nýjar áherslur, ný viðmið og
breytta stjórnmálamenningu, bað um
meira samstarf þvert á flokka í þeirri
viðleitni að koma samfélaginu í það
horf að allir geti unað sáttir við sitt.
Stjórnmálafræðingur sagði í viðtali að
Björt framtíð hafi lagt áherslu á að vera
mildari og hafa annan tón í pólitík, það
er greinilegt, þrátt fyrir óskir fólks um
breytt stjórnmál að sú nálgun er ekki
að gera sig. En hver er sinnar gæfu
smiður í þessu sem öðru og við í Bjartri
framtíð verðum að skerpa okkar mál-
flutning og koma okkar áherslum og
stefnumálum betur á framfæri. Sú
ríkisstjórn sem nú situr við völd er
skelfilega vond ríkisstjórn og það er
full þörf á verulegum breytingum í
stjórnmálum landsins og við teljum
að getum lagt mikið fram við þessar
breytingar. En það er nú samt alltaf
almenningur sem á síðasta orðið, það
er hann sem ákveður í kosningum
hverjir skulu með valdið fara og þeim
niðurstöðum verður maður að hlíta
hvort sem manni líkar betur eða verr.
Ekki tekin lán til framkvæmda
Þó nokkuð verður um fram-kvæmdir í Grindavík í sumar á vegum sveitarfélagsins. Reykjanes
hafði samband við Róbert Ragnarsson,
bæjarstjóra, Sagði hann að framkvæmt
yrði fyrir 400 milljónir og bærinn þurfi
ekki að taka lán vegna þess.
Árið 2015 verða fjárfestingar Grinda-
víkurbæjar um 400 milljónir króna,
þessar helstar:
• Klára 1. áfanga íþróttamiðstöðvar,
verkefni sem hófst undir lok árs
2013.
• Breyting á bæjarskrifstofum
• Gatnagerð og stígar, gatnalýsing
• Frágangur gangstétta og opinna
svæða í Hópshverfi
• Ungmennagarður við Ásabraut
• Yfirlögn malbiks og ný vatnslögn
við Seljabót
• Klára göngu-og hjólreiðastígur frá
Bláa Lóninu að Gíghæð.
Fjármagnað með veltufé frá rekstri
og um 126 milljóna framlagi af HS
sjóðnum
Ekki verða tekin lán til framkvæmd-
anna.