Reykjanes - 07.05.2015, Síða 6

Reykjanes - 07.05.2015, Síða 6
6 7. Maí 2015 Eignaumsjón er óháður fagaðili þegar kemur að rekstri húsfélaga og rekstrarfélaga – og því frábær lausn fyrir eigendur atvinnuhúsnæðis. Í okkar umsjá ertu í góðum höndum - við sjáum um fjármálin, fundina, undirbúning framkvæmda og viðhalds og annarra þátta sem þarf að leysa. Er húsfélagið í lausu lofti ? » Vantar óháðan aðila til að annast málefni húsfélagsins eða rekstrarfélagsins ? Eignaumsjón hf . – Suður landsbraut 30 – Sími 585 4800 – afgreids la@eignaumsjon. is – www.eignaumsjon. is Hvert er gjald gagn- rýninnar blaðamennsku? Bókin Mannorðsmorðingjar – Faglegar og persónulegar pæl-ingar um stöðu fjölmiðlunar á Íslandi eftir Björn Þorláksson er Ný komin út hjá Bókaútgáfunni Sölku . „Ef fjölmiðlar þegja yfir því sem miður fer, þora ekki annað – meðal annars vegna þess að þeir vilja ekki lenda upp á kant við umhverfi sitt – hvaða áhrif hefur þá slík þöggun til langframa fyrir samfélag, af hvaða stærð sem er? “ Björn Þorláksson hefur undan- farna áratugi starfað sem blaðamaður, fréttastjóri, ritstjóri, útvarpsmaður, sjónvarpsmaður og þáttastjórnandi. Hann hefur oft lent í hringiðu stór- atburða og stundum þurft að taka afleiðingum óvægins fréttaflutnings, enda þekktur fyrir snöfurmannlega framgöngu í fjölmiðlum. Hér er hvorki á ferðinni venjuleg blaðamennskubók né dæmigert fræðirit, heldur umfjöllun um hlutverk og stöðu íslenskra fjöl- miðla með sjálfsævisögulegu ívafi. Björn hlífir hvorki sjálfum sér né öðrum, og útkoman er ögrandi lesning, skemmtileg og upplýsandi. „Í bókinni sem hér liggur fyrir koma saman margir þræðir sem í heild leiða lesandann að betri skilningi á félags- legu og lýðræðislegu hlutverki fjöl- miðlanna ásamt því að veita innsýn í sínálægan tilvistarvanda hins góða blaðamanns.“ Þorbjörn Broddason prófessor Vinaliðar gera frímín- útur skemmtilegri Njarðvíkurskóli fór nýlega af stað með svokallað vinaliða-verkefni. Verkefnið gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í frímínútum og skapa betri skólaanda. Þannig sjá vel valdir nemendur í 3. til 6. bekk skólans um leiki sem eiga að höfða til allra krakka á fyrstu skóla- stigum. Verkefnið er styrkt af Kven- félaginu Njarðvík og Foreldrafélagi Njarðvíkurskóla. Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna, það hefur á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í yfir 1000 skólum í Noregi. Vinaliðaverkefnið er hluti af Vinaverkefninu og gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda. Aðal markmiðið með þessu verkefni er að bjóða öllum nem- endum skólans fjölbreyttara úrval af- þreyingar í frímínútum, þannig að nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi. Markmið okkar er að allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn, alla daga. 29 nemendur í 3.–6. bekk gegna hlutverki vinaliða í Njarðvíkurskóla en hlutverk þeirra er að setja upp, taka þátt í og aðstoða við afþreyingu í frí- mínútum. Að sýna yngri nemendum sérstaka athygli sem og þeim sem eru einir í frímínútunum. Að láta vita af því ef vinaliðinn telur að nemendum í skólanum leiðist, séu einmana eða ef hann verður vitni að einelti og útilokun eða öðru sem getur valdið vanlíðan nemenda. Skólalóðin og frímínúturnar eru samkvæmt eineltisrannsóknum einn helsti vettvangurinn fyrir einelti. Vinaliðaverkefnið er ekki eineltisá- ætlun heldur stuðningsverkefni við eineltisáætlun skólans og er hug- myndafræðin sú, að þar sem boðið er upp á skipulagt starf, fái gerendur eineltis aðra hluti til að hugsa um. Aðgerðarleysi er nefnilega oft rótin að slæmum hlutum. Mikilvægt er fyrir börn og ung- linga að fá fjölbreytta hreyfingu og skemmtun og er það nauðsynlegur hluti af þroska þeirra, enda hafa rannsóknir sýnt að það sé samhengi milli hreyfingar og námsgetu. Við viljum því að framboð af hverskonar hreyfileikjum og annarri afþreyingu í frímínútunum sé fjölbreytt og skipulagt þannig að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Vinaliðaverk- efnið er okkar leið til að mæta þessu, en í verkefninu eru settir upp leikir og afþreying af nemendum og á þeirra forsendum. Nemendur skólans hafa svo að sjálfsögðu val um hvort og þá hvaða leikjum þeir taka þátt í. Í Njarðvíkurskóla eru Svandís Gylfadóttir og Jóhanna M. Karlsdóttir umsjónarmenn verkefnisins. Hvað væri gaman að starfa við Á dögunum var haldin heljar-innar starfskynning í Íþrótta-húsinu við Sunnubraut. Mikill fjöldi unglinga mætti til að fá upplýs- ingar um hin ýmsu störf. Gott framtak að kynna fyrir unga fólkinu hin marg- víslegu störf sem atvinnulífið býður uppá. Hugsanlega hafa einhverjir tekið ákvörðun um framtíðarstarfið eftir kynninguna , en örugglega eru þeir margir sem þurfa að velta hlutunum betur fyrir sér. Reykjanes leit við og tók nokkrar myndir.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.