Reykjanes - 07.05.2015, Qupperneq 9
7. Maí 2015 9
Afgangur í Grindavík
og engin ný lán
Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur 28. apríl s.l. var ársreikningur 2014 lagður fram
Rekstrarniðurstaða A-hluta var afgangur að fjárhæð 125,1 milljón króna. Áætlun
gerði ráð fyrir 34,3 milljónum króna
í rekstrarhalla. Rekstrarniðurstaða í
samanteknum reikningsskilum A og B
hluta, er 194,5 milljónir króna í afgang
en áætlun gerði ráð fyrir 4,4 millj-
ónum króna í rekstrarafgang. Munar
þar mestu um að rekstrartekjur eru
207,0 milljónum króna yfir áætlun.
Vegna lægri verðbólgu en áætlað hafði
verið eru verðbótagjöld 20,7 millj-
ónum lægri en áætlun gerði ráð fyrir.
Helstu frávik í rekstri
samantekinna reiknings-
skila A og B hluta eru:
- Útsvar og fasteignaskattur eru 63,4
milljónum króna hærri en áætlun
gerði ráð fyrir.
- Framlög Jöfnunarsjóðs eru 84,3
milljón króna hærri en áætlun.
- Aðrar tekjur eru 59,3 milljónum
króna hærri en áætlun.
- Laun- og launatengd gjöld eru 37,9
milljónum króna hærri en áætlun.
- Annar rekstrarkostnaður er 10,6
milljónum króna hærri en áætlun
gerði ráð fyrir.
- Afskriftir eru 12,6 milljónum
króna lægri en áætlun.
- Fjármagnsliðir eru 18,8 milljónum
króna hagstæðari en áætlun gerði
ráð fyrir.
Heildareignir í samanteknum
reikningsskilum A og B hluta eru
8.174,9 milljónir króna. Heildar-
skuldir og skuldbindingar eru 1.517,6
milljón króna. Lífeyrisskuldbinding er
um 483,6 milljón króna og þar af er
áætluð næsta árs greiðsla 19,7 millj-
ónir króna. Langtímaskuldir eru 743,1
milljón króna og þar af eru næsta árs
afborganir26,9 milljónir króna. Eigið
fé í samanteknum reikningsskilum er
6.657,3 milljónir króna og er eiginfjár-
hlutfall 81,4%.
Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2.
tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur
62% af reglulegum tekjum. Þar af eru
20% vegna skuldar sem til er komin
vegna kaupa á Orkubraut 3 af HS Orku
hf. en sú skuld er 492,9 milljónir króna
og er greidd með auðlindagjaldi og
lóðarleigu frá HS Orku hf.
Skuldaviðmið skv. 14. gr. reglu-
gerðar nr. 502 frá 2012 er negatíft
í A-hluta þar sem hreint veltufé er
hærra en heildarskuldir að teknu til-
liti til frádráttar vegna lífeyrisskuld-
bindingar. Í A- og B-hluta er skulda-
viðmiðið 6,6%
Rekstur í samanteknum reiknings-
skilum A og B hluta skilaði 400,7 millj-
ónum króna í veltufé frá rekstri sem
er 16,5% af heildartekjum en áætlun
gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að
fjárhæð 222,3 milljónir króna.
Fjárfesting í varanlegum rekstrar-
fjármunum í samanteknum reikn-
ingsskilum A og B hluta nam á ár-
inu 2014, 806,3 milljónum króna en
áætlun gerði ráð fyrir 789,6 milljónum
króna. Helstu frávik frá áætlun eru
vegna fjárfestingar í gatnagerð og
lægri tekjum vegna gatnagerðargjalda.
Á árinu voru engin ný lán tekin en
afborganir langtímalána voru 49,2
milljónir króna.
Handbært fé lækkaði um 289,6
milljónir króna en áætlun gerði ráð
fyrir lækkun að fjárhæð 589,7 millj-
ónum króna. Handbært fé í árslok
2014 var 1.297,4 milljónir króna.
Bæjarstjórn Grindavíkur
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikn-
ingi Grindavíkurbæjar og stofnana
hans fyrir árið 2014 til síðari umræðu
í bæjarstjórn.
Við erum til
Það var virkilega góð stemning í Sambíó við Hafnargötuna á dögunum þegar Félag eldri
borgara á Suðurnesjum bauð uppá
sýningu myndarinnar „Við erum til“.
Umsjón með gerð myndarinnar var í
höndum Helgu Margrétar Guðmunds-
dóttur, sem flutti ávarp fyrir sýningu
myndarinnar og stjórnaði svo umræðu
eftir sýningu.
Myndin er byggð upp á viðtölum við
nokkra aðila sem er um og yfir nírætt.
Þessir einstaklingar búa einir í eigin
húsnæði og hafa verið virkir í félags-
starfinu um árabil.
Það kom vel fram í myndinni hversu
mikilvægt það er eldri borgurum að
vera virkir í félagsstarfinu. Það skiptir
svo miklu máli að vera virkir þátttak-
endur. Það skiptir svo miklu að rjúfa
félagslega einangrun, efla félagsauð og
forvarnir.
Myndin var vel sótt og bíógestir
ánægðir með myndina.
Gott tækifæri til
að eignast húsbíl
GE-bílar voru með mikla hús-bílasýningu 25. og 26. apríl s.l. Margir gerðu sér ferð á
sýninguna til að skoða þessa flottu
farartæki, Hér er um að ræða notaða
bílaleigu húsbíla. Guðmundur hjá GE-
-bílum sagðist halda að þetta væri í
fyrsta sinn sem sérstök húsbílasýning
á notuðum bílum væri haldin. Bílarnir
koma frá Touring cars, sem staðsett er á
Ásbrú. Fyrirtækið hefur verið starfandi
frá 2009.
Húsbílarnir eru allir velbúnir og
vel með farnir. Verðið er frá 4,4 millj-
ónum og hægt er að fá 80% að láni. Þá
er einnig mögueliki að setja bíl uppí
húsbílinn.
Þeir sem eru með hugmyndir að ferð-
ast um landið í velbúnum húsbíl ættu að
gera sér ferð til GE-bíla og kanna málið.